Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR22 Særós Reynisdóttir er 18 ára stúlka úr Vogunum. Hún stefnir á að verða heimshornaf- lakkari í framtíðinni en hún gæti allt eins hugsað sér að verða flugfreyja eða sálfræðingur. Sæ- rós, sem oftast er kölluð Sæja stundar nám á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún er FS-ingur vikunnar hjá Víkurfréttum að þessu sinni. Hvað er skemmtilegast við skólann? Vinirnir og kennararnir. Hvar hangirðu í eyðum og frí- mínútum? Er oftast bara niðri í matsal. Hjúskaparstaða? Er á föstu. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég fer oft í ræktina. Hvað borðar þú í morgun- mat? Oftast banana eða einhvern ávöxt eða geri mér boost svona þegar ég nenni því. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Melkorka Rós Hjartardóttir. Hver er fyndnastur í skól- anum? Ég verð að segja hún Ólöf Alex- andra, hún er bara svo yndisleg og kemur manni alltaf í gott skap. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það vantar meira úrval af mat og svo ætti að vera í lagi að lána manni hnífapör svona einstaka sinnum. Hvað er heitasta parið í skólanum? Ég bara hef ekki hugmynd. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hætta með þetta skyldustoð! Af hverju valdir þú FS? Af því FS er góður skóli og flestir vinir mínir voru að fara í hann. Áttu þér viðurnefni? Já, er oftast kölluð Sæja. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög fínt, alltaf eitthvað í gangi. Áhugamál? Björgunarsveitin, vinir, ferðalög. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Eins og er langar mig að verða flugfreyja, sálfræðingur og heims- hornaflakkari. Hvað finnst þér um Hnísuna? Hún er alltaf skemmtileg. Ertu að vinna með skóla? Nei. Hver er best klædd/ur í FS? Bara allir, allir svo flottir í tauinu. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Bjarni Fannar B j a r n a s o n er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hann vildi að hann gæti staðið á einum putta og svo myndi hann ræna banka ef hann væri ósýni- legur í einn dag. Að hans sögn er hann stór og myndar- legur og drauma- starfið hans er að opna Taco veitinga- stað í Keflavík. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer yfirleitt bara í tölvuna. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og auðvitað kvenfólk. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir. En leiðinlegasta? Stærðfræði ef ég nenni ekki að læra, en annars getur hún svo sem verið fín. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Kanye west. Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að geta staðið á einum putta. Hvað er drauma- starfið? Opna tacostað í Keflavíkinni, það bráðvantar einn slíkan. Hver er fræg- astur í sím- anum þínum? E r e k k i m e ð neinn í s íma- skránni minni. Hver er merki- legastur sem þú hefur hitt? Birgitta Haukdal. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ræna banka. Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Bara ósköp venjulegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Stór og myndarlegur djöfull. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Það eru seldir snúðar á föstu- dögum. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Bird is the word- Brian Griffin. Besta: Bíómynd? Hangover. Sjónvarpsþáttur? The Walking dead. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Rudimental. Matur? Grillaður humar hjá pabba klikkar seint Drykkur? Fanta Exotic er besti drykkurinn. Leikari/Leikkona? Johnny Depp. Lið í Ensku deildinni? Arsenal er mitt lið. Lið í NBA? New Jersey Nets. Vefsíða? Facebook.com Fótbolti og kvenfólk n BJARNI FANNAR BJARNASON // UNG UMSjóN: PÁLL oRRI PÁLSSoN • PoP@VF.IS Sjónvarpsþættir: 2 broke girls, Dexter, Walking dead og margt margt fleira. Hljómsveit: Coldplay, One Republic, The Script. Leikari: Jennifer Lawrence. Vefsíður: facebook, youtube Flík: Leðurjakkinn minn sem ég fékk í jólagjöf fyrir tveimur árum. Skyndibiti: Subway. Kennari: Elísabet og Hanna. Fag: Sálfræði. Tónlistin: Fíla flest alla tónlist. Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Kántrý tónlist. Allir FS-ingAr Flottir í tAuinu UNgA FóLKIð Stærðfræðikeppni grunnskóla-nema fór fram í FS 8. mars sl. Þátttakendur voru 142 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Þetta var í 15. sinn sem FS heldur svona keppni fyrir grunnskólanemendur á svæðinu. Keppnin er byggð upp á 20 krossasp- urningum sem gefa 3 stig hver en 1 er dreginn frá fyrir rangt svar. Þá koma 4 fimm stiga spurningar þar sem bara svar er metið og að lokum tvær 10 stiga spurningar þar sem tekið er tillit til framsetningar og röksemdafræslu. Nemendur mega ekki nota vasareikni og verkefnin byggjast mikið á innsæi og skilningi á stærðfræði frekar en formúlum. Nemendur mættu kl. 14.00 og fengu þeir pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 14.30 og stóð til kl. 16.00. Verðlaunaafhending fór síðan fram þriðjudaginn 9. apríl. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt for- eldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskól- anna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslands- banki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Fyrsta sæti fékk 20.000 kr., annað sætið 15.000 kr. og þriðja sætið 10.000 kr. og síðan fengu 3 efstu í 10. bekk líka grafískan vasa- reikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Árni Hinrik Hjartarson frá Íslands- banka sem veittu verðlaunin. Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 62: Í 1. sæti var Andrea Dögg Einars- dóttir Heiðarskóla Í 2. sæti var Gunnhildur Gyða Öst- rup Björnsdóttir Holtaskóla Í 3. sæti var Andrea Einarsdóttir Heiðarskóla. Í 4. sæti var Nökkvi Már Nökkvason Grunnskóla Grindavíkur Jafnar í 5.-6. sæti voru Elsa María Óskarsdóttir Myllubakkaskóla og Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir Holtaskóla. Í 7. til 10. sæti voru þessir í stafrófs- röð: Aðalheiður Lind Björnsdóttir Gerðaskóla, Aníta Rún Helgadóttir Grunnskóla Grindavíkur, Davíð Már Jóhannesson Njarðvíkurskóla og Ólafur Þorsteinn Skúlason Heiðar- skóla. Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 41: Í 1. sæti var Tinna Björg Gunnars- dóttir Holtaskóla í 2. sæti var Katla Marín Þormars- dóttir Grunnskóla Grindavíkur Í 3. sæti var Elsa Kristín Kay Frand- sen Stóru-Vogaskóla Í 4. sæti var Björgvin Theódór Hilm- arsson Heiðarskóla Í 5. sæti var Sebastian Klukowski Grunnskólanum í Sandgerði Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófs- röð: Agata Jóhannsdóttir Grunn- skóla Grindavíkur, Anna Karen Guðmundsdóttir Grunnskólanum í Sandgerði, Jón Grétar Sverrisson Holtaskóla, Una María Magnúsdóttir Akurskóla og Þórveig Hulda Frí- mannsdóttir Grunnskóla Grinda- víkur. Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátt- takendur 39: Í 1. sæti var Ægir Ragnar Ægisson Njarðvíkurskóla Í 2. sæti var Sigurður Galdur Lofts- son Myllubakkaskóla Í 3. sæti var Jóhann Almar Sigurðs- son Heiðarskóla Í 4. sæti var Rannveig Ósk Smára- dóttir Myllubakkaskóla í 5. sæti var Helena Rós Gunnars- dóttir Myllubakkaskóla Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Guðný Eva Birgisdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Helena Fanney Sölva- dóttir Njarðvíkurskóla, Hlynur Ægir Guðmundsson Grunnskóla Grinda- víkur, Laufey Soffía Pétursdóttir Akurskóla, Marinó Axel Helgason Grunnskóla Grindavíkur. Að lokinni verðlaunaafhendingu gæddu viðstaddir sér á veitingum í boði skólans. Ragnheiður Gunnarsdóttir fagstjóri í stærðfræði. 142 í stærðfræðikeppni Vorhátíð í Grindavík Sunnudaginn 28. apríl kl. 15:00 verður haldin Vorhátíð eldri borgara í Grindavík. Vorhátíðin fer fram í Eldborg. Eldri borgarar hvattir til að mæta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.