Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 17
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 Algengustu ábendingar aðgerðarinnar eru svæsinn áreynslu- þvagleki eftir blöðruhálskirtilsaðgerðir (brottnám, heflun), eftir slys eða meðfæddra galla. Nýleg yfirlitsgrein sýnir að 3A hluti sjúklinga sem fá lokuna eru án þvagleka á eftir. Mögulegir fylgikvillar aðgerðar eru lokubilun, sýking, þvagrásarrof og þvagleki. í þessari rannsókn er farið yfir árangur meðferðar þvagleka með gerviþvagrásarlokum á LSH, en þessar aðgerðir hófust hér árið 1996. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem fengið hafa gerviþvagrásarloku vegna þvagleka á LSH frá árinu 1996-2008. Rannsóknin var aftursæ og stuðst við skráningu. Metinn var árangur og fylgikvillar. Niðurstöður: Alls hefur aðgerðin verið framkvæmd á 13 karlmönnum á LSH frá upphafi. Algengustu ábendingarnar voru áreynsluþvagleki eftir blöðruhálskirtilsbrottnám (7), eða eftir heflun (3). Ein aðgerð var gerð hjá sjúklingi með klofinn hrygg, ein eftir þvagrásaráverka og ein eftir umfangsmikla grindarholsaðgerð og geislameðferð. í tveimur tilvikum kom til enduraðgerðar, annars vegar vegna þvagrásarrofs (2 ár eftir aðgerð) og hins vegar vegna minniháttar lokubilunar. Enginn hafði teljandi þvagleka eftir aðgerð. Meðaleftirlitstími var 50 mánuðir (3-126). Alyktun: Aðgerð þar sem sett er gerviþvagrásarloka vegna svæsins áreynsluþvagleka er örugg og árangursrík. E-28 /Exli í hóstarkirtli á íslandi 1984-2009 Elín Maríusdóttir'-2, Sigfús Nikulásson3, Tómas Guðbjartsson2-1 ’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungmskurödeild, og hneinafræðideild Landspítala elmt@hi.is Inngangur: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæfur og misleitur hópur æxla með afar mismunandi horfur. Tilviljanagreining er algeng en flestir hinna greinast vegna staðbundinna einkenna. Nýlega var gefin út alþjóðleg vefjafræðiflokkun (WHO) þessara æxla þar sem lífshorfur sjúklinga eru lagðar til grundvallar. Upplýsingar um faraldsfræði þessara æxla hérlendis er ekki þekkt og tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því um leið og æxlin eru flokkuð skv. nýjustu skilmerkjum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra einstaklinga á íslandi sem greindust með æxli í hóstarkirtli frá 1984 til 2009. Upplýsingar fengust úr meinafræði- og sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð og flokkuð vefjafræðilega en einnig reiknaðar lífshorfur. Niðurstöður: Alls greindust 16 tilfelli (10 karlar) og var meðalaldur sjúklinga 61 ár (bil 31-87). Sjö sjúklingar (44%) greindust fyrir tilviljun, 7 vegna staðbundinna einkenna og 2 (13%) við uppvinnslu vöðvaslensfárs. I 4 tilfellum var eingöngu tekið sýni en 12 sjúklingar gengust undir brottnám æxlis í gegnum bringubeinsskurð. Fylgikvillar voru óverulegir og enginn lést <30 daga frá aðgerð. Tólf æxlanna (75%) reyndust góðkynja (thymoma) en 4 (25%) illkynja (thymic carcinoma, gerð C). Góðkynja æxli voru algengust af flokki B2 (n=5) og vefjagerð A næstalgengust (n=3). Samkvæmt stigunarkerfi Masoka voru 4 góðkynja æxli á stigi I (33%) og 5 á stigi II (42%). Hjá 3 sjúklingum vantaði upplýsingar um stigun. Sjúklingar með illkynja æxli voru 2 á hvoru stigi, III og IV. Fimm ára lifun var 56% (hráar tölur), 75% fyrir góðkynja æxli og 0% fyrir illkynja æxli. Alyktanir: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæf. I flestum tilvikum er um góðkynja æxli að ræða. Horfur góðkynja æxla eru mjög góðar og árangur skurðaðgerðar sömuleiðis. Horfur illkynja hóstarkirtilsæxla eru hins vegar slæmar og flestir látnir innan 12 mánaða frá greiningu. E-29 Háfjallaveiki, S100B og súrefnismettun í þunnu lofti á Monte Rosa Tómas Guðbjartsson1-5, Engilbert Sigurðsson2-5, Magnús Gottfreðsson3'5, Orri Einarsson4, Per Ederoth6, Invar Syk8, Henrik Jönsson7 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2geðdeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala, 4röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 5læknadeild HÍ, 6svæ£inga- og gjögæsludeild, 7hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, “skurðdeild háskólasjúkrahússins í Malmö, Svíþjóð tomasgud@landspitali.is Inngangur: Þegar komið er yfir 2500 m hæð getur háfjallaveiki og háfjallaheilabjúgur gert vart við sig. Orsökin er súrefnisskortur en margt er á huldu um meingerðina. S100B er ensím í heila og taugavef sem hækkar í blóði vegna leka í háræðum heila, t.d. við heilaáverka og blóðþurrð. I þessari framsýnu rannsókn könnuðum við hvort S100B hækki í blóði við lækkun á súrefnismettun. Efniviður og aðferðir: Sjö heilsuhraustir læknar klifu á þremur dögum tind Monte Rosa í Ölpunum. Á upp- og niðurleið voru gerðar samtals 5 prófanir í mismunandi hæð (1155 m, 2864 m, 3647 m og 4554 m), m.a. tekin SlOOB-blóðsýni, framkvæmd taugasálfræðipróf og einkenni háfjallaveiki metin með Lake Louise kvarðanum. Niðurstöður: Loftþrýstingur lækkaði jafnt og þétt og varð lægstur 586 millibör á tindinum. Súrefnismettun lækkaði um 6,3 - 12,4% (p<0,05). S100B hækkaði um 42-122% frá grunngildi, mest fyrstu 2 dagana (42% og 47% hækkun) en síðan dró úr hækkuninni (33%). Lake Louise meðalgildi hækkuðu úr 0,57 í 2,57 (p<0,05). Almennt urðu ekki marktækar breytingar á frammistöðu í taugasálfræðiprófum, enda þótt tilhneigingar gætti til minni getu í viðbrögðum/kóðun (processing speed), sveigjanleika í hugsun (cognitive flexibility) og stýrigetu (executive function). Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að S100B hækkar marktækt í aukinni hæð, sérstaklega þegar mikil hæðaraukning á sér stað á skömmum tíma, en eftir það dregur úr hækkuninni. Sennilega má rekja hækkun S100B til súrefnisskorts sem veldur háræðaleka í heilanum. Þó verður að túlka niðurstöður varlega þar sem styrkur rannsóknarinnar er lítill með aðeins 7 þátttakendur. E-30 Líffæragjafir og líffæraígræðslur á íslandi 2003-2007 Þóra Elísabet Kristjánsdóttir1, Runólfur Pálsson1'2, Kristinn Sigvaldason3, Sigurbergur Kárason1,3 1Læknadeild Háskóla íslands; 2lyflækningasvið Landspítala og 3svæfinga- og gjörgæslusvið Landspítala skarason@landspitali.is LÆKNAblaðið 2009/95 1 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.