Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Page 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Page 15
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 mín (bil 10-320) og legutími var að jafnaði 1 dagur (miðgildi, bil 0,5-26). Algengustu vefjagreiningar voru ósérhæfðar breytingar (41%), meinvörp lungnakrabbameins (22%) og sarklíki (12%). Helstu fylgikvillar voru skurðsýkingar hjá 6 sjúklingum (2,5%), hæsi vegna raddbandalömunar hjá 4 (1,7%) og blæðingar (>500 ml) hjá 3 sjúklingum (1,3%). Tvö dauðsföll urðu innan 30 daga (0,8%); annað vegna blæðingar í aðgerð frá æxli sem óx ífarandi í ósæðarboga og hitt vegna pseudomonas lungnabólgu 11 dögum frá aðgerð. Ályktun: Miðmætisspeglunum fer fjölgandi á íslandi, sérstak- lega í tengslum við stigun lungnakrabbameins. Rannsóknin er örugg með lága tíðni fylgikvilla. E-22 Brottnám á lungnameinvörpum krabbameins í ristli og endaþarmi Halta Viðarsdóttir', Páll Helgi Möller2, Jón Gunnlaugur Jónasson3'4, Tómas Guðbjartsson1-4 ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2skurðlækningadeild, 3rannsóknarstofa í meinafræði, Landspítala, Væknadeild Háskóla íslands hallavi@landspitali.is Inngangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á íslandi og tæplega helmingur sjúklinga deyr úr sjúkdómnum. Fjarmeinvörp greinast oftast í lifur og lungum og er stundum hægt að fjarlægja þau með skurðaðgerð. Árangur aðgerða á lungnameinvörpum hefur verið umdeildur. Ekki er vitað um árangur þessara aðgerða hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúk- lingum sem gengust undir læknandi brottnám á lungna- meinvörpum frá ristil- eða endaþarmskrabbameini á íslandi frá 1984 til 2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar aðgerða og lifun (hráar tölur). Útreikningar miðast við 31. janúar 2009 og var meðaleftirfylgni 41 mánuður. Niðurstöður: Gerðar voru 32 aðgerðir á 27 sjúklingum (aldur 63,5 ár, bil 35-80, 63% karlar). Frumæxli 19 sjúklinganna voru í ristli (70%) og 8 í endaþarmi; 13 á Dukes-stigi C (48%), 9 á stigi B (33%), 4 á stigi D og 1 á stigi A. Lungnameinvörpin greindust 30 mán. (bil 1,5-74) frá greiningu frumæxlis, 26% fyrir tilviljun. Fimm sjúklingar höfðu áður gengist undir brottnám á lifrarmeinvörpum. í 18 tilfellum var um stakan hnút að ræða, 6 höfðu 2 hnúta en hinir fleiri. Blaðnám (48%) og fleygskurður (33%) voru algengustu aðgerðimar. Þrír fóru í aðgerð vegna meinvarpa í báðum lungum. I þremur tilfellum var gert endurtekið brottnám vegna limgnameinvarpa. Allir lifðu af aðgerðina og var legutími 8 dagar (bil 5-58). Algengustu fylgikvillar voru loftleki (19%) og loftbrjóst (26%). Frá lungnaaðgerð var 1 og 5 ára lifun 92,3% og 30,4%. Ályktun: Árangur þessara aðgerða er góður og fylgikvillar oftast minniháttar. Þriðjungur sjúklinga er á lífi 5 árum frá aðgerð, sem er umtalsvert betri lifun en fyrir sjúklinga sem ekki fara í aðgerð. Þar sem viðmiðunarhóp vantar er ekki hægt að útiloka að skekkja í vali á sjúklingum geti haft áhrif á niðurstöður. E-23 Æðaþelsfrumur gegna lykilhlutverki í myndun greinóttrar formgerðar í lungum Ivar Axelsson1, Ari J. Arason1, Olafur Baldursson4-6, Jóhannes Björnsson2'6', Tómas Guðbjartsson3 6, Þórarinn Guðjónsson1-5, Magnús Karl Magnússon5-6 'Líffærafræðideild Háskóla íslands, 2Meinafræðideild, 3skurðdeild, 5blóðmeinafræði- og Hungnadeild, Landspítali. Læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Greinótt formgerð lungna myndast frá forgirni meltingarvegar á fósturskeiði. Aukin þekking á þroskun og sérhæfingu lungnafruma er mikilvæg til þess að mögulegt sé að kortleggja upphaf og framþróun krabbameinsmyndunar í lungum. Mikill skortur er á góðum frumuræktunarkerfum til rannsókna á þekjuvefsmyndun lungna. Við höfum nýlega lýst nýrri lungnaþekjufrumulínu, VA-10, sem getur m.a. myndað sýndarlagskipta (pseudostratified) þekju í loft-vökvarækt (air-liquid culture) líkt og gerist í efri öndnarvegi. Vitað er að bandvefsfrumur gegna mikilvægu hlutverki í endanlegri sérhæfingu þekjuvefsfruma og í þessari rannsókn höfum við hafið könnun á hugsanlegu hlutverki æðaþelsfruma í þroskun og sérhæfingu lungnaþekju. Aðferðir: VA-10 lungnaþekjufrumulínan var ræktuð í þrívíddar- frumurækt (3-D) með og án æðaþelsfruma. Fylgst var með ræktunum í smásjá og var formbygging nánar skilgreind með ónæmislitunum og confocal smásjármyndum. Til samanburðar var stuðst við sneiðar úr eðlilegum lungnavef sem var nánar skilgreindur með ónæmislitunum. Niðurstöður: Þegar VA-10 frumulínan er ræktuð ein og sér myndar hún kúlulaga kóloníur án nokkurrar greinóttrar formgerðar. Þegar æðaþelsfrumum var bætt út í ræktina örvuðu þær hins vegar VA-10 frumurnar til vaxtar og kom fram greinótt berkju-alveolar lík formgerð eftir 4-6 daga og á 8-15 dögum náði þessi formgerð fullum þroska. Þessar frumur tjáðu þekjuvefsprótín, svo sem ýmis cytokeratín. Greinótt formgerð var aðgreind frá grunnhimnunni með samfelldri tjáningu fil og fi 4 integrína. Frumurnar tjáðu einnig lungnapróteínið pro- surfactant C og einnig var áberandi tjáning á FGFR2 viðtakanum á vaxtarbroddum hinna greinóttu strúktúra. Við sjáum einnig áberandi tjáningu á prótíninu Sprouty-2, sem er þekkt lykilprótín í stjórnun á greinóttri formgerð ýmissa líffæra. Ályktanir: VA-10 berkjufrumulínan sýnir hæfileika til sérhæf- ingar og myndunar á berkju-alveolar líkri formgerð í þrívíðri rækt. Þessi sérhæfing er háð samrækt með æðaþelsfrumum og gefur til kynna náið samspil þessara fruma í formgerð lungna. Þessar niðurstöður gefa til kynna að VA-10 frumulínan hafi forvera- eða stofnfrumueiginleika og geti nýst til rannsókna á þroskun og sérhæfingu lungnafruma. E-24 Sárasogsmeðferð við sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaaðgerðir. - Fyrstu tilfellin á íslandi Steinn Steingrímsson1, Magnús Gottfreðsson1-2, Ingibjörg Guðmundsdóttir3, Johan Sjögren4, Tómas Guðbjartsson1'5 1Lækna- og 3hjúkrunardeild Háskóla íslandsfsmitsjúkdómadeild og5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð stcinns@hi.is LÆKNAblaðið 2009/95 1 5

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.