Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 20078 Á þriðja hundrað ungra knatt- spyrnumanna tóku þátt Rúmlega tvö hundruð ungir knattspyrnumenn tóku þátt í árvissu Vestfjarðamóti Sparisjóðs Bolungarvíkur og Ungmennafélags Bolungarvíkur um helgina. „Ég er mjög ánægð með það hvernig til tókst“, segir Sólveig Sig- urðardóttir, formaður UMFB. „Allt gekk eftir áætlun, okkur leist ekkert á veðrið til að byrja með en það rættist úr því og við fengum sól um leið og útidansleikurinn byrj- aði.“ Þátttakendur voru í 4. til 7. flokki karla og kvenna og komu frá Borgarnesi, Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík og Suðureyri. Ungmennafélagið Skallagrímur hlaut flest verð- laun en allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttök- una. „UMFB fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni vorum við með veglegri verðlaun en vanalega og reyndum að gera meira úr þessu. Það voru allir mjög ánægðir með hvernig til tókst og þau frá Borgarnesi sem höfðu ekki komið í nokkur ár sögðust ætla að koma aftur að ári“, segir Sólveig. Foreldraráð yngri flokka knattspyrnu UMFB hefur veg og vanda af mótshaldinu og Sparisjóður Bolungarvíkur er aðalstyrktaraðili mótsins. Meðfylgjandi myndir af mótinu tók Sigurjón J. Sigurðsson. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.