Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 15 Blaðamaður Blaðamaður óskast til starfa á Bæjarins besta og bb.is frá og með 1. september nk. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri íslensku- kunnáttu, vera vinnusamur og lipur í sam- skiptum. Þarf að hafa góða almenna þekk- ingu, einkum á því sem við kemur Vestfjörð- um. Uppl. gefur Sigurjón í síma 456 4560. Ísfirskir skátar á alheimsmóti Hópur félaga úr skátafélaginu Einherjar – Valkyrjan á Ísafirði hélt til Englands í síðustu viku til að taka þátt í alheimsmóti skáta sem haldið er í Highland Park, norðaustan við London. Mótið stendur í um tvær vikur, frá 27. júlí til 8. ágúst. „Við erum tólf sem förum saman“, segir Ágúst Arnar Þráinsson, skáti. Alls fara um 420 íslenskir skátar á alheimsmótið og er hópur Íslendinga þegar kominn á staðinn til að undirbúa komu landa sinna. Gestum fjölgar hjá Mánafelli Töluverð aukning hefur verið á gistinóttum hjá íbúðargistingunni Guesthouse Mánafell í Bolungarvík frá því að starfsemi hófst í fyrra. Að rekstrinum stendur Arndís Hjartardóttir og dætur hennar fimm; Guðrún Benný, Elísabet, Ingibjörg, Arndís og Sigríður Ágústa. Allar íbúðirnar eru staðsettar í Stigahlíð og voru flestar þeirra keyptar af Bolungar- víkurkaupstað en tvær voru í einkaeigu. Konurnar réðust í miklar endurbætur á hús- næðinu og nú eru fimm íbúðir leigðar út í skammtímaleigu en allar hinar eru leigðar út til langs tíma. Arndís býður bæði upp á uppábúin rúm og svefnpokagistingu. hverjir ekki haft tækifæri til að sækja formlegt nám í sínu fagi ýmist vegna þess að það hefur ekki verið í boði verið of kostnaðarsamt eða hreinlega bara vegna þess að þeir hafa ekkert ætlað út í það sem þeir eru að gera, heldur hafa ílengst við það. Þess í stað hafa margir starfað tímabundið við leikhús erlendis til að leita sér að þekkingu en námið sem ég til með að taka skilar mér B.A. gráðu sem að sýnir svart á hvítu að ég er búinn að fara í gegnum ákveðna þjálfun. Inni í þessu er allt frá praktískum lær- dómi um öryggisatriði og almennar starfsvenjur og vinnuferli, yfir í listrænu hliðina, hönnun, litateoríur og ýmiskonar tilraunastarf- semi. Mjög margir þekktir leikarar hafa sótt Central: Judy Dench, Rupert Everett, Carrie Fisher, Gael Garcia Bernal, Kathleen Turner og Laurence Olivier. Þetta er flottur listi og hann er lengri. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en nú nýlega hversu margir virtir, þekktir og virkilega góðir leikarar koma úr þessum skóla. Mér finnst svolítið magnað að fá tækifæri til að snerta við þeim anda og þeim grunni sem menntun þeirra byggir á.“ –Hvað er þetta langt nám? „Námið er þrjú ár en vegna reynslu minnar hjá Þjóðleikhúsinu og Borgar- leikhúsinu hafa skólayfir- völd boðist til að stytta námið niður í tvö ár. Ég mun samt skoða það nánar þegar ég kem út og skólinn getur metið kunnáttu mína. Ég veit þó að mörg af náms- markmiðum fyrsta árs hef ég þegar uppfyllt í starfi mínu hjá stóru leikhúsunum. Er- lendis eru þó gerðar mun strangari kröfur um hvernig hlutirnir eru unnir. Þar eru viðhafðar starfsvenjur ólíkar þeim sem tíðkast hérlendis enda færra starfsfólk og aðrar aðstæður hér heima. Það kemur því bara í ljós hvernig skólinn metur vinnu mína.“ –Heldurðu að þú hafir fengið einstök tækifæri innan ljósabransans, komandi úr svona litlu samfélagi þar sem þú gast fljótt unnið þig upp? „Myndirnar frá þeim sýn- ingum sem ég lýsti á Ísa- firði, félagsstarfið sem ég tók þátt í og tækifærin sem ég fékk í kjölfarið komu mér inn í þennan skóla. Ekki bara reynslan úr stóru leik- húsunum. Það er hinsvegar frekar sjaldgæft að hafa National Theatre á feril- skránni og það þykir góður pappír erlendis. Smæð Ísa- fjarðar og Íslands hafa gert mér það kleift að grípa ákveðin tækifæri sem bjóð- ast ekki hverjum sem er úti í heimi og ég er þakklátur fyrir það. Mér skilst að ár- lega sæki um 200 manns um að komast í ljósahönnun við Central en aðeins 6-8 hleypt inn. Ég held að þarna úti finnist þeim spennandi að vera með einhvern frá svona litlu landi eins og Íslandi.