Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 FRÉTTIR AKURSKÓLI ATVINNA Kennarar óskast Viltu vinna á faglegum, kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað? Þá er Akurskóli staðurinn fyrir þig. Akurskóli óskar eftir kennurum til starfa næsta skólaár. Starfssvið: Almenn kennsla Heimilisfræðikennsla Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla Þekking á þeirri hugmyndarfræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu Góð mannleg samskipti Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Akurskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum til starfa næsta skólaár. Starfssvið: Starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, aðstoðar í matar- og nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum Menntunar- og hæfniskröfur: Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg s.s. sjúkraliðanám Hæfni í mannlegum samskiptum Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is AÐALFUNDUR FASTEIGNA REYKJANESBÆJAR EHF. verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl nk. kl. 15:00 í fundarsal bæjarráðs, Tjarnargötu 12. BÓKASAFNIÐ LOKAÐ Í MAÍ Starfsfólk undirbýr nú flutning safnsins í ráðhús Reykjanesbæjar, að Tjarnargötu 12. Safnið verður því lokað allan maímánuð og opnað á nýjum stað í júníbyrjun. Þú getur hjálpað með því að taka eins margar bækur að láni og þú getur borið í apríl. Engar sektir falla á safngögn sem skila á í maí en skilakassinn verður þó staðsettur utan við núverandi húsnæði í Kjarna, fyrir þá sem vilja skila. Stór-tónleikar í Andrews leikhúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ, laugardaginn 27. apríl kl.19.30 Aðgöngumiðar seldir á midi.is Miðaverð aðeins kr. 2000 Skólastjóri LÚÐRASVEIT TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR OG HLJÓMSVEITIN VALDIMAR Rýmingarsala í verslun Hertex við Hafnargötu Hertex, fatamarkaður Hjálp-ræðisherins við Hafnargötu, lokar þann 1. maí nk. Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ hefur í þrjú ár verið með fatamarkað og súpueldhús að Hafnargötu 50 í Keflavík. Frá 1. maí eru aðrir aðilar sem taka við í þessum húsakynnum og er Hjálpræðisherinn því þessa dagana að leita að nýjum stað fyrir þessa starfsemi ásamt flokkun á notuðum fatnaði. Hertex verður því með rýmingar- sölu dagana 22.-27. apríl þar sem hægt verður að kaupa fatnað á 100 krónur flíkina eða fylla heilan poka fyrir aðeins 1500 kr. Á uppstigningardag, 9. maí munu svo unglingar í Hjálpræðishernum halda fjáröflun, með flóamarkað, kaffi- og kökusölu í „Gömlu Grá- gás“ að Vallargötu 14. Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ og sjálfboðaliðar í Hertex vilja þakka öllum viðskiptavinum og þeim sem gefið hafa fatnað fyrir stuðninginn. Spila í Saturday Night Live Íslenska hljómsveitin Of Mon-sters And Men mun spila í frægasta grínþætti veraldar, Saturday Night Live þann 4. maí næstkomandi. Í þættinum koma yfirleitt fram vinsælir tónlistar- menn sem eru að gera það gott og hafa margir þekktustu listamenn veraldar komið fram í þættinum í gegnum tíðina. Meðal þeirra tónlistarmanna sem spilað hafa í þættinum á þessu ári eru: Justin Beiber, Justin Timberlake, Kend- rick Lamar, Phoenix og Mackle- more and Ryan Lewis. Þátturinn er einn vinsælasti sjónvarps- þátturinn vestanhafs og hefur hann verið á skjánum frá árinu 1975. Kynnir og gestaleikari þáttarins verður gamanleikarinn Zach Ga- lifinakis sem er hvað best þekktur fyrir leik sinn í Hangover mynd- unum. Ferðamálasamtök Suðurnesja og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum skrifuðu á dög- unum undir samstarfssamning um að efla menntun á meðal starfsfólks í ferðaþjónustu á Suðurnesjum og auka þar með fagmennsku i greininni. Í tilefni af því voru Sævar Baldurs- son formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Guðjónína Sæ- mundsdóttir forstöðumaður Mið- stöðvar símenntunar beðin um að útlista hvað felst í samningnum og hvar ferðaþjónustan á Suðurnesjum stendur í dag. „Þetta samstarf er afar ánægjulegt fyrir Miðstöð símenntunar en við höfum verið að sinna fræðslu í ferðaþjónustunni undanfarin ár og m.a. hafa útskrifast leiðsögumenn frá okkur, Færni í ferðaþjónustu hefur verið í boði hjá okkur undan- farin ár og fjölmörg stutt námskeið m.a. fyrir sumarstarfsfólk. Við höfum mikinn hug á að efla þekk- ingu innan greinarinnar og auka þar með gæði hennar. Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg atvinnugrein og ekki síst hér á svæðinu og mikil- vægt að við getum nýtt hana sem mest. Góð þekking á svæðinu eykur eyðslu ferðamanna en mikilvægt er að geta leiðbeint um hvar séu flottir og áhugaverðir staðir, hvar veitingastaðir eru, hvaða afþreying sé í boði svo dæmi séu tekin. Ef við beinum öllum til Reykjavíkur þá fer líka gjaldeyrinn þangað“ segir Guðjónína. Samkvæmt Sævari hefur mikið skort á menntunartækifæri í ferða- þjónustugreininni og því ber að fagna að MSS hafi átt frumkvæði að aukinni menntun í ferðaþjónustu sem verður til að byrja með stutt og hnitmiðuð námskeið og seinna meir stærri námskeið og náms- leiðir. FSS hvetur alla aðila sem á beinan eða óbeinan hátt tengjast ferðaþjónustu að kynna sér þessar námsleiðir. Sævar bendir á að það eru til að- ilar í ferðaþjónustu án þess að gera sér grein fyrir því, það er starfsfólk bensínafgreiðslustöðva, veitinga- staða, dekkjaverkstæða og fleiri staða sem ferðamenn koma inn á og þessa aðila þarf að virkja til að aðstoða við að bæta ferðaþjónustu og afkomu á svæðinu með því að beina ferðamanninum inn í bæjar- félögin og kaupa þar þjónustu. „Ferðaþjónustuaðilar standa sig misvel og vantar að vinna betur saman að sameiginlegum verk- efnum til að auka sinn hlut af kök- unni. Það má segja að við eigum mörg ónýtt tækifæri sem hægt er að vinna að í sameiningu og auka þarf fagmennsku í greininni, ásamt því að auka upplýsingastreymi til ferðamanna, vekja athygli þeirra á Reykjanesinu áður en til landsins er komið. Brýnustu verkefnin sem framundan eru, er að efla afþrey- ingu og að mynda „pakka“ til að selja ferðamönnum, einnig þarf að huga að starfsmenntun og meiri fagmennsku í samskiptum við ferðamenn og efla markaðssetningu svæðisins yfir heildina með sam- vinnu við Markaðsstofu Reykjaness en það fyrirkomulag verður kynnt ferðaþjónustufyrirtækjum á næst- unni“ segir Sævar. Sævar Baldursson, formaður Ferðamálasamtakanna og Guðjónína Sæmundsdóttir, framkvæmdatjóri MSS undirrituðu samninginn. VF-mynd/pket. Samningur um eflingu menntunar í ferðaþjónustu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.