Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 9
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 E-04 Orsakir rofs á ristli á Landspítala 2003-2007 Kristín Jónsdóttir1, Elsa Björk Valsdóttir1-2, Páll Helgi Möller1-2 ‘Skurðlækningadeild Landspítnla, 2læknadeild Háskóln íslands kristijo@landspitali. is Inngangur: Rof á ristli er alvarlegur sjúkdómur og samkvæmt erlendum rannsóknum er dánartíðni há. Orsakir rofs á ristli eru margar, helst má þó nefna sarpabólgu, krabbamein og utanaðkomandi áverka, t.d. við ristilspeglun. Ekki hafa verið gerðar íslenskar rannsóknir á orsökum eða afleiðingum rofs á ristli á íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að skoða orsakir og afdrif sjúklinga með rof á ristli á Landspítala á tímabilinu 2003-2007. Efniviður: Leitað var í tölvukerfi Landspítala eftir grein- ingarkóðum (ICD-10). Allar sjúkraskrár sjúklinga sem voru með rof á ristli voru skoðaðar og aldur, kyn, orsakir og afdrif þeirra skráðar. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga með rof á ristli voru 130, þar af voru 69 konur og 61 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár (bil: 32-93). Algengasta orsök rofs á ristli var sarpabólga (n= 99) eða 76,2%. Aðrar orsakir voru rof við ristilspegiun (n=12), krabbamein (n=5), utanaðkomandi áverki (n=4) og aðrar sjaldgæfari ástæður voru 9. Sautján einstaklingar létust á tímabilinu. Meðallegutími var 15,6 dagar (bil: 1-121). Af þeim sem fóru í aðgerð fóru flestir í Hartmanns-aðgerð (n=35) en aðrar aðgerðir voru brottnám á bugaristli með endurtengingu (n=4) og stóma (n=6). Alyktun: Sarpabólga er algengasta orsök rofs á ristli hjá sjúklingum sem leita á Landspítala og er það í samræmi við erlendar rannsóknir. E-05 Tissue inhibitor of metalloproteinasi-1 (TIMP-1) í plasma og tengsl við horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein Helgi Birgisson1, Arezo Ghanipour1, Hans Jorgen Nielsen2, Ib Jarle Christensen3, Bengt Glimelius'1, Nils Brúnner5 'Skurðlækningadeild, Akademiska sjúkrahúsinu, Uppsölum, Svíþjóð; 2skurðlækningadeild, Hvidovre sjúkrahúsinu, Kaupmannahöfn, Danmörk; 3Finsen Laboratory, Ríkisspítalanum, Kaupmannahöfn, Danmörk; 4krabbameinsdeild, Akademiska sjúkrahúsinu, Uppsölum, Svíþjóð; 5lífvísindadeild, háskólanum í Kaupmannahöfn, Danmörk Helgi.Birgisson@surgsci.uu.se Inngangur: Þörf er á nákvæmari greiningaraðferðum til að meta horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein svo hægt sé að velja rétta meðferð fyrir hvem sjúkling. Tissue inhibitor of metalloproteinase 1 (TIMP-1) er glykóprótein sem hemur matrix metalloproteinase. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga tengsl TIMP-1 í plasma við horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 272 sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein sem voru meðhöndlaðir á árunum 2000-2003. TIMP-1 gildi var mælt í plasma fyrir aðgerð. Endurkoma og lifun sjúklinga var metin með Cox fjölþáttagreiningu. Niðurstöður: Þrjár staðbundnar endurkomur krabbameinsins og 55 fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með stig I-III sjúkdóm (n=272), miðgildi fylgitíma var 6,5 ár (5-8,5). Ein endurkoma greindist á stigi I (n=44), 18 á stigi II (n=134) og 38 á stigi III (n=94). Þegar tekið var tillit til aldurs og kyns sjúklings, staðsetningar, stigunar, æðainnvaxtar, þroska æxlisins og CEA í blóði reyndist TIMP-1 sjálfstæður neikvæður áhættuþáttur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein; heildarlifun (HR 2,35; 95% CI 1,51-3,66); sjúkdómsfrí lifun (HR 1,86; 95% CI 1,12-3,08). Alyktun: Sjúklingar með ristil- og endaþarmskrabbamein sem hafa hátt TIMP-1 gildi í plasma fyrir aðgerð hafa verri horfur en sjúklingar með lág gildi. Mæling á TIMP-1 gildi í plasma fyrir aðgerð eykur upplýsingar um horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein. E-06 Tjáning tryptophanyl-tRNA synthetasa í æxlisvef og tengsl við horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein Helgi Birgisson1, Arezo Ghanipour1, Karin Jirström2, Fredrik Pontén3, Lars Páhlman1, Bengt Glimelius4 'Skurðlækningadeild, Akademiska sjúkrahúsinu, Uppsölum; 2sameindameinafr æðideild, háskólasjúkrahúsinu Mahnö; 3meinafræðideild og 'krabbameinsdeild, Akademiska sjúkrahúsinu, Uppsölum, Svíþjóð Helgi.Birgisson@surgsci.uu.se Tilgangur: Tryptophanyl-tRNAsynthetasi (TrpRS) er aminoacyl- tRNA synthetasi sem hemur æðanýmyndun. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl tjáningar TrpRS í æxlisvef við horfur sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein. Efniviður og aðf erðir: Vefjasýnum frá 320 sjúklingum var komið fyrir á tissue microarray. Sjúklingarnir voru meðhöndlaðir á árunum 2000-2003. Ónæmislitun var notuð til að dæma tjáningu TrpRS í æxlisvefnum þar sem tekið var tillit til bæði styrkleika litunarinnar og fjölda æxlisfrumna sem lituðust. Cox-fjölþáttagreining var notuð til að meta tengsl TrpRS við lifun og endurkomu krabbameinsins, þar sem aldur sjúklings, stigun, æðainnvöxtur og þroski æxlisins ásamt tjáningu TrpRS í æxlisvef voru tekin með í fjölþáttagreininguna. Niðurstöður: Lítil tjáning TrpRS í æxlisvef tengdist aukinni áhættu á eitlameinvörpum (p= 0,025) og hærri sjúkdómsstigun (p= 0,001). Fjölþáttagreining sýndi marktækt betri heildar- og sjúkdómsfría lifun (RR 0,59; 95% CI 0,38-0,95) sjúklinga með mikla tjáningu TrpRS samanborið við litla. Sjúklingar með mikla tjáningu TrpRS höfðu minni líkur á endurkomu krabbameinsins (RR 0,23; CI 0,07-0,80). Ályktun: Lítil tjáning TrpRS í æxlisvef sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein tengist aukinni áhættu á endurkomu krabbameinsins og verri lifun sjúklinganna. Hugsanleg skýring er sú að TrpRS hemur æðanýmyndun og þar með möguleika æxlisfrumna til meinvarpa, nokkuð sem gæti verið mikilvægt við þróun nýrra krabbameinslyfja. LÆKNAblaðið 2009/95 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.