“ –Hvernig kom það til að þú valdir þennan tiltekna skóla? „Ég var búinn að skoða skóla sem kenna ljósahönn- un í nokkurn tíma, þar á meðal í Finnlandi, auk þess sem ég var búinn að hug- leiða að fara til hinna Norð- urlandanna. Ég endaði inni á síðu þar sem hægt er að sækja um í öllum skólum á Bretlandi. Þar leitaði ég eftir námskeiðum sem ég hafði áhuga á að taka og þessi skóli kom upp. Ég hafði skoðað þennan skóla þegar ég fór fyrst að svipast um eftir námi í ljósahönnun, fyrir 4-5 árum síðan.“ – Hvenær ferðu til Lundúna? „Ég fer út nú í haust, skól- inn hefst 1. október, en ég geri ráð fyrir að fara út þegar í september. Ég er þegar farinn að svipast um eftir íbúð og það eru nokkrir skó- kassar og kústaskápar sem eru í sigtinu,“ segir Frið- þjófur glettnislega. „Menn verða að vanda valið og stökkva ekki á það fyrsta sem býðst. Kærastan mín, Kristín Halla Kristinsdóttir ætlar að koma með mér út og hún hefur verið að leita að íbúðum með mér. Hún lýkur B.A. gráðu frá Há- skóla Íslands nú í haust og stefnir að fá sér vinnu úti fyrst um sinn en hyggst svo, þegar fram líða stundir, sækja nám þarna í sínu fagi.“ – Eitthvað hlýtur svona nám að kosta, ekki satt? „Jú, þetta er frekar dýrt nám, árið kostar 12.000 pund fyrir þá sem búa utan Bretlands, eða tæpa 1,5 milljón króna. Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar ekki fyrir þessu nema að hluta til og er það reyndar ný tilkomið þ.e. lán fyrir skólagjöldum grunnnáms og ég fæ lánað fyrir um helm- ingi kostnaðarins frá LÍN. Restina ætla ég mér að töfra fram með því að herða sult- arólina auk þess sem Spari- sjóður Vestfjarða hefur boðið mér góða þjónustu til að ég geti látið drauminn rætast. Einnig hef ég biðlað til fyrirtækja og sjóða og reynt að fá styrki. Ég vona að tekið verði vel í það, sér- staklega með tilliti til þess hvað vantar marga í stéttina hér heima.“ – Er ekkert mál að fá vinnu sem ljósahönnuður á Íslandi, ákveðir þú að snúa aftur heim að námi loknu? „Það hefur orðið mjög lítil endurnýjun í bransanum hér á landi síðustu árin. Ég held ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að það hafi engin endurnýjun orðið síð- ustu 10 árin, hvort sem það er í ljósahönnuninni eða leikmyndahönnun. Hönnuð- irnir heltast síðan úr lestinni eftir því sem þeir eldast – sérstaklega með síauknum hraða í tækninýjungum – og eftir sitja fáir hönnuðir um margar sýningar. Það er í sjálfu sér mannekla í þessum bransa í dag og mun vænt- anlega aukast. Byggingu tónlistarhúss í Reykjavík á að vera lokið ári eftir að ég kem úr námi, nema ég fram- lengi dvöl mína eitthvað. Áform um að byggja óperu- hús eru líka á teikniborðinu sem kemur til með að valda enn meira framboði á störf- um. Ljósadeildin í óperunni í dag samanstendur af einum manni, en það kæmi vænt- anlega til með að breytast. Ég er bjartsýnn á að snúa heim en tilhugsunin um að starfa við leikhús erlendis heillar líka. Þá langar mig að bæta við mig menntun og vona að það verði til þess að ég finni eitthvað við mitt hæfi. Annars er gaman að hugsa til þess að Ísfirðingar geta státað af leikurum, leik- stjórum, dönsurum, hljóð- færaleikurum og söngvurum sem hafa starfað við at- vinnuleikhúsin og því ekki leiðinlegt að bætast í þá flóru sem hönnuður fyrir leiksvið.“ – tinna@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.