Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 200710 „ Ég held að við eigum eftir að verða mikið ríkari af því að halda þessum litla heimi sem mest grænum, heilbrigðum og ósnortn- um. Svæðum sem þessum fer óðum fækkandi. Hvað með börn og barnabörn fólksins sem talar um mengandi stóriðju? Hugsar það ekkert lengra en að eiga fyrir eigin jarðarför?“ Vill launa Bolungarv Það er óhætt að segja að flestir landsmenn þekki leikarann og Bolvíkinginn Pálma Gestsson, ekki síst fyrir þær sakir að hann hefur leikið í einum vinsælasta sjónvarpsþætti síðari ára á Íslandi, Spaug- stofunni, en nær 20 ár eru síðan þátturinn fór fyrst í loftið. Þá hefur hann einnig verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið til fjölda ára og leikið þar mörg burðarhlutverk, auk óteljandi hlutverka í áramótaskaupum og ýmsum kvikmyndum. Pálmi er fæddur og uppalinn í Bolungarvík, nánar tiltekið í íbúðarhúsi við Móalæk á Ytri-Búðum eins og það var kallað í gömlum pappírum. Þrátt fyrir að hafa ekki haft fast heimili í Bolungarvík í mörg ár er Pálmi tíður gestur í bænum og undanfarin ár hefur hann unnið að því að gera upp húsið sem hann fæddist í. Þess ber að geta að Pálmi er á þeirri skoðun að ekkert r sé í nafni Bolung- arvíkur og því mun þess að sjálfsögðu vera gætt að ekkert r slæðist með á röngum stöðum í viðtalinu. Það er hlýlegt andrúmsloft sem tekur á móti blaðamanni í húsinu að Miðstræti 3, sem nú heitir Hjari. Aðspurður sagði Pálmi um nafngiftina á húsinu „Ég var búinn að leita í gömlum pappírum, og spyrja mann og annan hvað húsið hefði heitið hér áður fyrr, því ég var viss um að húsið bæri eitthvað nafn eins og venja er um hús sem ekki stóðu við deiliskipulagðar götur snemma á síðustu öld, en komst að því að húsið hafði alltaf verið kennt við ábúandann hverju sinni. Þar sem nokkrir eigend- ur höfðu verið að húsinu og ekkert nafn hafði festst við það, fannst mér ómögulegt annað en gefa því eitthvað nafn. Svo var það einu sinni þegar ég heyrði konuna mína Dillý, segja við einhvern að við ættum hús á hjara veraldar, fannst mér nafnið komið. Hjari skyldi það heita!„ Viðarpanill er á veggjum og það brakar notalega í gólf- inu. Pálmi býður upp á kaffi og við komum okkur fyrir í stofunni þar sem gamalt og fallegt sófasett stendur en Pálmi upplýsir blaðamann um að það hafi konan hans fundið í Góða hirðinum. „Ég er fæddur í þessu húsi, Miðstræti 3 í Bolungavík. Hér áttu amma mín og afi heima, Margrét Guðfinnsdóttir, systir Einars Guðfinnssonar, og Sig- urgeir Sigurðsson, útgerðar- bóndi frá Folafæti undir Hesti inni í Djúpi . Ég var mikið hjá þeim fyrstu árin. Allt mitt fólk er héðan úr Bolungavík, móðir mín býr hér og elsti bróðir minn. Ég er raunar Bolvík- ingur og Djúpmaður eins langt og hægt er að rekja.“ –Segðu mér aðeins frá þessu húsi, Miðstræti 3. „Húsið er byggt í tvennu lagi, eldri hlutinn árið 1900 og er þetta elsta húsið í bæn- um. Það er síðan byggt við húsið 1930 og afi minn kaupir húsið haustið 1944. Hér man ég eftir mér en ég var mikið hér hjá ömmu og afa fyrstu fjögur ár ævinnar. Nú, árin liðu og húsið fór í hálfgerða niðurníðslu, eins og gengur, og þegar ég kom að húsinu aftur fyrir tveimur árum var ekki búið að búa í því í 14 ár. Hér voru ekki almennilegar skólpleiðslur og allt undir brot og slit. Pabbi minn sem lést síðasta haust bjargaði þessu húsi frá niðurrifi en í Bolunga- vík og víðar hefur tíðkast að rífa allt sem gamalt er, því miður. Vissulega hefur verið rétt að rífa einhverja gamla kofa að hruni komna, en allt of mikið hefur verið rifið sem tilheyrir sögu bæjarins. Pabbi keypti semsagt þetta hús og bjargaði því en hann var mikill áhugamaður um gömul hús og gerði upp fleiri hús hér í bænum. Ég sýndi þessu húsi alltaf áhuga og var kannski sá eini í fjölskyldunni fyrir utan pabba sem gerði það. Hann ánafnaði mér því húsinu fyrir um fjór- um árum. Í fyrstu virtist það