Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 10
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 59 E-07 Samantekt brjóstauppbygginga eftir brottnám á Landspítala 1997-2009 Svanheiður L. Rafnsdóttir1, Rut Gunnarsdóttir2, Þorvaldur Jónsson3, Þórdís Kjartansdóttir1 ’Lýtaskurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands, 3skurðlækningadeild Landspítala svanheidur@gtnail.com Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að safna upplýsingum um brjóstauppbyggingar sem gerðar voru á Landspítala síðastliðin tólf ár. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók saman allar brjóstauppbyggingar bæði tafarlausar og síðbúnar tímabilið 1997-2009. Farið var yfir aldur sjúklinga, gerð og fjölda aðgerða, legutíma, fylgikvilla og hvort gerð var aðgerð á heilbrigða brjóstinu. Niðurstöður: Heildarfjöldi aðgerða var 520. Aukning var á fjölda aðgerða, mest um 71% aukning milli áranna 2005-2007. Hlutfall tafarlausra brjóstauppbygginga var 28% af heildarfjölda aðgerða og breyttist lítið milli ára. Hlutfall sjúklinga sem fékk sermigúl eftir LD-flipa var 20%. Kviðslit fengu 15,4% eftir TRAM-flipaaðgerð. Drep kom í 37% af TRAM-flipum, 8% af LD-flipum og 2% tilvika þar sem vefjaþenjari var notaður. Marktækur munur var á fjölda legudaga eftir aðgerðategund, lengstur fyrir flipa-aðgerðir en stystur fyrir aðgerðir með ígræði. Fjöldi aðgerða með vefjaþenjara stóðu í stað, flipaaðgerðum fækkaði og mesta aukningin var á aðgerðum með ígræði þar sem tíðni fylgikvilla er lægst. Ályktun: Aðgerðatækni hefur breyst og brjóstauppbyggingum fjölgað. LD-flipaaðgerðir hafa tekið við af TRAM-flipaaðgerðum. Undir lok tímabilsins eru aðgerðir með ígræði algengasta tegund aðgerða sem getur bent til þess að konur sækist í einfaldari aðgerðir. E-08 Fjölbreytilegt notagildi latissimus dorsi vöðvans í tafarlausum brjóstauppbyggingum og áhrif á eftirmeðferð Ami Þór Amarson, Kristján Skúli Ásgeirsson Skurðlækningadeild Landspítala amithor@landspitali.is Inngangur: í vaxandi mæli er íslenskumbrjóstakrabbameinssjúk- lingum boðið að gangast undir tafarlausa brjóstauppbyggingu. Slíkt getur haft mikið vægi fyrir lífsgæði en mikilvægt er að aðgerðirnar séu áreiðanlegar og seinki ekki fyrirhugaðri eftirmeðferð. Efniviður og aðferðir: Við skoðuðum afturskyggnt allar brjósta- krabbameinsaðgerðir þar sem latissimus dorsi (LD) vöðvinn var notaður til tafarlausrar heilbrjósta- eða hlutabrjóstuppbyggingar á Landspítala á tímabilinu ágúst 2007 til mars 2009. Snemmkomnir fylgikvillar voru metnir og kannað hvort aðgerðirnar seinkuðu eftirmeðferð. Niðurstöður: Hlutabrjóstuppbygging (LD-miniflipi) var gerð hjá 6 og heilbrjóstauppbygging hjá 10. Meðalaldur var 50 ár (33-69). Þrettán voru með ífarandi brjóstakrabbamein og 3 með setkrabbamein (DCIS). ígræði var notað undir LD vöðvann hjá 2 en brjóstaminnkun á hinu brjóstinu gerð hjá 4. Húðin yfir vöðvanum var notuð til geirvörtuuppbyggingar í sömu aðgerð hjá 6. Meðalaðgerðartíminn var 284 mínútur (313-534). Einn sjúklingur fékk blóðkökk, minniháttar drep á brjósthúð kom fyrir hjá 2 og 1 fékk afmarkað fitudrep í flipann. Ellefu sjúklingar fengu sermigúl á bakið. Átta fengu krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerð og var meðaltími frá aðgerð 32 dagar (23-43). Ályktun: LD vöðvinn hefur fjölbrey tilegt notagildi til tafarlausrar brjóstauppbyggingar. Fylgikvillar hafa verið minniháttar og seinka ekki eftirmeðferð. E-09 Áhrif aukinnar sérhæfingar í skurðaðgerðum vegna brjóstakrabbameina: Hver eru þau og hver er stefnan? Höskuldur Kristvinsson1, Þorvaldur Jónsson', Aðalbjöm Þorsteinsson2, Þórdís Kjartansdóttir1, Kristján Skúli Ásgeirsson' 'Skurðdeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala kriskuli@landspitali.is Inngangur: Aukin sérhæfing á sér stað innan flestra sviða læknisfræðinnar. Afleiðing þessarar þróunar innan brjóstaskurðlækninga hefur verið sú að nýjar tegundir aðgerða („oncoplastik") hafa litið dagsins ljós. Hér á landi hefur konum, nýgreindum með brjóstakrabbamein, í vaxandi mæli verið boðið upp á aðgerðir af þessu tagi og er markmið þessarar rannsóknar að meta áhrif þeirra á starfsemi brjóstaskurðdeildar Landspítalans. Efniviður og aðferðir: Tvö ár voru skoðuð, 2006 og 2008, og samanburður gerður á ýmsum þáttum skurðmeðferðar, sjúkrahúslegu og göngudeildarstarfsemi. Upplýsingar voru fengnar úr skráningarkerfi skurðstofa, göngudeildar og frá hag- og upplýsingasviði Landspítalans. Niðurstöður: Árið 2006 greindust 184 sjúklingar með ífarandi brjóstakrabbamein og 21 með setkrabbamein (DCIS) (samtals 205), samanborið við 189 og 13 (samtals 202) árið 2008. Aðgerðarfjöldinn jókst um 5% (273/260). Árið 2008 voru "onkóplastík" brjóstaskurðaðgerðir gerðar hjá 47 sjúklingum (tafarlausar uppbyggingar 29, fleygskurðir með brjóstaminnkunaraðferðum -"therapeutic mammoplasty", 18), samanborið við 10 árið 2006 (allar tafarlausar uppbyggingar). Heildaraðgerðartími jókst um 68% (27571 mín/16389 mín) og meðalaðgerðartími um 55% (101 mín/65 mín). Meðallegutíminn á deild jókst um 22% (2,2 dagar/1,8 dagar). Komur á göngudeild jukust um 265% (916/346). Ályktun: Umfang þjónustunnar í tengslum við skurðmeðferð brjóstakrabbameinssjúklinga á LSH hefur stóraukist þrátt fyrir óbreytt nýgengi. Að mestu má rekja þetta til aukinnar notkunar sérhæfðra aðgerða (onkóplastík). í ljósi þessara niðurstaðna er mikilvægt að skoða bæði kostnað og gæði þjónustunnar, auk áhrifa aðgerðanna á lífsgæði kvennanna. Taka skal tillit til allra þessara þátta við framtíðarstefnumörkun á sviði skurðlækninga við brjóstakrabbameini. 10 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.