Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. apríl 2013 25 VIÐ ÞÖKKUM ÖLLUM NÖGLUM Á ÍSLANDI VEL UNNIN STÖRF Í VETUR. SJÁUMST AFTUR 1. NÓVEMBER. Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM OG FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1 Meira í leiðinni N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 8-18 OG LAU. KL. 9-13 SÍMI 440 1372 WWW.DEKK.IS Framsókn opnar kosningaskrifstofu Sandgerðis og Garðs í Sandgerði, við Strandgötu, föstudaginn 19. apríl, kl. 17:00 Frambjóðendur verða á staðnum og ræða við gesti. Léttar veitingar í boði. Frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi. Opnunartími á kosningaskrifstofum. Við Strandgötu, í Sandgerði: Virka daga 18:00 – 21:00 Við Hafnargötu 62, í Reykjanesbæ: Virka daga 17:00 – 21:00 Laugardaga 10:30 – 16:00 Minnum á Framsóknarsúpuna í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 18:00, ALLIR VELKOMNIR! OPNUN KOSNINGASKRIFSTOFU Ársreikningur Sandgerðis-bæjar fyrir árið 2012 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 11. apríl sl. Seinni umræða um reikninginn fer fram 8. maí. Ársreikningurinn sýnir vel að aðhaldsaðgerðir og endur- skipulagning fjármála og rekst- urs síðustu ára skilar tilætluðum árangri. „Rekstrarstaða Sandgerðisbæjar hefur batnað verulega og þróun síðustu 3ja ára sýnir að rekstrarhæfi bæjarfélagsins batnar jafnt og þétt. Bæjarbúar, starfsfólk bæjarins og samstarfsfólk mitt í bæjarstjórn hefur lagt mikið af mörkum við að koma rekstrinum í betra horf “, segir Ólafur Þór Ólafsson for- seti bæjarstjórnar, en samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta var rekstrarniðurstaða ársins 2012 jákvæð um 244 mkr. Það er mikill viðsnúningur frá árunum þar á undan. Rekstrartekjur A og B hluta námu 1.580 mkr. en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.375 mkr. Til samanburðar námu tekjur A og B hluta 1.350 mkr. árið 2011 og rekstrartekjur A hluta 1.170 mkr. Heildartekjur milli ára jukust því um 17%. Rekstrargjöld A og B hluta bæjar- sjóðs námu 1.180 mkr. og stóðu nánast í stað milli áranna 2011 og 2012. Eignir bæjarfélagsins í lok árs 2012 námu 5.908 mkr., þar af var handbært fé 1.340 mkr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 4.940 mkr. í árslok 2012. Kennitölur úr rekstri sýna að fram- legð ársins 2012 fyrir A og B hluta er ríflega 25%. Árið 2011 var fram- legðin tæp 14%, tæp 3% árið 2010 og neikvæð um ríflega 9% árið 2009. Skuldahlutfall, þ.e. skuldir sem hlutfall af árlegum tekjum fer lækk- andi. Samkvæmt útreikningum eftir reglugerð nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga var skulda- hlutfall ársins 2012 fyrir A og B hluta 230% en 177% fyrir A hluta. Til samanburðar var skuldahlut- fallið árið 2011 310% fyrir A og B hluta en 254% fyrir A hluta sam- kvæmt sömu reglugerð. Endurskipulagning skilar verulegum árangri n Sandgerðisbær:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.