Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 11
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 59 E-10 Minnka verkirnir, gera spelkur gagn? - Rannsókn á "Unloader one“ slitgigtarspelku Þorvaldur Ingvarsson* 1'2'3, Elín B. Harðardóttir4, Lárus Gunnsteinsson5, Jónas Franklín’ 1Bæklunardeild Sjúkrahúss Akureyrar, 2Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Akureyrar, 4Sjúkraþjálfun íslands, Suðurlandsbraut Reykjavík,3læknadeild Háskóla íslands, 5Össur h/f thi@fsa.is Inngangur: Slitgigt er algengur sjúkdómur sem eykst með aldri. Helstu einkenni hné slitgigtar eru verkir, stífleiki, helti og þegar verst lætur örkuml. Slitgigtarspelkur eru hannaðar til að minnka álagið á því liðhólfi í hné sem slitið er og verkir koma frá. Því er haldið fram að þær breyti álagsöxulinum í hnénu og við það minnki verkir og virkni aukist. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort slitgigtar- spelka "Unloader One" minnkaði verki og yki færni hjá sjúklingum með slitgigt í hné. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem greindir voru með slitgigt og höfðu fengið tilvísun læknis á notkun slitgigtarspelku (Unloader One) var boðið að taka þátt í rannsókninni. Sjúklingar svöruðu WOMAC og EQ5D spurningalistum fyrir notkun spelkunnar, eftir 3 vikur, 3 og 6 mánuði. Röntgenmyndir voru metnar eftir Kellgrene & Lawrence (K&L) flokkun. Marktækni var reiknað með t-prófi. Leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar var aflað. Niðurstöður: Áttatíu og tveir tóku þátt, 33 konur og 49 karlar. Meðalaldur var 65,5 ár (40-86). Tæplega 90% sjúklinganna höfðu slit miðlægt í hné og höfðu meira en helmingur slæmt eða mjög slæmt slit samkvæmt K&L flokkun (K&L 3 eða 4 ). Meðal BMI fyrir karla var 30,3 (22,3-46,5) og fyrir konur 31,0 (22,7-47,3). Átta sjúklingar voru á biðlista eftir gerviliðsaðgerð á hné og fóru fimm í aðgerð á rannsóknartímanum. Fimm aðrir hættu vegna verkja eða þess að spelka erti þá eða meiddi. Heildarstigafjöldi WOMAC var tæplega 50 sem lækkaði niður í 36 eftir 3ja vikna notkun spelkunnar. Hélst lækkunin í sex mánuði. Fyrir allar þrjá undirflokka WOMAC spurningalistans þá lækkaði stiga fjöldi marktækt fyrir verki (p<0,001), stífleika (p<0,001) og færni (p<0,001). Lífsgæði sjúklinga bötnuðu einnig samkvæmt EQ5D. Ályktun: Sjúklingar með slit í hné sem notuðu slitgigtarspelkuna (Unloader One) juku marktækt færni sína og upplifðu marktækt minnkaða verki frá hnénu. Slitgigtarspelkan virðist vera nýr möguleiki til meðferðar á slitgigt í hné. E-11 Hryggbrot hafa áhrif á hreyfigetu, styrkleika og innlögn á sjúkrahús Brynjólfur Mogensen3-6, Kristín Siggeirsdóttir12, Thor Aspelund16, Gunnar Sigurðsson3-6, Lenore Launer4, Tamara Harris4, Brynjólfur Y. Jónsson5, Vilmundur Guðnason1-6 1Hjartavernd, 2]anus endurhæfing ehf, 3Landspíta!i, *öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, 5bæklunardeild háskólasjúkrahússins í Málmey, Svíþjóð, ‘Háskóli íslands brynmog@lmdspitali.is Inngangur: Öldruðum fjölgar og því er mikilvægt að rannsaka hvaða þættir hafa áhrif á styrk og hreyfifæmi. Markmiðið var að skoða áhrif hryggbrota (HB) og vitræna skerðingu (VS) á styrk og hreyfifærni einstaklingsins, fylgisjúkdóma og sjúkrahúsinnlögn. Aðferð: Einstaklingum úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar (HV) (n=5371) var skipt í þrennt. Engin brot, önnur brot en HB og HB. Áhrif HB og VS á færni voru mæld með "Timed up and go" (TUG), 6 m göngu, grip- og lærisstyrk. Brotagagnagrunnur HV var notaður til að staðfesta beinbrot. VS var staðfest af vísindanefnd. Niðurstöður: Algengi HB jókst með aldri og var marktækt hærri hjá konum (p<0,0001). Áhrif HB gætti svipað hjá báðum kynjum en kvk höfðu almennt lakari færni. Samfelld hnignun var á niðurstöðum í öllum færniprófum milli brotahópa. Óbrotnir stóðu sig best en HB verst. í 6 m göngu, TUG og lærisstyrk stóðu konur með HB sig lakar en þær óbrotnu. Miðað við óbrotna höfðu einstaklingar með HB sögu marktækt oftar lagst inn á sjúkrahús fyrir 1/3 2002, OR 2,8 (1,8-4,4)) og einnig samkv. 30 m eftirfylgni, HR 1,2 (1,1-1,3) p<0,0001, önnur brot, HR 1,4 (1,2- 1,6), p<0,0001. Karlar lögðust oftar inn en konur. Mjaðmarbrot höfðu ekki truflandi áhrif á niðurstöðurnar. Óbrotnir dvöldu skemmst inni á sjúkrahúsi og HB lengst, karlar lengur en konur (p<0,0001). HB höfðu marktækt meiri bakverki, magavandamál og tóku meiri verkjalyf. Þetta útskýrir aðeins lítinn hluta af auknum legudagafjölda.VS hafði áhrif á árangur færniprófa en ekki var um víxlverkun við beinbrot að ræða. Ályktun: Einstaklingar með sögu um hryggbrot eru í aukinni hættu á að lenda á sjúkrahúsi og liggja lengi inni. Hreyfifærni og styrkur þeirra er lakari og verkjalyfjataka meiri. Vitræn skerðing hefur í för með sér lakari færni en er óháð beinbrotasögu. E-12 Krabbamein í nefi og afholum nefs á íslandi 1990- 2006 Hannes Þ. Hjartarson Háls-, nef- og eyrnalækningadeild Landspítala hanneshj@mi.is Inngangur: Gerð var afturvirk rannsókn á krabbameini í nefi og afholum nefs (sinonasal cancer) á 15 ára tímabili með tilliti til staðsetningar, vefjameinafræði, meðferðar og lífslíkna. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að flest krabbameinin voru staðsett í sjálfum nefgöngum (57%), flest voru af flöguþekjuuppruna (57%), næst komu sortuæxli. 5 ára lífslíkur eru yfir 50%. Ályktun: Meðferð byggist fyrst og fremst á radical excision en á öllum T2 og stærri æxlum er einnig gefin geislameðferð. E-13 Fyrstu tilfelli á íslandi af enduruppbyggingu á kjálka með fríum dálkflipa Svanheiður L. Rafnsdóttir1, Arnar Þ. Guðjónsson2, Júlíus H. Schopka3, Hannes Þ. Hjartarson2, Hannes Petersen2, Jens Kjartansson1, Þórir Auðólfsson4, Gunnar Auðólfsson1 1Lýtaskurðlækningadeild, 2háls-nefog eyrnaskurðdeild, 3kjálkaskurðdeild Landspítala, 4Department ofPlastic and Reconstructive Surgery, Uppsala University Hospital, Uppsala, Sweden svanheid u r@gmail.com LÆKNAblaðið 2009/95 1 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.