Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 13
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 Efni og aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG/OPCAB) frá júní 2002 til febrúar 2005, samtals 279 sjúklinga. Sjúklingum var skipt í offitu- (BMI >30 kg/m2) (28%) og viðmiðunarhóp (BMI s30 kg/m2) (72%). Áhættuþættir og fylgikvillar voru bornir saman. Niðurstöður: Niðurstöður eru sýndar í töflu 1. Hóparnir voru áþekkir með tilliti til helstu áhættuþátta eins og sykursýki, háþrýstings og blóðfituhækkunar, en einnig tegund aðgerðar. EuroSCORE var marktækt lægra í offituhópnum og aðgerðartími þeirra 22 mín. lengri. Enginn marktækur munur reyndist á tíðni fylgikvilla í hópunum tveimur, né heldur á dánartíðni. Ályktun: Tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæða- hjáveituaðgerð er ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum en aðgerðirnar taka lengri tíma. Þar sem EuroSCORE offitusjúklinganna var lægra er ekki hægt að útiloka að valskekkja sé til staðar og því er fyrirhuguð frekari tölfræðileg úrvinnsla, m.a. aðþáttagreining. Tafla 1. Gefinn er upp fjöldi og % í sviga. Offituhópur (n=79) Viðmiðunar-hópur (n=201) p- gildi Aldur (ár)/ karlar 64,8/ 64 67,8/ 67,6 ns Aögerð á sláandi hjarta (0PCAB) 27 (35) 51 (27) ns Sykursýki 15(19) 28(14) ns 3ja æöa sjúkdómur 71 (90) 173 (86) ns Útstreymisbrot (EF) 50 (30-75) 50 (20-90) ns EuroSCORE 4,3 5 <0,0001 Aögerðartími (mín, bil) 215(130-460) 193(85-365) 0,02 Tími á vél (mín, bil) 44 (13-134) 38 (13-106) 0,04 Blæðing eftir aðgerð (ml) 1054 (200-4425) 1036 (150-3750) ns Blóðgjöf (ein) 3,2 2,2 ns Minniháttar fylgikvillar (gáttaflökt, sýking í skurðsári á fæti, lungnabólga, þvagfærasýking) 38 (48) 110(55) ns Alvarlegir fylgikvillar (heilablóðfall, bringubeinssýking, kransæðastífla, enduraðgerð v. blæðingar, aftöppun fleiöruvökva, öndunarbilun, fjölkerfabilun) 30 (38) 93 (46) ns Legudagar (miðgildi, bil) 11 (1-60) 10(1-96) ns Skurðdauði (s30 daga) 2 (2,4) 6(9) ns E-17 Slímvefjaræxli í hjarta á íslandi Hannes Sigurjónsson', Karl Andersen27, Maríanna Garðarsdóttir3, Vigdís Pétursdóttir4, Guðmundur Klemenzson5, Gunnar Þór Gunnarsson6-7, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1-7 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild ,3myndgreiningardeild, 4meinafræðideild, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala,6Sjúkrahúsið á Akureyri, 7læknadeild Háskóla íslands hannes@landspitali.is Inngangur: Slímvefjaræxli (myxoma) eru algengustu æxlin sem upprunnin eru í hjarta. Þetta eru góðkynja æxli sem vaxa staðbundið og valda oft fjölbreytilegum einkennum, meðal annars stíflu eða leka á míturloku og segareki. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi slímvefjaræxla hér á landi og kanna árangur skurðaðgerða við þeim. Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem greindust með slímvefjaræxli á íslandi frá því hjartaaðgerðir hófust í júni 1986 og fram til dagsins í dag. Sjúklingar voru fundnir eftir þremur leiðum, meinafræði- og hjartaómunarskrá- og vélindaómskrá frá skurðstofu Landspítala. Niðurstöður: Alls greindust 9 einstaklingar, 3 karlar og 6 konur, meðalaldur 60,7 ár (bil 37-85). Aldursstaðlað nýgengi var 0,12 á hverja 100.000 íbúa/ári (95% CI: 0,05-0,22). Átta æxli voru staðsett í vinstri gátt og eitt í þeirri hægri. Meðalstærð æxlanna var 3,6 cm (bil 1,5-7 cm). Mæði (n=5) og heilablóðfall vegna reks (n=2) voru algengustu einkennin. Átta tilfelli greindust við hjartaómun og eitt fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd af kransæðum. Allir sjúklingarnir fóru í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Meðalaðgerðartími var 236 mín. og allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og útskrifuðust heim. Fylgikvillar voru minniháttar, algengast var gáttatif (n=4). Legutími var 30 dagar (miðgildi), þar af einn dagur á gjörgæslu. í dag (1. mars 2009) eru 7 sjúklingar af 9 á lífi, allir við góða heilsu og án teikna um endurtekið slímvefjaræxli. Umræða: Nýgengi slímvefjaræxla á íslandi er svipuð og í erlendum rannsóknum og sömuleiðis einkenni og greining. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta rannsóknin á slímvefjaræxlum að ræða sem nær til heillar þjóðar og þar sem reiknað er út lýðgrundað nýgengi. E-18 Skurðaðgerðir við sjálfsprottnu loftbrjósti á íslandi. - Þróun aðgerðatækni, ábendinga og tíðni fylgikvilla á 18 ára tímabili Guðrún Fönn Tómasdóttir', Tómas Guðbjartsson1'2 1Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala gft@hi.is Inngangur: Fyrsta meðferð við sjálfsprottnu loftbrjósti er brjóstholskeri en við endurteknu loftbrjósti eða viðvarandi loftleka er yfirleitt gripið til skurðaðgerðar með opinni aðgerð eða brjóstholssjá. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna aðgerðatækni, ábendingar og árangur þessara aðgerða á 18 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til 251 sjúklings (meðalaldur 27,7 ár, 191 karlar) sem gengust undir 281 skurðaðgerð vegna sjálfsprottins loftbrjósts (án undirliggjandi lungnasjúkdóms) á LSH á árunum 1991-2008. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og meinafræðiskýrslum. Tímabilinu var skipt í 6 tímabil og þau borin saman. Niðurstöður: Aðgerðafjöldi jókst á milli tímabila, eða frá 33 í 61 aðgerð á síðasta tímabilinu (p<0,05). Brjóstholsspeglun var oftar framkvæmd en opin aðgerð nema á tímabilinu 2000- 2002 (45%) en voru 82% aðgerðanna á síðasta tímabilinu. Fleygskurður eingöngu var algengasta aðgerðin (55%) þar til á síðasta tímabilinu að auk fleygskurðar var gerð fleiðruerting með sandpappír og/eða hlutabrottnámi á fleiðru (84% tilfella). Ábendingar fyrir aðgerð voru sambærilegar milli tímabila, endurtekið loftbrjóst í 38% tilfella og viðvarandi loftleki hjá 31%. Aðgerðartími var að meðaltali 58 mín. og breyttist ekki marktækt á tímabilinu, einnig legutími sem var í kringum 4 dagar. Tíðni snemmkominna fylgikvilla var sambærileg á milli tímabila, einnig síðkomið endurtekið loftbrjóst, en 84% þeirra greindust eftir brjóstholsspeglunaraðgerð. LÆKNAblaöið 2007/93 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.