Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 20
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 V-01 Gollurshússtrefjun. - Sjúkratilfelli Jón Þorkell Einarsson1, Ragnar Danielsen2, Ólafur Skúli Indriðason1, Tómas Guðbjartsson3-4 1Nýrna- og 2hjartndeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, hæknadeild Háskóla íslands jonthork@landspitali.is Inngangur: Trefjagollurshús (constrictive pericarditis) er sjaldgæft fyrirbæri þar sem gollurshúsið þrengir að hjartanu og hindrar eðlilega fyllingu þess. Afleiðingin getur orðið hægri hjartabilun með þróttleysi, mæði og bjúg. Trefjagollurshús má stundum rekja til sýkinga, geislameðferðar eða asbestmengunar, en oft er orsökin óþekkt. Greining getur verið snúin og töf orðið á réttri greiningu. Meðferð felst í því að fjarlægja hluta gollurs- hússins með skurðaðgerð. Hér er lýst tilfelli af Landspítala. Tilfelli: 58 ára pípulagningamaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna þreytu og bjúgs á ganglimum, en hann hafði þyngst um 30 kg á tæpum mánuði. Á 8 ára tímabili var hann nokkrum sinnum lagður inn vegna svipaðra einkenna og voru þá m.a. gerðar rannsóknir á nýrum, hjarta og útlimabláæðum án þess að skýring fengist á einkennum. Sýni úr fleiðru sýndu örvef en engar asbestbreytingar. Við innlögn var gríðarlegur bjúgur á neðri hluta líkamans og vó sjúklingurinn 160 kg. Hann fékk þvagræsilyf í æð. Hjartaómskoðun sýndi skertan samdrátt á vinstri slegli og grun um aðþrengjandi gollurshús. Á tölvusneiðmynd og segulómun sást greinilega þykknað gollurshús (4-5 mm). Hægri og vinstri hjartaþræðing sýndi að þrýstingskúrfur beggja slegla í lagbili féllu saman (kvaðratrótar- teikn). Meðalþrýstingur í lungnaslagæð mældist 21 mmHg og fleygþrýstingur 19 mmHg. Á 4 vikum tókst að ná af honum bjúgnum og hann útskrifaðist heim á háum skömmtum af þvagræsilyfjum. Hálfu ári síðar var fremri hluti gollurhússins fjarlægður með skurðaðgerð. Aðgerðin gekk vel en gollurshúsið var sums staðar glerhart og kalkað. Vefjaskoðun sýndi ósér- hæfða bólgu. Gangur eftir aðgerð var góður og samdráttur hjartans á ómskoðun betri. Rúmu hálfu ári frá aðgerð er hann við góða heilsu og útlimabjúgur og mæði að mestu leyti horfin á lágskammta þvagræsilyfjameðferð. Ályktun: Þetta tilfelli sýnir hversu erfitt getur verið að greina trefjagollurshús, þrátt fyrir dæmigerð einkenni og sjúkdóms- teikn. Með skurðaðgerð er hægt að lækna sjúkdóminn. V-02 Taugaslíðursæxli í skreyjutaug Halla Viðarsdóttir1, Vigdís Pétursdóttir2', Anna Björk Magnúsdóttir3, Guðmundur Daníelsson1 'Æðaskurðlækningadeild, 2meinafræðideild og 3háls- nef og eyrnadeild, Landspítala hullaui@lsh.is Inngangur: Taugaslíðursæxli (schwannoma) eru góðkynja æxli sem eiga uppruna sinn í Schwann frumum sem mynda mýli. Þetta eru sjaldgæf æxli og einungis 5% allra góðkynja mjúkvefjaæxla. Tæpur helmingur þeirra eru á höfði og hálsi og lítill hluti þeirra á skreyjutaug (n. vagus). Flestir sjúklingar greinast með einkennalausa fyrirferð á hálsi. Meðferð felst í brottnámi með skurðaðgerð. Hér er lýst slíku tilfelli sem greindist á Landspítala. Tilfelli: 52ja ára gamall áður