Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR18
Keflvíkingurinn Flóra Karítas
lærði förðun árið 2005 þegar hún
sótti námskeið við skóla sem hét
EMM school of make up. Flóra
segist upprunalega hafa sótt nám-
skeiðið til þess að gera sjálfa sig
fína. Eftir námskeiðið fékk Flóra
vinnu í snyrtivörubúðinni MAC
og eftir það fór boltinn að rúlla
og hún hefur verið önnum kafin
síðan. Í gegnum vinnu sína hjá
MAC varð Flóra hluti af svoköll-
uðu „Event team“ en það er hópur
fólks frá öllum Norðurlöndunum
sem vinna saman að tískusýn-
ingum. Undanfarið ár hefur Flóra
farið alls sex sinnum til Kaup-
mannahafnar að vinna með ýmsu
fólki sem tengist þessum hóp.
Hópurinn kom m.a. að Copen-
hagen fashion week bæði í ágúst
2012 og aftur núna í lok janúar.
Flóra hefur fengist við förðun fyrir
ýmsa viðburði en henni finnst
afar áhugavert að vinna við tísku-
sýningar. „Það er svo gaman að
fá tækifæri til að farða á tískusýn-
ingum. Það er allt öðruvísi heldur
en að farða fyrir myndatökur og
sjónvarp. Það er mikil vinna en
svo gott að fá þetta adrenalínkikk
því þar þarf maður að vinna mjög
hratt, það eru margar stúlkur
sem þarf að farða og tíminn er
naumur,“ segir Flóra Karítas.
Ásamt því að vinna í MAC fékk
Flóra hlutastarf í Þjóðleikhúsinu
haustið 2011. Þar er hún enn. Hún
segir það vera ólíkt starfi sínu hjá
MAC. „Það er alveg allt annar
handleggur en það er svo gaman að
geta gert bæði. Ég læri svo mikið
nýtt í Þjóðleikhúsinu. Að farða
fyrir leiksvið og sjónvarp er sko
ekki það sama!“ Ásamt því að vera
í tveimur störfum er Flóra einnig
að reyna fyrir sér á eigin vegum.
„Ég var mjög stressuð að reyna
fyrir mér í sjálfstæðum rekstri. Þar
ertu í verktakavinnu og mér fannst
það svo mikil áhætta, þar sem
maður er jú ekki með föst laun á
mánuði og þarf auðvitað að borga
reikninga,“ segir hún og hlær.
Það er búið að vera brjálað að gera
hjá Flóru síðan hún skellti sér út
í djúpu laugina að hennar sögn.
Hún hef m.a. aðstoðað mikið
aðalsminkurnar við auglýsingar
MANNLÍF
Fólk trúir ekki
að þetta sé
vinnan mín
Flóra Karítas Buenaño ferðast vítt og breitt í
starfi sínu sem förðunarfræðingur. Hún bjóst ekki
við því að enda í þessum bransa en hún elskar fjöl-
breytileikann sem fylgir starfinu. Hún hefur nóg
fyrir stafni enda er Flóra nánast í þremur störfum.
Hún er alltaf að læra eitthvað nýtt og segir engan
vinnudag eins.
og bíómyndir ásamt því að sjá um
mikið af verkefnum sjálf. Þar á
meðal tvö tónlistamyndbönd fyrir
hljómsveitina Hjaltalín og eitt fyrir
strákana í Valdimar. Hún hefur
unnið við auglýsingar fyrir Ice-
landair og Vodafone, förðun fyrir
RFF (Reykjavík Fashion Festival)
fyrir stuttu ásamt fjöldann allan
af auglýsingum og myndatökum.
„Allir sem þekkja mig vita að ég
verð að hafa mikið fyrir stafni.“
Hún hefur nánast ekkert frí átt
frá því hún byrjaði að vinna sjálf-
stætt en hún segir þennan tíma
hafa verið ómetanlegan. „Ég fæ að
ferðast um landið og til útlanda og
er alltaf að vinna með nýju fólki.
Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt
og enginn vinnudagur er eins hjá
mér,“ segir Flóra en bætir því við
að kannski sé það vegna þess að
hún sé nánast í þremur vinnum.
Það er nóg framundan hjá Flóru
en þar á meðal er myndataka
fyrir GK og annað tónlistarmynd-
band fyrir Hjaltalín. Hún segir
sjaldnast vera mikinn fyrirvara á
verkefnum þegar þau dúkka upp
en hún hefur í nógu að snúast.
„Allir sem þekkja mig vita að ég
verð að hafa mikið fyrir stafni.“
Flóra segir það alltaf vera jafn
fyndið að heyra fólk á „setti“
spyrja hana hvað hún vinni
við í alvöru. „Fólk trúir ekki að
þetta sé vinnan mín, en ég vinn
einungis við að farða fólk við
ólíkar aðstæður og ég elska það.
Ég ætlaði mér nú aldrei að vinna
við þetta en það er æðislegt hvað
lífið kemur manni sífellt á óvart,“
segir Flóra Karítas að lokum.