Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR2
HEILSUSKÓLINN HEIÐARSEL
ATVINNA
Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir að ráða
þroskaþjálfa og leikskólakennara eða starfsmenn með
aðra uppeldismenntun í 90 - 100% stöður sem fyrst
eða frá 12. ágúst.
Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingum sem
eiga auðvelt með mannleg samskipti.
Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir
leikskólastjóri Heiðarsels í síma 420 3131, eða á
netfangið heidarsel@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur er til 2. maí.
Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
HOLTASKÓLI
ATVINNA
Deildarstjóri óskast
Starfssvið:
mannaforráð og stýrir hluta af skólastarfi
við kennara og aðra stjórnendur
PBS innan skólans
Menntunar- og hæfniskröfur:
leiðarljósi í skólastarfinu
samstarfi við foreldra
PBS innan skólans
framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í
skólamálum
Sérkennari óskast
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennarar óskast
(stuðning við jákvæða hegðun) innan skólans.
Innan hans er starfandi deild fyrir börn með einhverfu.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal, skólastjóri í
síma 420-3500 eða 898-4808 eða á netfangið
johann.geirdal@holtaskoli.is og Helga Hildur
Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500
eða 848-1268 eða á netfangið
helga.h.snorradottir@holtaskoli.is.
FRÉTTIR
Helga Jónína Walsh, Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson,
Walter Leslie, Esther Guðmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Rannveig Fannhvít Þorgeirsdóttir,
frá Lambastöðum Garði, síðast til heimilis
Háleiti 3c Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi Garði 5. apríl síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju 19. apríl kl. 14:00.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt viðauka
við fjárhagsáætlun sveitarfélags-
ins árin 2012-2016. Samkvæmt
viðaukanum er lagt til að sveitar-
félagið kaupi fasteignir Stóru-
Vogaskóla af Eignarhaldsfélag-
inu Fasteign ehf. á árinu 2013,
og að kaupin verði fjármögnuð
með framlagi úr Framfarasjóði
sveitarfélagsins. Þá er jafnframt
lagt til að í árslok 2014 verði
fasteignir íþrótta- og félagsmið-
stöðvar keyptar af EFF og að þau
kaup verði fjármögnuð annars
vegar með lántöku að fjárhæð 400
m.kr. en eftirstöðvar með hand-
bæru fé.
Einnig er lagt til ráðstöfun ein-
greiðslu vegna fasteignaviðhalds
upp á 18,5 milljónir verði ráðstafað
sem hér segir: Í endurnýjun á gólfi
í Tjarnarsal fari 4 milljónir, vegna
viðgerðar á sundlaug fari 5 millj-
ónir og endurnýjun vatnslagna í
leikskólanum 2 milljónir, samtals
11 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að
boða til almenns íbúafundar mið-
vikudaginn 24. apríl 2013, þar sem
m.a. verður kynnt tillaga um að
ráðstafa fé úr Framfarasjóði sveitar-
félagsins til kaupa á fasteignum
Stóru-Vogaskóla.
Malbika stíg frá Kjóa-
landi að Garðskaga
Bæjarráð Garðs hefur sam-þykkt að ljúka malbikun
göngustígs frá Kjóalandi í Garði
og að Garðskaga. Áætlaður kostn-
aður er 8,2 milljónir króna en ekki
var gert ráð fyrir þeim kostnaði í
fjárhagsáætlun.
Bæði tilboðin yfir
kostnaðaráætlun
Tvö fyrirtæki áttu þess kost að bjóða í framkvæmdir við
stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í
Garði en efnt var til forvals vegna
framkvæmdarinnar á dögunum.
Tvö tilboð bárust í framkvæmdir
en tilboð voru opnuð þann 9.
apríl sl. Bæði voru tilboðin yfir
kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp
á kr. 121.449.090
Eftirfarandi tilboð bárust:
ÍAV kr. 150.301.705
Bragi Guðmunds. kr. 139.449.090
Kostnaðaráætlun kr. 121.449.090
Vilja kaupa Stóru-
Vogaskóla af Fasteign
Aðalfundur Samkaupa var haldinn 20. mars síðastliðinn. Velta Samkaupa og dótturfélags-
ins Búrs, var tæplega 22,7 milljarðar á árinu 2012 og
jókst um tæp 10% frá fyrra ári. Hagnaður félagsins
eftir skatta var rúmar 340 milljónir.
Samkaup reka 47 verslanir undir merkjum Nettó,
Kaskó, Samkaup úrval og Samkaup strax, verslanirnar
eru á 34 stöðum um allt land. Starfsmenn félagsins á
árinu 2012 voru 866 í 502 stöðugildum.
Hluthafar Samkaupa voru 181 í lok árs 2012. Kaupfélag
Suðurnesja ásamt dótturfélögum átti 62,8% hlut og
Kaupfélag Borgfirðinga ásamt dótturfélagi átti 20,3%.
Aðrir hluthafar áttu minna en 10% hver um sig.
Kaupfélag Suðurnesja var stofnað í Keflavík árið 1945
og nær starfssvæði þess nú yfir Suðurnesin, Hafnar-
fjörð, Garðabæ, Kópavog, Seltjarnarnes og Reykjavík.
Félagar eru tæplega 4.000.
Kaupfélag Borgfirðinga var stofnað árið 1904 og nær
félagssvæði þess frá Breiðafirði suður í Hvalfjörð. Fé-
lagar eru rúmlega 1.400.
Verslanir Samkaupa voru margar hverjar reknar áður
af kaupfélögum. Samkaup hafa gert samninga við öll
kaupfélög á starfssvæðum verslana félagsins, um af-
sláttarkjör fyrir félagsmenn kaupfélaga. Í dag notfæra
sér meira en 30.000 félagar kaupfélaga um allt land
þessi afsláttarkjör í verslunum Samkaupa.
Á aðalfundi Samkaupa voru eftirtaldir kosnir í
stjórn félagsins:
Skúli Skúlason, formaður Reykjanesbæ. Rögnvaldur
Skíði Friðbjörnsson, varaformaður Dalvík. Árelía Ey-
dís Guðmundsdóttir, Reykjavík. Margrét Katrín Er-
lingsdóttir, Selfossi. Þorvaldur Tómas Jónsson, Borgar-
byggð.
Framkvæmdastjóri Samkaupa er Ómar Valdimarsson.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjanesbæ.
Hagnaður Samkaupa
rúmar 340 milljónir kr.