Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 19
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85 dagar), þar af 2 dagar (bil 1-38 dagar) á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) s30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktun: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Um er að ræða hættulegan fylgikvilla sem lengir legutíma og getur dreg- ið sjúklinga til dauða. Kostnaður er einnig verulega aukinn vegna blóðgjafa. Því er mikilvægt að leita lausna til að draga úr blæðingum og um leið fækka enduraðgerðum. E-33 Litningabreytingar og tengsl við kiínískar breytur í brjóstakrabbameinum Ingi Hrafn Guðmundsson1, Margrét Steinarsdóttir3, Elínborg Ólafsdóttir4, Jón Gunnlaugur Jónasson2-4-5, Helga M. Ögmrmdsdóttir2 'Skiirðlækningasviði, Landspítala, Hæknadeild Háskóla íslands, Hitningarannsóknastofu erfða- og sameindalæknisfræðideildar, Landspítala, 4Krabbameinsskrá, 5meinafræðideild Landspítala ingi.hrafn.gudmundsson@gmail.com Inngangur: Talið er að um 75% brjóstakrabbameina hafi litningabreytingar. Ekki er vitað hvort þessar breytingar hafi áhrif á horfur sjúklinga með brjóstakrabbamein. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til 203 sjúklinga sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1990- 1999. Litningabreytingar voru greindar með hefðbundnum litningagreiningum, G-böndun og frumuflæðisrannsóknum á DNA magni. Skimað var fyrir stökkbreytingum í TP53 geninu sem og tilvist BRCA2 99del5 stökkbreytingarinnar. Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrám og frá Krabbameinsskránni. Skráðar voru upplýsingar um klínískar breytur, endurkomu og lifun sjúklinga. Niðurstöður: Hjá 164 sjúklingum tókst að gera litningagreiningu og af þeim voru 74 (45%) með óeðlilega litningagerð (karyotypu). Flæðigreining sýndi óeðlilegt erfðaefnismagn (DNA) og mislitnun (aneuploidy) hjá 124/197 sjúklingum (63%). Ef báðar aðferðirnar eru teknar saman var litningaóstöðugleiki greindur hjá 142/203 (70%) sjúklingum. Hjá 60% (45/74) voru breytingarnar flóknar (complex) og 36% (51/142) voru fjölklóna. Meðalaldur við greiningu var 59,0 ár (26-92), sem er nálægt meðalgreiningaraldri fyrir brjóstakrabbamein á íslandi á þessu árabili. Meirihluti krabbameinanna var gangnakrabbamein (ductal), 8% voru kirtilkrabbamein (lobular). Sjúkdómur tók sig upp aftur hjá 90 sjúklingum og 113 (56%) eru látnir, þar af 66 úr brjóstakrabbameini. TP53 genið var stökkbreytt í 21,2% sýnanna, en það er svipað hlutfall og aðrar rannsóknir hafa sýnt, en 9,5% höfðu BRCA2 stökkbreytingu sem er heldur hærra hlutfall en aðrar rannsóknir hafa sýnt. Ályktun: Litningabrengl tengdust marktækt hærri TNM stigun og styttri sjúkdómsfrírri lifun þeirra sjúklinga. Engin tengsl fundust milli litningabrengla og æxlisgráðunar. Úrvinnslu er ekki lokið. E-34 Bráður nýrnaskaði eftir kranæðahjáveituaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir', Ólafur Skúli Indriðason2, Gísli H. Sigurðsson1-3, Hannes Sigurjónsson4, Þórarinn Amórsson4, Tómas Guðbjartsson1'4 1Læknadeild HÍ, 2nýrnadeild, 3svæfinga- og gjörgæsluldeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala soh2@hi.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er alvarlegur fylgikvilli hjartaaðgerða og áhættuþáttur fyrir lakari útkomu eftir aðgerð. I erlendum rannsóknum er tíðni nýrnaskaða eftir hjartaaðgerðir breytileg sem skýrist m.a. af skorti á stöðluðum skilmerkjum á nýrnaskaða. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna í fyrsta sinn tíðni BNS í kjölfar hjartaaðgerða á Landspítala (LSH), með hliðsjón af viðurkenndum skilmerkjum. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rartnsókn sem náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðaaðgerð á LSH frá 2002-2006. BNS var skilgreindur skv. RIFLE skilmerkjum. Farið var yfir aðgerðarlýsingar og sjúkra- og svæfingarskrár. Niðurstöður: Af 569 sjúklingum voru 97 (17%) með skerta nýrnastarfsemi (úGSH s60 ml/mín/l,73m2) fyrir aðgerð, þar af 6 (1%) með kreatinin-gildi >200 mmol/L. Alls greindust 90 (15,8%) sjúklingar með BNS; 58 féllu í RISK flokk, 16 í INJURY og aðrir 16 í FAILURE flokk. Sjúklingar með BNS voru 4,1 árum eldri og með lægri útreiknaðan gaukulsíunarhraða fyrir aðgerð (72 vs. 80, p=0,009). Kvenkyn (28% vs. 16%, p=0,01), háþrýstingur (74% vs. 59%, p=0,01) og bráðaaðgerð (11% vs. 2%, p<0,0001) voru algengari í hópnum sem hlaut BNS. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni sykursýki, blóðfituröskunar, reykinga, vinstri meginstofns þrengsla, þriggja æða sjúkdóms, hlutfalli sem féll í NYHA flokk III-IV eða aðgerða á sláandi hjarta. Ályktun: Samkvæmt RIFLE skilmerkjum hlutu tæplega 16% sjúklinga BNS eftir kransæðaaðgerð á LSH sem er sambærilegt við niðurstöður erlendra rannsókna. Ennfremur virðist hærri meðalaldur, kvenkyn, háþrýstingur, bráðaaðgerð og kreatínín gildi í efri eðlilegum mörkum fyrir aðgerð marktækt algengari í hópi nýrnaskaðaðra. LÆKNAblaðið 2009/95 1 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.