óvinnandi verk að gera húsið upp en sem betur fer er það oft þannig að maður gerir sér ekki grein fyrir hvað bíður manns þegar maður byrjar á einhverju. Hefði ég vitað hver- su mikil vinna þetta yrði hefði verkið örugglega vaxið mér í augum og ég aldrei byrjað. Einhverjir hafa sjálfsagt hald- ið að ég væri orðinn eitthvað klikkaður að ráðast í þetta. Vinnan við húsið er þó búin að vera mjög skemmtileg en það er afar dýrt að standa í framkvæmdum sem þessum, jafnvel dýrara en að byggja nýtt hús frá grunni. Einhverja styrki hef ég þó fengið frá Húsafriðunarnefnd og húsið er gert upp í samvinnu við þá og undir handarjaðri þeirra. Við höfum lagt okkur í líma við að halda öllu upprunalegu, gluggarnir höfðu t.d. verið augnstungnir og við létum gera nýja eftir gömlum mynd- um.“ –Húsið á samt ekki að vera sumarbústaður fjölskyldunnar eingöngu er það? „Ekki eingöngu, ég hef áhuga á að gefa kollegum mín- um, leikurum og öðrum lista- mönnum, tækifæri til að koma hingað og dvelja í Víkinni góðu við störf og leik. Þeir sem kæmu hingað til að vinna verkefni gætu síðan jafnvel skilið eitthvað eftir sig í bæn- um þegar þeir fara; haldið listasýningu eða tónleika. Þannig gæti húsið orðið dálít- ið menningarsetur. Mér finnst ég þurfa að launa Bolungavík gott uppeldi. Mikilvægast finnst mér þó að bjarga þessu húsi og gera það fullkomlega íbúðarhæft. Þetta var hjallur sem var eiginlega til ama hér í bænum. Ég hef þannig fundið fyrir því að fólk er ánægt með framtakið. Auðvitað vilja allir búa í fallegum bæ þar sem eru falleg hús. Ég hef því fundið fyrir ákaflega miklum velvilja og stuðningi. Jón Steinar Guðmundsson smiður hefur smíðað mikið með mér og allt hefur þetta verið unnið undir hinu alsjáandi meistaraauga Guðmundar Óla Kristinsson- ar. Auk þess hefur Magnús Hansson litið eftir húsinu fyrir mig og er óþreytandi að hjálpa mér á allrahanda máta. Hann á miklar þakkir skildar. Mjög margir hafa lagt sitt af mörk- um og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lyft undir með með mér.“ –Pálmi er ekki ókunnugur húsasmíðum en að loknu skyldunámi lærði hann húsa- smíðar í fjögur ár, án þess þó að ljúka bóklega hlutanum. „Áður en til þess kom að ég tæki sveinspróf fór ég til Reykja- víkur og þar í leiklistarskóla. Ég átti þó meira og minna lögheimili hér í Bolungavík til 24 ára aldurs, kom heim á sumrin og hélt jólin hér á námsárunum. Konan mín þá- verandi er héðan, býr hér raunar enn og er nú forseti bæjarstjórnar. Við áttum því heilmikið hingað að sækja.“ Vill ekki að RÚV verði selt –Hvernig kom það til að þú fórst út í leiklistina? Kviknaði áhuginn hér fyrir vestan? „Ég hef oft verið spurður að þessu og ég veit það hrein- lega ekki. Já, ég hafði mikinn áhuga á starfi áhugaleikfélag- anna hérna heima en í mínum villtustu draumum hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað sem ég myndi hafa að atvinnu seinna meir. Eitt leiðir hinsvegar af öðru, ég tók aldrei neina ákvörðun um að ég ætlaði að verða leikari. Ég komst inn í Leiklistar- skóla Íslands árið 1978, tók inntökupróf sem er svipað og er inn í leiklistardeild Lista- háskóla Íslands í dag. Eitthvað á annað hundrað manns sækja um og gangast undir strangt inntökupróf sem tók á þessum tíma um þrjár vikur. Fljótlega er skorið niður í 16 manna hóp sem aftur er helmingaður þannig að eftir standa átta manns sem komast inn.“ –Hvað var þetta langt nám? „Þetta voru fjögur ár. Fjögur löng og ströng ár. Þetta var mikið puð og ef mér byðist að fara aftur í námið í dag myndi ég sennilega ekki nenna því.“ –Fórstu strax að leika eftir útskrift? „Já, ég var mjög heppinn með það, mér buðust strax verkefni þegar ég var í upp- setningu nemendaleikhúsi skólans. Þannig að það lá al- veg saman og ég fékk fljótlega fastráðningu við Þjóðleikhús- ið og hef haft hana síðan.