Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR28
Við sjálfstæðismenn höfum allt frá
því að herinn tilkynnti um brotthvarf
sitt staðið í baráttu
fyrir aukinni at-
vinnusköpun hér
á Suðurnesjum.
Baráttu fyrir því að
Suðurnesjamenn
hefðu tækifæri
til að sækja vel
launuð framtíðar-
störf.
Þessi barátta hefur verið unnin í sam-
vinnu við heimamenn og hefur Árni
Sigfússon verið þar fremstur í flokki
ásamt öðrum öflugum sveitarstjórna-
mönnum á svæðinu. Álverið í Helgu-
vík er gott dæmi um baráttumál sem
sjálfstæðismenn hafa staðið þétt á
bak við. Var svo komið að eftir undir-
búning ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar var fjárfestinga-
samningur loks samþykktur í apríl
2009. Allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði með fjár-
festingasamningnum. Þá stóð málið
vel og allt útlit fyrir að framkvæmdir
færu á fullt skrið.
Það var því miður fyrir okkur Suður-
nesjamenn að í kosningunum árið
2009 komst til valda fólk sem hefur
alla tíð haft horn í síðu orkunýtingar
og stóriðju, hvort sem er í formi ál-
vers eða annars orkufreks iðnaðar.
Framhaldið þekkjum við vel.
Hindranir voru settar í veg fyrir
orkuöflun vegna álversins sem, ásamt
öðrum atriðum, hefur tafið málið
eins og forstjóri HS Orku fór vel yfir
í grein í Morgunblaðinu 10. apríl
sl. Enn fremur var ráðist gegn hug-
myndum um uppbyggingu á heilsu-
tengdri ferðaþjónustu, tafir urðu á
uppbyggingu á gagnaveri Verne Glo-
bal og sömuleiðis var allt í uppnámi
á ríkisstjórnarheimilinu vegna ECA
flugverkefnisins. Sjávarútvegurinn
og ferðaþjónustan máttu þola óvissu
vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkis-
stjórnarinnar gagnvart þeim greinum
og nú í lok þingsins kom berlega í
ljós hversu lítill raunverulegur stuðn-
ingur við Helguvíkurhöfn var til
staðar af hálfu stjórnarflokkana. Þetta
eru aðeins nokkur dæmi um hvernig
Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa
haldið á málum á þessu kjörtímabili.
Nú berast fréttir af því að í stefnu-
skrá Framsóknarflokksins megi
finna ályktun sem ef af verður setur
orkuöflun fyrir álversframkvæmdir í
uppnám. Að HS Orka fái ekki virkj-
analeyfi nema fyrir 10 MW virkjanir
vegna eignarhalds þess fyrirtækis. HS
Orku er ætlað að skapa 150 MW af
orkunni til álvers í Helguvík.
Þann 27. apríl fáum við Suðurnesja-
menn tækifæri til að láta í okkur
heyra. Ég hvet ykkur þegar þið gangið
til kosninga til að hugleiða hvaða
flokkur sé líklegastur til að styðja í
raun atvinnuuppbyggingu á svæð-
inu. Ég vil sérstaklega nefna álverið í
Helguvík, sem er sú framkvæmd sem
mun tryggja vel launuð framtíðar-
störf fyrir okkur Suðurnesjamenn og
hátt í 1000 afleidd störf. Við sjáum vel
hvernig álverið á Grundartanga hefur
gjörbreytt aðstæðum á Akranesi þar
sem atvinnuleysi er lítið og meðal-
laun langt yfir meðallagi.
Sjálfstæðisflokkurinn mun stuðla að
því að verkefnið klárist. Við munum
hvetja einkaframtakið áfram og stuðla
að uppbyggingu annara atvinnutæki-
færa á svæðinu. Nýtum tækifærin –
hefjumst handa og sækjum fram!
Ragnheiður Elín Árnadóttur
Höfundur skipar 1. Sæti á
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi
Í tilefni að Grænum apríl ætlar Olís
í samvinnu við Reykjanesbæ að gefa
hverjum íbúa einn
svartan ruslapoka
og hvetja þannig
til umhverfisátaks
helgina 20.-21.
apríl nk.
Grænn apríl er
v e r k e f n i s e m
h ó p u r á h u g a -
fó l k s u m u m -
hverfismál hrinti í
framkvæmd í fyrsta sinn árið 2011.