hraustur karlmaður leitaði læknis vegna 3ja ára sögu um einkennalausa fyrirferð hægra megin á hálsi. Segulómun sýndi 5x2,9 cm æxli á milli innri og ytri hálsslagæðar og hóstarbláæðar og þótti útlitið helst benda til paraganglioma í hálsslagæðarhnökra (carotid body) eða sarklíkis. Gerð var þræðing á hálsslagæð og reynt að loka æð til æxlisins með blóðreksmeðferð (embolisation) sem ekki reyndist möguleg þar sem engar stórar æðagreinar nærðu æxlið. Sjúklingurinn var tekinn til aðgerðar og kom þá í ljós að æxlið var vaxið út frá skreyjutaug. Frystiskurðarsýni í aðgerðinni leiddi í Ijós taugaslíðursæxli og var æxlið numið á brott í heild sinni og varð einnig að fjarlægja hluta skreyjutaugarinnar. Við nánari smásjárskoðun voru skurðbrúnir fríar og sáust greinilega Antoni A og B svæði í æxlinu sem eru dæmigerð fyrir taugaslíðursæxli. Sjúklingurinn var útskrifaður 4 dögum eftir aðgerð. Hann var þá greinilega hás auk þess sem tunga vísaði til hægri. Lömunin í tungu gekk til baka á 3 vikum en ekki raddbandalömun hægra megin. Því var 3 mánuðum síðar gerð aðgerð þar sem sett var fylling inn í hægra raddband með ágætum árangri. Umræða: Taugaslíðursæxli á hálsi eru afar sjaldgæf. Þau eru erfið í greiningu og mismunagreiningar eru margar. í flestum tilfellum greinast taugaslíðursæxli í aðgerð líkt og í þessu tilfelli. Raddbandalömun er algengur fylgikvilli eftir brottnám af æxli frá skreyjutaug þar sem er sjaldnast hægt að hlífa tauginni sem æxlið kemur frá í aðgerðinni. V-03 Öndunarvélalungnabólga á gjörgæsludeildum Landspítalans. - Tíðni, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir Theódór S. Sigurðsson1, Alma D. Möller2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild háskólasjúkrahúsins í Lundi, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala theodorsku@hotmail.com Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni öndunarvélalungnabólgu á gjörgæsludeildum Landspítalans. Algengi öndunarvélalungnabólgu samkvæmt erlendum rann- sóknum er á bilinu 20-25% og hvert tilfelli felur í sér verulega kostnaðaraukningu (áætlað 3-4 milljónir ISK). Efniviður og aðferðir: Rannsóknartímabilið var 6 mánaða tímabil, frá 1. mars til 31. ágúst 2007. Allir sjúklingar sem lögðust inn á gjörgæsludeild og þurftu öndunarvélastuðning lengur en í 48 tíma urðu sjálfkrafa gjaldgengir í rannsóknina. Öndunarvélalrmgnabólga var skilgreind sem nýtilkomin lungnabólga 48 tímum eftir að sjúklingur hefur verið barkaþræddur og öndunarvélameðferð hafin. Niðurstöður: Á tímabilinu voru 641 sjúklingur lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítala, 297 sjúklingar þurftu tímabundinn öndunarvélastuðning og þar af 95 innlagðir sjúklingar lengur en 48 klukkustundir. Af þessum 95 sjúklingum greindust 9 með öndunarvélalungnabólgu (9,5%). Legutími sjúklinga sem greindust með öndunarvélalungnabólgu var umtalvert lengri á meðan dánartíðni virtist ekki aukin. Á tímabilinu greindist enginn sjúklingur með öndunarvélalungnabólgu af völdum fjölónæmra baktería. Ályktanir: Tíðni öndunarvélalungnabólgu á gjörgæsludeildum 20 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.