Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. apríl 2013 27 Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa tekur gildi í vor, þann 4. maí 2013. Í núgildandi kerfi getur kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum lyfjum að halda orðið mjög hár vegna þess að það er ekkert þak. Í ný ja ker f inu verður meira jafn- vægi. Þeir sem nota mikið af lyfjum greiða minna en áður. Kerfið byggir á þrepaskiptri greiðslu- þátttöku, þar sem hver og einn greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður eykst innan tólf mánaða tímabils. Greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup. Öll lyf sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða verða felld inn í þessi greiðsluþrep. Þrepin eru þrjú. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingur lyfið að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% og í þriðja þrepi 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu, fríkort. Stuðlað að jafnræði á milli ein- staklinga Aldraðir, 67 ára og eldri, örorku- lífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða minna en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjöl- skyldu greiða sem eitt. Sýklalyf fyrir börn fá greiðsluþátt- töku, sem ekki er í núgildandi kerfi. Byggt er á reynslu nágrannaþjóðanna. Danir og Svíar eru með sambærilegt kerfi. Reglur um hjá lpar tæki verða óbreyttar, eins og sykursýkisstrimlar, nálar og fleira, svo og stómavörur. Í Velferðarráðuneyti er verið að vinna að úrræðum fyrir þá sem eru í erfið- leikum með það að greiða lyfin í fyrsta þrepi. Apótekin eru hluti af heilbrigðis- þjónustunni. Þú getur gengið beint inn af götunni og fengið viðtal við lyfjafræðing, þarft ekki að panta tíma. Við viljum leggja okkar af mörkum til að auka vellíðan einstaklinga og leggjum áherslu á að sú þjónusta sem að við bjóðum upp á sé fagleg og traust. Ykkur er velkomið að koma og spyrjast fyrir um nýja greiðslu- fyrirkomulag lyfja. Lyfin eru ekki að hækka, aðeins er verið að breyta greiðslufyrirkomulagi sjúkratrygg- inga. Fyrsta þrepið verður erfiðast, síðan verður greiðslubyrði minni. Sigríður Pálína Arnardóttir Lyfsali Lyfju Reykjanesbæ Í heimsóknum okkar samfylkingar- manna um Suðurkjördæmi vilja m e n n e i n k u m r æ ð a k j ö r o g afkomu heimil- anna í landinu. Þ a ð e r e k k e r t undarlegt því kjör a l l ra versnuðu svo um munaði í kjölfar efnahags- hrunsins. Vegna aðgerða stjórnvalda hafa kjör þeirra sem búa við þrengstan kost versnað hlutfallslega minna en hinna sem meira hafa handa á milli. Lands- framleiðslan dróst saman um 10% við hrunið en kjör almennings um 20% að meðaltali. Munurinn liggur í falli krónunnar sem varð til þess að vörur hækkuðu í verði og verðtryggð lán hækkuðu í samræmi við verð- bólguna. Íslendingar gengu í gegnum enn einn eignarbrunann sem nú kom harkalegast niður á þeim sem keyptu sér íbúð á árunum þar sem verðið var hæst og vextir af lánum einnig í hámarki. Þeim vanda þarf að mæta enn frekar en búið er og Samfylk- ingin vill byggja þær aðgerðir á raun- hæfum leiðum sem bankarnir fjár- magni. Hrun krónunnar setti fjárhag heimilanna í uppnám en nú þegar hafa skuldir þeirra verið færðar niður um 200 milljarða króna. 12 þúsund heimili hafa notið góðs af lækkun skulda og eru nú komnar í sömu stöðu og þær voru árið 2006. Lög um greiðsluaðlögun bættu réttarstöðu skuldara og ný lög um neytendalán tryggja þann rétt enn frekar og bæta stöðu fólks gagnvart lánastofnunum. Óumdeilt er að vaxtabætur hafa komið verulega til móts við kjara- skerðingu heimila, einkum þeirra sem lægst hafa launin. Rúmlega 100 milljörðum króna hefur verið varið í vaxtabætur og barnabætur á kjör- tímabilinu. Bættur hagur barna En vandi heimilanna er ekki aðeins skuldavandi. Greiðsluvandinn er einnig umfangsmikill en mestur hjá barnafjölskyldum. Skapað var svigrúm fyrir umtalsverða hækkun barnabóta í fjárlögum í ár. Að meðal- tali hækka bæturnar um 30% en meira hjá þorra fjölskyldna. Næst verða barnabætur greiddar út 1. maí og á vefnum rsk.is er hægt að reikna út upphæð barnabóta fyrir hvern og einn. Samfylkingin mun hækka barnabætur enn frekar fái hún nægi- legan stuðning í kosningunum og markmiðið er að afnema tekjuteng- ingu þeirra þannig að barnabótakerfið líkist sem mest því sem er á öðrum Norðurlöndum. Einnig bætir það kjör heimilanna að tannlækningar barna