Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Síða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Síða 22
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 59 að fyrirferðinni sem lá umlukin fitu í miðmætinu. Sjúklingur útskrifaðist 2 dögum eftir aðgerð með eðlilegt S-jóniserað Ca2+. Við eftirlit þremur vikum eftir aðgerð var hann almennt hressari en fyrir aðgerð, liðeinkenni horfin og vitsmunageta eins og áður. Einu ári frá aðgerð er hann einkennalaus með eðlileg blóðpróf. Ályktun: Einkenni kalkvakaóhófs geta verið óhefðbundin, til dæmis voru lið- og vöðvaeinkenni mest áberandi sem rekja má til hækkaðs kalks í blóði. Sjaldgæft er að stækkaðir kalkkirtlar finnist í brjóstholi. Sjúkdóminn er hægt að lækna með skurðaðgerð sem í þessu tilviki varð umfangsmeiri vegna bringubeinsskurðar. V-07 BREAST-Q - Fyrsti sérhæfði lífsgæðaspurningalisti fyrir konur sem gangast undir aðgerðir vegna brjóstakrabbameins Svanheiður L. Rafnsdóttir* 1, Regína Ólafsdóttir2, Jens Kjartansson', Kristján Skúli Ásgeirsson3, Guðmundur M. Stefánsson', Þórdís Kjartansdóttir1 1Lýtaskurðlækningadeild, 2sálfræðipjómtsta, 3skurðlækrtingadeild Landspítala svanhcidur@gmail.com Inngangur: BREAST-Q er nýr lífsgæðaspurningalisti sem skoðar ýmsa þætti hjá konum sem gangast undir brjóstaaðgerðir. Notkun hans er byrjuð í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Síðustu ár hafa átt sér stað miklar framfarir í brjóstauppbyggingum en hingað til hafa rannsóknir að mestu leyti snúist um mat á vandkvæðum aðgerða og á mati á ljósmyndum eftir aðgerð. Nú er krafan um áhrif aðgerða á lífsgæði orðin meiri og þörf er á að skoða fleiri þætti. Efniviður og aðferðir: BREAST-Q var hannaður af Sloan- Kettering stofnuninni í USA og nýlega þýddur á íslensku. Skoðar hann ýmsa þætti brjóstauppbyggingar, meðal annars ánægju með útlit brjósta, heildarútkomu, ánægju með umönnun, félagslega líðan, kyn-ímynd og almenna líðan. Fyrirhugað er að leggja BREAST-Q fyrir allar þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein sem í kjölfarið gangast undir aðgerðir. Niðurstöður: Rannsakað verður hvort lífsgæði kvenna breytist við uppbyggingu brjósta og hvort lífsgæði kvenna sem hafa farið í uppbyggingu séu betri en þeirra sem hafa farið í brottnám án uppbyggingar. Mismunandi skurðaðgerðir verða bornar saman. Ályktun: BREAST-Q bætir við upplýsingum um árangur brjóstauppbygginga sem ekki hafa verið skoðaðar hér á landi og hjálpar við val á aðgerðum. Að auki verður hægt að veita sjúklingum ýtarlegri upplýsingar um hugsanleg áhrif aðgerða á ýmsa þætti. Kynnt verður íslensk útgáfa BREAST-Q. V-08 Hulinn DIEP-flipi; Nýr valkostur við endurbyggingu brjósta með að nýta sér ígræðanlegan Cook-Swartz Doppler nema Warren M. Rozen', Iain S. Whitaker2, Marcus JD. WagstafP, Gunnar Auðólfsson1, Þórir Auðólfsson5, Rafael Acosta5 'Jack Brockhoff Reconstructive Plastic Surgery Research Unit, Department of Anatomy and Cell Biology, The University of Melboume, Grattan St, Parkville, Victoria, Australia; 2Department of Plastic, Reconstructive and Burns Surgery, The Welsh National Plastic Surgery Unit, The Morriston Hospital, Swansea, UK; 3Department of Plastic Surgery, University Hospitals of Sheffield, Herries Road, Sheffield, UK; 4Lýtalækningadeild Landspítala; 5Department of Plastic Surgery, Uppsala Clinic Hospital, Uppsala, Sweden gunnarau@gmail.com Bakgrunnur: Við uppbyggingu brjósts eftir brottnám þar sem varðveitt eru húð og brjóstvarta með vörtubaug næst náttúrulegastur árangur með fríum flipa. Hefðbundið er að hafa húðeyju á flipanum til að gera kleift eftirlit með blóðflæði. Með því að nýta sér ígræðanlegan Cook-Swartz Doppler nema er mögulegt að fylgjast með blóðflæði án húðeyju og þannig hylja flipann að fullu. Endurbyggða brjóstið verður enn náttúrulegra. Aðferð: Lýst er beitingu Cook-Swartz Doppler nema við enduruppbyggingu brjósta fjögurra sjúklinga (hjá þremur í báðum brjóstum og hjá einum beggja vegna) með DIEP-flipa (deep inferior epigastric artery perforator flaps) hulinn að fullu. Niðurstöður: ígræðanlegur Cook-Swartz Doppler nemi gerir eftirlit með blóðflæði mögulegt og þar með húðeyju á flipa óþarfa. V-09 Síðbúin brjóstanýsköpun með “kviðveggjar-flipa” og dropalaga sílíkonpúðum Þórdís Kjartansdóttir Lýtalækningadeild Landspítala thordk@lcmdspitali. is Inngangur: Brjóstanýsköpun með sílíkonpúða er einungis möguleg ef ástand vefja á brjóstasvæðinu er nægilega gott, t.d. ekki búið að geisla svæðið. Margir lýtalæknar hafa kosið að nota fyrst svokallaðan vefjaþenjara sem eftir þenslu er nauðsynlegt að skipta út fyrir varanlegan sílíkonpúða. Konan þarf þá að gangast undir að minnsta kosti tvær svæfingar og oft sársaukafulla margra mánaða þenslu á vefjaþenjaranum. Með "kviðveggjar-flipa" er unnt að byggja brjóstið upp í einni aðgerð. Vörtubaugur og geirvarta er síðan byggt upp síðar. Efniviður: Teiknað á sjúkling í standandi stöðu. Notast er við gamla brjóstabrottnámsörið óháð staðsetningu og sjúklingur er hálf-uppisitjandi á skurðarborðinu. Farið niður fyrir gömlu brjóstafellinguna, niður á kviðvegginn undir undirhúðinni, 3-10 cm eftir því hvað hið uppbyggða brjóst á að vera stórt. Fundin staðsetning brjóstafellingar hins brjóstsins og ný brjóstafelling teiknuð á brjóstið sem verið er að byggja upp. Skorið er innan frá í gegnum "scarpa-fasciuna" niður að dermis eftir allri nýju brjóstafellingunni. Með stökum þráðum er nýja brjóstafellingin síðan fest upp við brjóstkassann, að "periosteum" rifja. Hitt brjóstið síðan lagað ef þörf er á, eftir óskum konunnar, í 22 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.