Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. apríl 2013 17 SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS ALLIR VELKOMNIR VORSÝNING NEMENDA 2013 SUNNUD. 21. APRÍL kl. 14:00 og kl. 16:30 ANDREWS LEIKHÚS, FLUGVALLARBRAUT 700, ÁSBRÚ Miðaverð Kr.1900 LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN INNTÖKUPRÓF Á LISTDANSBRAUT fyrir skólaárið 2013-2014 mánud. 13. maí í BRYN hefst þriðjud. 21. maí Sumarnámskeið BRYN Gleðilegt sumar! Opni dagurinn á Ásbrú verður haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta, sem er á fimmtudaginn í næstu viku. Eins og undanfarin ár verður dagur- inn með yfirbragði karnivals en svoleiðis hátíðir voru mjög vinsælar þegar varnarliðið réð ríkjum þar sem nú er Ásbrú. Nú er dagskrá opna dagsins að taka á sig endanlega mynd en undanfarnar vikur hafa þau Diljá Ámundadóttir og Unnsteinn Jó- hannsson, sem eru verkefnastjórar opna dagsins, unnið að því að setja saman dagskránna og fá skemmti- krafta og annað fólk sem þarf til að skapa góða karnival-stemmningu. Víkurfréttir tóku hús á Unnsteini nú í vikunni sem sagði okkur frá ýmsu sem verður á dagskránni á Ásbrú næsta fimmtudag, á sumar- daginn fyrsta. Dagskrá opna dagsins verður með svipuðu sniði og í fyrra en þá heppnaðist dagurinn einstaklega vel og þúsundir lögðu leið sína á Ásbrú til að njóta skemmtunar í kvikmyndaverinu Atlantic Studios eða til að kynna sér nám í Keili. Í ár er ætlunin að skerpa enn frekar á karnival-stemmningunni og skapa upplifun eins og í alvöru amerískri sveitaferð. Eins og í fyrra verður alvöru draugahús og leikir ýmiskonar. Fornbílaklúbburinn hefur boðað komu sína og þyrla Landhelgis- gæslunnar ætlar einnig að heiðra gesti með nærveru sinni. Þá verður Norðurflug einnig á staðnum og ætlar að bjóða upp á útsýnisflug með þyrlu gegn gjaldi ef aðstæður leyfa. Í Atlantic Studios verða margir básar og ýmiskonar kynningar. Íþróttafélögin í Reykjanesbæ verða með ýmislegt í boði og á staðnum verður hægt að fá veitingar, m.a. á ameríska vísu. Þá verður söngur og fjör þar sem Ingó veðurguð og Ávaxtakarfan koma m.a. við sögu. Bandaríska sendiráðið á Íslandi ætlar að taka virkan þátt í hátíðar- höldunum og mun í samstarfi við opna daginn á Ásbrú vera með „American Pie“-keppni þar sem almenningi gefst kostur á að keppa í bakstri á amerískum bökum. Keppt verður í þremur flokkum, þ.e. eplaböku, berjaböku og svo með frjálsri aðferð. Bandaríski sendiherrann verður í dómnefnd og veitt verða verðlaun sem ný- lega hafa verið keypt í Ameríku og eru eftirsóknarverð. Einnig verður veitingastaða-keppni í því hver gerir besta Chili con Carne. Það er sá réttur sem hvað mest á heima á karnivali sem þessu og enginn maður með mönnum nema hann fái sér gott Chili con Carne. Sendiherrann verður einnig í þeirri dómnefnd, enda mikill áhugamaður um réttinn og veit sínu viti um Chili. Skráning er hafin í keppnirnar og hægt að skrá sig á keppni@asbru.is og nánari upplýsingar má nálgast þar eða í síma 662 2204. Skorað er á almenning og veit- ingamenn á Suðurnesjum að halda heiðri Suðurnesja uppi og skrá sig til leiks og keppa um hver gerir besta pie-ið og Chili con Carne á Íslandi. Dagskráin verður ekki bara í Atlantic Studios því í Keili verður kynning á námi og þar mun tón- listarmaðurinn Snorri Helgason spila. Í Sporthúsinu verða kynn- ingar í tilefni dagsins og opnir tímar. Þar verða einnig kynningar á fæðubótarefnum. Í Eldey verður opið hús þar sem fyrirtækin þar kynna sína starfsemi og Heklan kynnir sitt starf. Auk fornbíla á útisvæði þá verða einnig tæki frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Til dæmis verður stærsti slökkvibíll lands- ins á staðnum og þá má búast við mótorhjólum af öllum stærðum og gerðum. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta karnival-stemmninguna á sumar- daginn fyrsta á Ásbrú fram hjá sér fara en hátíðarhöldin standa yfir frá kl. 13-16 fimmtudaginn 25. apríl nk. Hátíðin verður nánar auglýst í Víkurfréttum í næstu viku. ásbRú Karnival-stemmning og American Pie - á opnum degi á Ásbrú sem haldinn verður á sumardaginn fyrsta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.