Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR10 TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Stórsveitadagurinn í Reykjavík Hinn árlegi Stórsveitadagur sem Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir, verður í Tónlistarhúsinu Hörpu sunnudag- inn 21. apríl og hefst kl.13.00. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verður meðal þeirra stórsveita sem koma fram á tónleikunum. Allir áhugasamir hvattir til að mæta. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri NJARÐVÍKURSKÓLI ATVINNA Okkur vantar áhugasama kennara til starfa á næsta skólaári. Aðallega er um að ræða kennslu á yngra- og miðstigi auk kennslu í náttúrufræði, upplýsingatækni og stærðfræði. Menntunar og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 2. maí 2013 Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 420 3000 / 863 2426 Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Í Njarðvíkurskóla er lögð áhersla á menntun og mannrækt, árangursríkt skólastarf og stuðning við jákvæða hegðun. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is DEILDARSTJÓRAR Í HEIÐARSKÓLA ATVINNA Heiðarskóli óskar eftir tveimur deildarstjórum fyrir skólaárið 2013 – 2014 Starfssvið: mannaforráð og stýrir hluta af skólastarfi samráði við kennara og stjórnendur og vera leiðandi í faglegri umræðu Menntunar og hæfniskröfur: Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Í Heiðarskóla er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf og unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Sjá nánar um skólann: www.heidarskoli.is. Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri, í síma 420-4500 eða 894-4502 eða á netfangið soley.h.thorhallsdottir@heidarskoli.is Hljómsveitin Valdimar og Lúðrasveit Tónlistar-skóla Reykjanesbæjar ætla að rugla saman reitum á tónleikum í Andrews leikhúsinu á Ásbrú laugardaginn 27. apríl nk., á sjálfan kjördaginn. Þar er ætlunin að sveitirnar leiki saman lög eftir hljómsveitina Valdimar. „Lúðrasveitin mun renna inn í okkar músík,“ sagði Valdimar Guðmundsson í samtali við Víkurfréttir nú í vikunni. Valdarnir tveir í hljómsveitinni Valdimar, Þorvaldur Halldórsson og Valdimar Guðmundsson hafa unnið að útsetningunum ásamt fleirum, þeim Inga Garðari Erlendssyni og Ásgeiri Aðalsteinssyni sem er einn af meðlimum Hljómsveitarinnar Valdimars. hafa unnið að útsetningum á lögum sveitarinnar þar sem 40 manna lúðrasveit er bætt við hljómsveitina Valdimar. Samtals eru þetta 15 lög sem sveitirnar munu leika saman. Flutt verða lög af tveimur fyrstu plötum hljómsveitar- innar í nýjum og stórglæsilegum lúðrasveitarbúningi. Lúðrasveit Tónlistarskólans er skipuð 40 afbragðs nemendum og leikur undir styrkri stjórn Karenar Sturlaugsson. Hljómsveitina Valdimar þarf vart að kynna. Árið 2010 spruttu þeir fram á sjónarsviðið með útgáfu plötunnar Undraland og urðu í fram- haldi af því fljótlega ein af vinsælustu hljómsveitum landsins. Í fyrra gáfu þeir svo út plötuna Um Stund sem fékk gríðarlega góðar viðtökur frá gagnrýn- endum og naut mikilla vinsælda. Haraldur Árni Har- aldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, segir það mikil tímamót að Hljómsveitin Valdimar og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar efni til samstarfs. Valdimar sé ein af allra bestu hljómsveitum landsins í dag með söngvarann Valdimar Guðmundsson í fararbroddi. Þá sé Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar einnig í sínu allra besta formi þessa dagana. Hana skipi úrvalslið blásara sem eigi að baki margra ára spilamennsku. Þá sé einnig gaman að geta þess að mikil tengsl séu á milli lúðrasveitarinnar, hljóm- sveitarinnar Valdimars og Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Hljómsveitin Valdimar sé af stærstum hluta sprottin út úr bæði tónlistarskólanum og lúðrasveit- inni og þá séu margir af meðlimum Valdimars núna kennarar við tónlistarskólann. Það hafi því verið hæg heimatökin að setja upp þessa tónlistarveislu sem verður laugardagskvöldið 27. apríl nk. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og miðasala fer fram á midi.is. Miðaverð er 2000 kr. og það telst gjöf en ekki gjald fyrir þá tónlistarveislu sem boðið verður uppá í Andrews leikhúsinu. Þar verður mikið lagt upp úr hljóði og búið að taka á leigu bæði vandað hljóðkerfi og einnig fullorðins ljósashow. Tónleikarnir verða án hlés þannig að allir ættu að komast heim eða á kosningavökur í tæka tíð. Listahátíð sem á erindi við okkur öll, líka þá sem halda að hún sé bara fyrir hina. Sveitarfélögin á Suðurnesjum og MSS taka nú þátt í listahátíðinni List án landamæra í 5. sinn með 4 spennandi viðburðum sem íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt í og njóta. Dagskráin hefst í næstu viku á sumardaginn fyrsta með opnun samsýningar í Bíósal Duushúsa þar sem leiðir saman hesta sína fólk úr ólíkum áttum með fjölbreyttri myndlist. Á síðasta ári stóðu félagar í Björg- inni og fleiri fyrir Geðveiku kaffi- húsi í Svarta pakkhúsinu sem sló heldur betur í gegn með trufluðum veitingum og fjölbreyttum upp- ákomum. Nú ætla þau að endur- taka leikinn og eru allir hvattir til að fylgjast með viðburðum þar. Strætóskýli í bænum munu einnig fá nokkra andlitslyftingu sem von- andi lyftir einnig geðinu okkar og léttir okkar lund. Þá láta Bestu vinir í bænum sitt ekki eftir liggja og hafa nú í annað sinn sett saman nýja sýningu, Tímavélina, í Frum- leikhúsinu, sem enginn má láta framhjá sér fara. Ef þú misstir af þeim síðast skaltu ekki láta það gerast aftur. Fylgist með dagskrá í næstu Vík- urfréttum og á vef og Facebook Reykjanesbæjar. Lífið er yndislegt! Dagskráin er styrkt af Menningarsjóði Suðurnesja n List án landamæra á Suðurnesjum: Brýtur niður múra og bætir heiminn! Valdimar með Lúðra- sveit TR í Andrews Valdimar Guð- mundsson, Þor- valdur Halldórson, Karen Sturlaugsson og Haraldur Árni Haraldsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.