Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is s / Velkomin á sameiginlegt vísindaþing SKI og SGLI Agætu kollegar og aðrir þinggestir Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Islands og Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags íslands er nú haldið í 11. sinn. Uppbygging þingsins er með svipuðu sniði og síðastliðin þrjú ár en þingið hefur vaxið með hverju árinu. Félögin hafa leitast við að hafa málþing fjölbreytt og fengið til landsins æ fleiri erlenda fyrirlesara og vísindamenn til að leiða þingin í samstarfi við íslenska kollega. Kynning rannsóknarverkefna hefur skipað verðskuldaðan sess og hefur það verið sérstakt markmið okkar að tefla fram ungum vísindamönnum og vinnu þeirra. Góður rómur hefur verið gerður að þessu og þátttaka aukist ár frá ári sem er ánægjulegt. Flestir geta því tekið undir að hér sé um mikilvægan vettvang vísindauppskeru og félagslífs að ræða. En betur má ef duga skal og mikilvægt að gera þingið enn öflugra. Þarna leika félagsmenn aðildarfélaganna lykilhlutverk, en þeir geta m.a. komið með tillögur að dagskrá málþingá í samvinnu við skipuleggjendur. Mikilvægast er þó að sem flestir mæti og taki virkan þátt í dagskránni, sá ávinningur er bæði fræðilegur og félagslegur. I þeirri viðleitni okkar að efla þingið höfum við unnið að því að fá með okkur fleiri sérgreinafélög, þar á meðal Félag slysa- og bráðalækna. Stærra þing hefur meira aðdráttarafl, bæði fyrir lækna en ekki síður þau fyrirtæki sem styðja myndarlega við bakið í ár eins og svo oft áður. Um leið og við bjóðum ykkur velkomin á þingið er það einlæg von okkar að þið hafið gagn og gaman af þeirri dagskrá sem boðið er upp á. Kári Hreinsson, formaður SGLÍ Tómas Guðbjartsson, formaður SKÍ Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 300 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né i heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi. Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík Forsíðumynd: Myndina tók Ragnar Th. Sigurðsson Ijósmyndari árið 2009. ISSN: 0254-1394 LÆKNAblaðið 2009/95 3

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.