verða gjaldfrjálsar í samræmi við nýlega samninga við tannlækna. Hækkun greiðslna í fæðingarorlofi og lenging fæðingarorlofs í áföngum í 12 mánuði stuðla einnig að bættum hag barna. Við staðfestum á kjör- tímabilinu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það eitt tryggir rétt og bætir stöðu barna umtalsvert. Bættur hagur barna er sterkur grunntónn í stefnumálum Samfylkingarinnar. Stöðugleiki til framtíðar Það sem skiptir heimilin mestu máli til framtíðar er stöðugt um- hverfi og að vera laus við bólur og verðbólguskot. Það er verðbólgan sem brennir upp eignir og sparifé. Staða þjóðarbúsins er enn viðkvæm og krefst vandaðra vinnubragða og yfirvegunar. Öguð hagstjórn er for- gangsmál til að verja heimilin fyrir verðbólgunni. Einnig er mikilvægt að ljúka aðildarviðræðunum við ESB svo þjóðin komist sem fyrst í þá stöðu að kjósa um niðurstöðuna. Besta leiðin til að tryggja stöðugleika og kjarabætur fyrir íslensk heimili er að hefja strax og auðið er vinnu við að skipta um gjaldmiðil. Það mun verða til mikilla kjarabóta og um leið losa okkur við verðtrygginguna til framtíðar. Stefna Samfylkingarinnar – jafnaðar- mannaflokks Íslands mun færa okkur öruggt og gott samfélag. Til þess að uppbyggingin á næsta kjörtímabili verði í anda jafnaðarmanna þurfum við kröftugan stuðning kjósenda á kjördag. Oddný G. Harðardóttir, odd- viti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi n AndreA JóhAnnA og guðrún ÁgústA skrifA: n oddný g. hArðArdóttir skrifAr: n sigríður PÁlínA ArnArdóttir skrifAr: Þjóðin í dauðafæri Vandi heimilanna Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingis- kosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar og leiðréttingar lána, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið og endurskoða lífeyrissjóðs- kerfið. Dögun hefur sérstöðu að því leyti að skipulag okkar er flatt án formanns. Stefnumál Dögunar eru samþykkt á félags- fundum þar sem allir félagar hafa atkvæðarétt. Hjá Dögun er lýðræðið því ekki bara í orði heldur einnig á borði. Peningaöfl stýra ekki ferðinni Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að „eitt aug- ljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmála- menn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.“ Það samrýmist því ekki vel hugmyndinni um lýðræði að stjórnmál séu fjármögnuð af fyrirtækjum. Hvað er að marka stjórnmálaafl sem fjár- magnað er af fjársterkum aðila eða fyrirtækjum, jafnvel af sjávarútvegsrisa? Er slíkt afl í þjónustu við almenning eða fjármögnunaraðilann? Dögun hefur skýrar reglur að þessu leyti, við viljum skera á milli viðskiptalífs og stjórnmála og banna fram- lög lögaðila til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Einnig viljum við setja reglur sem draga úr áhættu á því að peningaöfl hafi bein áhrif á þjóðaratkvæðagreiðslur og íbúakosningar. Með þessum hætti er hægt að koma í veg fyrir spillingu. Peningavald er andstæða lýðræðis. Við hvetjum alla kjósendur til að íhuga vel hvaða öfl liggja að baki stjórnmálaflokkanna, eru þau öfl að hugsa um vel- ferð almennings eða eigin hag? Málefnaleg sérstaða Sérstaða Dögunar liggur í því að við leggjum bæði áherslu á leiðréttingar lána heimilanna og afnám verðtryggingar, sem 80% þjóðarinnar vill - en erum að auki komin lengra í útfærslu á framtíðarlánakerfi með 5-6% vaxtaþaki og breyttu húsnæðiskerfi með virku markaðsaðhaldi. Við viljum nýja stjórnarskrá og við viljum að auðlindirnar séu í þjóðareigu. Það þýðir að breyta verður kvótakerfinu og tryggja fólkinu arð af auðlindum sínum. Þannig sköpum við forsendur til skattalækkana. Þannig er okkar stefna í þessum stóru og brýnu hagsmunamálum, sem munu koma til afgreiðslu á næstu árum. Dögun er því sammála meirihluta þjóðarinnar. Þjóðin er í dauðafæri að ná fram langþráðu réttlæti fyrir heimilin og lýðræðið – veljið ykkur nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og tryggið endurnýjun inn á Alþingi í vor. Klúðrum ekki því tækifæri sem okkur er gefið. Nóg er úrvalið og Dögun er þar öflugur valkostur, kynnið ykkur XT.is Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, frambjóðendur Dögunar í Suðurkjördæmi VIÐ ÞORUM AÐ STANDA MEÐ ÍSLENSKUM HEIMILUM Fáðu TILBOÐ hjá söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is Næsta blað kemur út á miðvikudag

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.