Markmiðið er að fá ríkisstjórnina,
sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök
og einstaklinga til að kynna vöru,
þekkingu og þjónustu sem er græn
og umhverfisvæn og styður við sjálf-
bæra framtíð á Íslandi.
Aprílmánuður var meðal annars
valinn vegna þess að dagur jarðar
er haldinn hátíðlegur víða um heim
í apríl og hinn íslenski dagur um-
hverfisins er einnig í apríl ár hvert.
Jafnframt er apríl sá mánuður þar
sem Ísland er að vakna af vetrardvala
og því tilvalið að takast á hendur
verkefni sem snúa að umhverfinu.
Tilgangur félagsins er að vinna að
því að gera aprílmánuð að grænum
mánuði á Íslandi þar sem lögð er
áhersla á að kynna og bjóða upp á
upplýsingar um þekkingu, vöru og
þjónustu sem telst vera græn og um-
hverfisvæn. Með sameinuðu átaki er
ætlunin að gera umhverfisumræðuna
skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla
Íslendinga.
Grænn apríl er átak áhugafólks um
umhverfisvernd, grænt atvinnu-
líf og leiðtogamöguleika Íslands á
sviði sjálfbærni. Með því að sameina
kraftana má setja grænar framfarir
í sviðsljósið einn mánuð á ári og
kynna þannig fyrir almenningi öll
þau mikilvægu grænu verkefni, vörur
og þjónustu sem í boði eru á Íslandi
í dag.
Frekari upplýsingar um verkefnið er
að finna á www. graennapril.is
Laugardaginn 20. apríl nk. geta íbúar
Reykjanesbæjar tekið virkan þátt í
verkefninu og komið við á þjónustu-
stöð Olís - Básinn við Vatnsnesveg,
en þar er opið frá kl. 7.30-23.30, og
fá þar hver einn svartan ruslapoka.
Næst er svo að ganga um hverfið sitt
þessa helgi og týna upp ruslið sem á
vegi verður, loka pokanum vandlega
þegar hann er fullur og skilja eftir
við gangstétt eða þann stað þar sem
hverfisvinir geta nálgast hann.
Mánudaginn 22. apríl nk. tekur þjón-
ustumiðstöðin við ábendingum um
hvar poka er að finna í síma 420-
3200. Hverfisvinir fara því næst um
bæinn og koma pokunum á réttan
stað til förgunar.
Margar hendur vinna létt verk og
munum að þetta er bærinn okkar og
ábyrgðin okkar.
Kveðja Berglind Ásgeirsdóttir
Garðyrkjufræðingur
hjá Reykjanesbæ
Á vef Víkurfrétta þann 9. apríl er grein eftir Ingva Þór
Hákonarson þar sem komið er að málefnum HS Orku.
Ég tel að ekki verði hjá komist að
svara nokkrum atriðum sem þar
koma fram.
Ingvi fullyrðir að það að Suður-
nesjamenn ráði ekki lengur eigin
orkufyrirtækjum hafi seinkað upp-
byggingunni í Helguvík. Þetta er ekki
á nokkurn hátt rökstutt enda stenst
fullyrðingin ekki skoðun. Frá því HS
Orka varð til 2008 hafa hluthafar lagt
fyrirtækinu til 7,2 milljarða í auknu
hlutafé með vilyrði um frekari framlög, komi til fram-
kvæmda. Vegna þessa nýja hlutafjár stendur HS Orka
vel með yfir 53% eiginfjárhlutfall en án þess væri fyrir-
tækið á mörkum þess að brjóta skilmála lánasamninga
og þá ekki í stöðu til framkvæmda. Það er þetta nýja
hlutafé sem skapar HS Orku möguleika á að ráðast í
hugsanlegar framkvæmdir, náist samningar sem tryggja
lágmarks arðsemi. Það er öllum held ég ljóst að engra
slíkra framlaga hefði verið að vænta frá fyrri eigendum,
sveitarfélögum og ríkissjóði, sem allir hafa meira en nóg
með að sinna sínum skylduverkefnum. Ætla má sem
dæmi að nýjar 150 MW virkjanir kosti um 60 milljarða
og að eigið fé þyrfti þá að vera að lágmarki á bilinu
33–40% eða 20–24 milljarðar. Þeir tímar eru liðnir að
alfarið sé unnt að fjármagna framkvæmdir eingöngu
með lánsfé. Framkvæmdir af þessari stærðargráðu hefðu
því ekki verið mögulegar með óbreyttu eignarhaldi.