“ –Flestir landsmenn þekkja þig þó fyrst og fremst fyrir að leika í Spaugstofunni ekki satt? „Jú, ef hægt er að tala um frægð á Íslandi þá er vinsælt sjónvarpsefni lykillinn að frægðinni. Frægur útlendur leikari sagði eitt sinn að hann væri í kvikmyndunum til að fá peninga, sjónvarpi til að verða þekktur og á sviði fyrir sjálfan sig. Við erum búnir að vera með Spaugstofuna í nær 20 ár og okkur til mikillar furðu er ekkert lát á vinsæld- um þáttarins. Ég held að þetta sé einsdæmi, að vera stöðugt með yfir 50% áhorf þrátt fyrir að vera búnir að vera svona lengi að. Þannig að á meðan fólk sýnir okkur áhuga mun- um við halda áfram að vera með þættina.“ –Eruð þið þá farnir að skipuleggja þætti vetrarins eitthvað? „Nei, nei, ekkert að ráði, við erum þó farnir að hringjast aðeins á og það fer að koma að því að við förum að hittast og gera eitthvað.“ –Eruð þið ekki orðnir þreytt- ir hver á öðrum eftir 20 ára samstarf? „Nei, það er svo einkenni- legt. Við erum allir mjög ólíkir en þetta virðist vera mjög góð blanda og okkur gengur ákaf- lega vel að vinna saman. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikil vinna að halda úti sjónvarps- þætti einu sinni í viku og ég er hræddur um að það verði erfitt fyrir óreynda að feta í fótspor okkar. Þegar við byrjuðum á sínum tíma vorum við allir ungir og sjónvarpsefni sem þetta hafði ekki verið gert áð- ur. Við fengum því rúm til að þróa þáttinn og æfa okkur. Við erum því komnir með mikla reynslu og þekkjumst mjög vel og þurfum stundum ekki einu sinni að tala saman. Ég held að það yrði alveg von- laust fyrir einhvern annan hóp að stökkva inn í svona vinnu og gera alveg eins og halda það út, aðallega vegna þess að fólkið hefur ekki fengið þjálfun í því. Þættirnir eru samdir, skrif- aðir, teknir upp og gengið frá þeim frá mánudegi til aðfara- nætur laugardags. Þetta geta verið miklar tarnir og sérstak- lega eru fimmtudagarnir strang- ir þar sem við tökum allan þáttinn þá, hvað sem tautar og raular.“ –Finnurðu fyrir einhverri breytingu innan Ríkissjón- varpsins nú þegar það hefur verið „ohf-að“? „Nei, ég held að þetta hafi verið ákaflega nauðsynleg ákvörðun upp á skilvirkni og alla stjórnun í stofnuninni þó að ég sé þeirrar skoðunar að það megi aldrei selja RÚV. Fyrst og fremst vegna þess að, hverjir myndu eiginlega kaupa það? Það eru hugsan- lega einhverjir örfáir aðilar hér á landi sem myndu hafa efni á því. Ég held það sé enginn nema ríkið sem á að reka þessa stofnun. Ég verð nú að segja alveg eins og er, ef maður horfir á uppganginn í landinu og það frelsi sem hefur mynd- ast í peninga og fjármálum er það gífurlega gott að mörgu leyti, en við verðum að gæta okkar á því að meirihluti fjár- magnsins í landinu lendi ekki á fárra manna höndum. Það getur verið hættulegt. Af tvennu illu vil ég frekar ríkis- einokun en einstaklingsein- okun. Einstaklingar geta verið misjafnir að upplagi eins og við vitum. Það er ekki geðsleg hugsun að vita af RÚV í einkaeigu einhverra misvit- urra einstaklinga.“ Vestfirðir við þrösk- uldinn að velsæld –Það liggur beint við að spyrja Pálma út í „ástandið“ hér fyrir vestan. Hvað finnst honum um stöðuna í dag? „Kvótakerfið er glæpur gegn þjóðinni, sérstaklega litlu byggðunum. Þarna safnast kvótinn á fáar hendur og ef einhverjum einum dettur í hug að hætta, gera eitthvað annað, þá getur heilt byggðalag setið eftir allslaust. Það var á sínum tíma alveg fráleitt að úthluta kvóta samkvæmt vinnu og veiðireynslu einhverra manna. Ég spyr hvar er kvóti háset- anna og fiskvinnslufólksins ? Hvar er kvóti íbúa sjávarpláss- ana? Hvar er kvóti þjóðarinnar sem heildar? Þeir sem eru rík- astir af kvótanum eru gamlir trillukarlar og ef að fjórir- fimm menn fara úr bænum hverfa með þeim allar tekjur. Það er ekkert eðlilegt að ein- hver sem hefur skakað á trillu í lengri eða skemmri tíma fái allt meðan sá sem var stýri- maður á togara í jafn langan

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.