Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 11 „Ég held að þetta sé einsdæmi, að vera stöðugt með yfir 50% áhorf þrátt fyrir að vera búnir að vera svona lengi að. Þannig að á meðan fólk sýnir okkur áhuga munum við halda áfram að vera með þættina.“ rvíkinni gott uppeldi tíma fær ekki neitt. Það er alveg sama hvar á þetta er litið, kerfið er mjög hættulegt og óheilbrigt. Ég hef annars mikla trú á bæði Bolungavík og Vest- fjörðum öllum og að hér erum við, við þröskuldinn á mikilli velsæld. Hér eru óendanlegir möguleikar. Ég hefði aldrei farið að dunda mér við að gera upp þetta hús ef að ég héldi að plássið legðist í eyði og héðan færu allir. Ekki það að ég sé að gera húsið upp í von um einhvern hagnað, heldur er þetta fyrst og fremst tilfinn- ingaatriði. En hvað sem verð- ur held ég að með því hættu- legasta sem hægt væri að gera væri að setja hér upp olíu- hreinsistöð. Menn þurfa að minnsta kosti að hugsa sig vel um og kanna þetta mál alger- lega til hlítar. Það virðist sem að nú sé ástandið þannig að hægt sé að bjóða Vestfirðing- um upp á hvað sem er. Það er eins og að leiða dauðhungr- aðan mann inn í matvörubúð, svangur maður étur hvað sem er, þó það sé honum allt annað en hollt. Olíuhreinsistöð er hinsvegar skammgóður verm- ir, menn verða að hugsa leng- ra. Það þýðir ekki að pissa í skóna sína þó manni sé kalt á fótunum, það frýs fljótlega aft- ur. Mér finnst það ábyrgðar- laust tal af þungavigtarmönn- um eins og ágætum vini mín- um Flosa Jakobssyni að segja að ef ekki verði komin hingað olíuhreinsistöð innan skamms tíma verði allir dauðir. Svona viðhorf finnst mér ekki eiga að heyrast. Margir spyrja hvað eigi að koma í staðinn. Sjáum til dæmis Húsavík þar sem er starfrækt vinsælt hvalasafn, svo ekki sé minnst á typpa- safn! og meira og minna er uppselt í hvalaskoðanir sem farnar eru frá bænum. Það koma bara aðrar áherslur. Menn verða bara að hafa kjark og dug, að ég tali ekki um ímyndunarafl, til að koma með nýjar hugmyndir. Vest- firðir eru orðnir alþjóðlegt ferðamannasvæði, samanber Hornstrandir og Jökulfirðina. Af hverju er Bolungavík ekki þjónustumiðstöð fyrir fólkið sem vill fara þangað? Það er búið að verja milljörðum í hafnarframkvæmdir í bænum. Hvers vegna ekki að nota þessa góðu aðstöðu sem er hér til staðar? Menn tala um að það þurfi að benda á eitt- hvað annað ef þeir vilja ekki olíuhreinsistöð, og það eru alltaf allir að því. Okkar ágæti bæjarstjóri Grímur Atlason hefur margbent á óltal marga og mikið betri kosti, hvað varðar atvinnu og velferðar- mál hér í Bolungavík og á Vestfjörðum yfirleitt.“ Vestfirðir eiga að vera ein heild „Ágætur maður frá Ísafirði, Sigurður Pétursson, sem situr í bæjarstjórn skrifaði um það um daginn að á Vestfjörðum væri vel hægt að hafa ríkis- stofnanir. Það er alveg hárrétt hjá honum og orð í tíma töluð. Honum datt hinsvegar ekki aðrir staðir í fjórðungnum í hug en Ísafjörður. Horn- strandastofan, sem mér skilst að eigi að koma á fót, ætti að sjálfsögðu að vera í Bolunga- vík þaðan sem mun styttra er yfir á Hornstrandir en frá Ísa- firði. Vestfirðingar þurfa að fara að hugsa meira um kjálk- ann sem eina heild. Mér finnst það viðhorf vanta. Nú stendur til dæmis til að bora göng frá Bolungavík til Ísafjarðar og það er alveg hreint óskiljan- legt af hverju göngin eru ekki boruð stystu og bestu leið, úr Syðridal yfir í Tungudal á Ísa- firði. Heldur vilja þeir láta Bolungavík vera endastöð áfram með því að fara í gegn- um Eyrarhlíðina. Ég óttast það að í hugum fólks verði þá al- veg jafn langt hingað og áður. Að fara með göngin inní Tungudal myndi ekki að eins tengja Bolungavík betur við verslun á Ísafirði og flugvöll- inn, heldur myndi það tengja mikið betur saman allar firð- ina þar með talið suðurfirð- ina.Það ofurtakmarkaða bygg- ingarland sem Ísfirðingar eiga er allt í Tungudalnum. Væru göngin þar tæki ekki nema fimm mínútur að keyra til Bolungavíkur sem státar af meira og öruggara bygginga- landi en nokkur byggð á Vest- fjörðum. Bolungavík yrði mikið nær Ísafirði og samstarf bæjanna tveggja gæti orðið miklu meira. Hafi menn hugs- að sér eitthvað sameiningar- ferli, sem ég er reyndar ekki viss um að sé góð hugmynd, þá getur það aldrei gerst nema með því að hafa göngin á þess- um stað. Mér finnst öll rök hníga að því að hafa göngin á þessum stað en ekki þar sem verið er að mæla fyrir þeim nú. Ein- hverjir sem eru ósammála mér hafa haldið því fram að Syðri- dalurinn sé eitthvað veðravíti. Mér finnst það óskiljanleg rök, þetta er hvorki fyrsti né síðasti dalurinn sem vegur liggur um. Menn hljóta að hafa keyrt undir Hafnarfjallið að ég tali ekki um Kjalarnesið, eftir þjóðvegi 1. Í Syðridal gæti varla verið meira veðra- víti en þar. Þá er talað um of mikinn kosnað, en heldur en velja þessa lausn vilja menn að göngin komi út við Skarfa- sker eða Hesthúsin í Hnífsdal sem er hættulegasta snjóflóða- svæði á Vestfjörðum. Það þyrfti að byggja munnan langt út á Hnífsdalsvíkina og þvera hana síðan. Hvernig halda menn að brimskaflarnir fari með þann vegpart eins og veðrin geta verið hér á djúp- inu?!“ –Pálmi er ekki á því að hér fyrir vestan sé allt að fara til fjandans. „Mér þykir miður að heyra tal um það að hér sé allt á vonarvöl og hönd dauðans liggi hér yfir öllu. Þetta er bara bull. Því miður finnst mér þetta stundum komið frá Vest- firðingum sjálfum. Það er til dæmis svo mikið að gera hér að maður fær ekki iðnaðar- menn nema hreinlega að grenja þá til sín. Í þessu hef ég ekki lent í fyrir sunnan. Hér eru nokkrir einstaklingar svo ríkir að það má telja það í milljörðum. Hér er allt á fullri ferð og ég get ekki betur séð en að allir séu glaðir. Hér er gott að vera, mér þykir vænt um þennan stað, ég er héðan og hér eru óendanlegur mögu- leikar á öllum andskotanum. Ég má til með að nefna skemmtilega hugmynd sem hefur komið fram, um að byggja hótel á toppi Bolafjalls, þar sem gestir væru með útsýni yfir allt Djúpið og

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.