Varðandi ástæður seinkunar í Helguvík bendi ég á grein
mína í Morgunblaðinu 10. apríl sem einnig má finna á
heimasíðu HS Orku hf (hsorka.is)
Ingvi greinir líka frá þeirri stefnu Framsóknar að virkj-
anir yfir 10 MW skuli vera í eigu fyrirtækja sem a.m.k.
eru að 2/3 hluta í opinberri eigu. Ljóst er að þessu ákvæði
er sérstaklega beint gegn HS Orku sem er eina orku-
fyrirtækið sem ekki uppfyllir þessi skilyrði. Að halda því
svo fram að þetta hafi engin áhrif á hugsanlega bygg-
ingu álvers í Helguvík er í besta falli barnaskapur, með
slíku ákvæði væri HS Orka nánast dæmd frá verkefninu
því fyrirtæki sem ekki fær virkjunarleyfi leysir ekki
vandamál þeirra sem þurfa (mikla) orku. Ættu Lands-
virkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR) að taka alfarið
við verkefninu myndi það væntanlega rýra möguleikana
verulega auk þess sem það hlýtur að vera spurning hvort
rétt sé að slík uppbygging sé öll á ábyrgð skattgreiðenda
eins og á við um rekstur Landsvirkjunar og OR. Til þess
að HS Orka kæmist að 2/3 hlutum í opinbera eigu þyrfti
einhver opinber aðili að verja a.m.k. 30 milljörðum til
kaupa á hlutafé miðað við gengi í síðustu viðskiptum.
Til þess að HS Orka gæti afhent 150 MW til álvers í
Helguvík þyrfti þá einhver opinber aðili að leggja fram
yfir 50 milljarða til hlutafjárkaupa og til fjárfestinga.
Hverjum dettur eiginlega í hug að trúa að slíkt geti gerst
við núverandi aðstæður a.m.k.
Ingvi nefnir síðan fordæmi Norðmanna og það er rétt
að þar eru svipaðar reglur í gildi. Þar voru hins vegar
ekki til staðar öflug fyrirtæki í greininni sem verið var
að svipta möguleika til nýtingar virkjunarkosta sem
mikil vinna og fjármunir höfðu verið lagðir í. Má telja
víst að slíkar reglur tækju ekki gildi án greiðslu umtals-
verðra skaðabóta. Ég held að ég hafi rétt fyrir mér þegar
ég segi að í Noregi voru reglurnar settar til að opna á
þátttöku einkaaðila í ríkisfyrirtækjum, innan vissra
marka, en ekki settar til höfuðs einu eða fleiri orkufyrir-
tækjum. Ástæða þess að Norðmenn vildu opna á þessa
þátttöku var í meginatriðum tvíþætt. Að fá fjármagn frá
einkageiranum til fjárfestinga og svo að það auðveldaði
þeim að setja fyrirtækjunum skýrar reglur til að tryggja
að eðlileg rekstrarsjónarmið réðu rekstrinum en ekki
pólitísk afskipti sem við þekkjum allt of vel hér á landi
hjá opinberu fyrirtækjunum. Þær reglur sem Fram-
sókn setur fram um tengingu veitingu virkjunarleyfa
við eignarhald eru einfaldlega of seint fram komnar,
þær hefðu þurft að koma þegar öll fyrirtækin voru í
opinberri eigu og forsendur fjárfesta þá ljósar.
Júlíus Jónsson
Forstjóri HS Orku hf
PÓSTKASSINN
n Berglind ásgeirsdóttir sKriFAr: n rAgnheiður elín árnAdóttir sKriFAr:
n júlíus jónsson sKriFAr:
Einn svartur ruslapoki! Klárum verkefnið – tryggjum
vel launuð framtíðarstörf
HS Orka – eignarhald og
möguleikar til fjárfestinga
AÐALFUNDUR
STARFSMANNAFÉLAGS
SUÐURNESJA
Verður haldinn fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00
á Icelandair hóteli við Hafnargötu í Reykjanesbæ
Venjuleg aðalfundarstörf,
samkvæmt lögum félagsins.
Lagabreytingar
Önnur mál
Kaffiveitingar
Félagar hvattir til að mæta
Stjórn STFS
VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR
Í PÍPULÖGNUM
STÓR SEM SMÁ VERK
Upplýsingar í síma 842 6000
og á netfangið bennipip@simnet.is
Benni pípari ehf er í Félagi Pípulagningameistara
og er löggiltur pípulagningameistari.