Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 3 Annríki hjá lögregl- unni á Vestfjörðum Níu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögregl- unnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Á tólfta tím- anum á föstudagskvöld var tilkynnt til lögreglu um að bifreið hafi verið ekið á gám á athafnasvæði Eimskipa á Ísafirði og ökumaðurinn væri stung- inn af. Lögreglan leitaði ökumannsins og hafði upplýsingar um hvern var að ræða. Síðar um nóttina gaf ökumaður sig fram og reyndist vera ölvaður. Viðurkenndi hann að hafa verið drukkinn er hann ók á gáminn. Ökuskírteini hans var þá rétt rúmlega mánaðar gamalt. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um bifreið utan vegar í Tálknafirði og líklegur ökumaður á hlaupum um tún við sveitabæ þar skammt frá. Lögreglumenn handtóku konu rúmlega fimmtuga, þar sem hún lá á túninu en hún var grunuð um að vera ölvuð við akstur. Á laugardag datt maður af mótorhjóli þar sem hann var á ferð á gömlu Breiða- dalsheiðinni við vegamótin að Botnsheiði. Meiddist hann í baki, en ekki er tal- ið að um alvarleg meiðsli sé að ræða. Á miðvikudag hjólaði barn á bifreið á gatnamótum Túngötu og Hallabrekku á Ísafirði. Meiðsli barnsins voru minni háttar. Í vikunni var ekið á lamb á Djúpvegi við Arn- ardal, annað lamb úti á Arnarnesi og það þriðja við brúna yfir Þorska- fjarðará. 14 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögregl- unnar á Vestfjörðum í vikunni. Einn þessara öku- manna var sviptur öku- rétti en hann ók bifreið sinni á 80 km á klst. þar sem 35 km á klst. er leyfður. Olíuhreinsistöð: Lóðir í Arn- arfirði og Dýrafirði skoðaðar Fjórðungssamband Vest- firðinga er að láta skoða tvær lóðir vegna hugsanlegrar olíu- hreinsistöðvar á Vestfjörðum, annars vegar í landi Hvestu í Arnarfirði og hinsvegar í landi Sanda og Hóla í Dýrafirði, en jarðirnar Sandar og Hólar eru samliggjandi og eru Sandar í eigu Ísafjarðarbæjar. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku. Aðalsteinn Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, sagði að einungis væri um forat- hugun að ræða. Hann sagði að engar stóriðjulóðir hefðu til þessa verið skilgreindar á Vestfjörðum. Stóriðjunefnd hefði á sínum tíma sneitt hjá landshlutanum. Þegar hugmyndir um olíu- hreinsistöð voru kynntar í vor sem leið hefði ver leitað til stjórnvalda um fjármagn til að kosta leið að mögulegum lóðum fyrir slíka starfsemi. Í upphafi komu til greina þrír staðir í Arnarfirði og tveir í Dýrafirði. Eftir forakönnun var leitað til fjögurra landeig- enda um hvort þeir vildu láta land af hendi undir stóriðnað. Landeigendur Hvestu annars vegar og Sanda og Hóla hins- vegar lýstu vilja til frekari við- ræðna, ef af yrði, og því eru þær lóðir skoðaðar nú. Aðalsteinn sagði að meðal annars yrði kannað hvort forn- minjar, náttúruvættir, gróður- far eða dýralíf kynnu að hindra leyfisveitingar eða fram- kvæmdir á umræddum lóðum. Lóðirnar voru aðallega valdar með tilliti til stærðar og legu landsins. Talið er að olíuhreinsi- stöð þurfi að minnsta kosti 1,6 ferkílómetra stóra lóð og þarf landið að vera nokkuð flatt. Þá verða gerðar dýptar- mælingar fyrir landi lóðanna í ágúst næstkomandi vegna hafnarmannvirkja fyrir slíka starfsemi. Jafnframt verður unnin skýrsla um samfélags- leg áhrif stórfyrirtækis á Vest- fjörðum. Þar verður meðal annars safnað upplýsingum um samfélagsgerð, samgöng- ur og fleira í þeim dúr. Aðalsteinn sagði að eftir þessa skoðun mundi Fjórð- ungssambandið að minnsta kosti eiga skýrslu um mögu- legar lóðir undir stóriðnað. Konráð Eggertsson, hrefnu- veiðimaður á Ísafirði, segir að sínu mati megi þeir sem segjast frekar vilja svelta en að fá olíuhreinsistöð á Vest- firði bara svelta. Konráð segist taka undir með Flosa Jakobs- syni, útgerðarmanni í Bolung- arvík, í grein sem birtist í síðasta BB þar sem hann segir tal þeirra bæjarfulltrúa sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðarlaust. „Ég vil segja við þá sem eru á móti olíuhreinsistöð að þeir hljóta að vera öruggir með vinnuna sína og hugsa ekki til hinna. Ég vil spyrja þá sem eru á móti fyrirhugaðri stöð hvort þeir ætli að hætta að nota bíla og flugvélar eða ekki. Hver á þá að hreinsa olíuna eftir þá og hvar á að skilja eftir mengunina. Ég vil koma þeim skilaboðum til Ómars Ragnarssonar og Hermanns Gunnarssonar að láta okkur á Vestfjörðum í friði, ef þeir vilja stoppa það að við fáum atvinnu til okkar skuli þeir flytja til okkar fyrst“, segir Konráð. Konráð vill einnig minnast á þáttinn „Í vikulokin“ sem sendur var út hjá Svæðisút- varpinu á Ísafirði á dögunum þar sem Anna Guðrún Ed- vardsdóttir, forseti bæjar- stjórnar í Bolungarvík, Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði og Þór- hallur Arason, nýsköpunar- og þróunarstjóri Vísis á Þingeyri spjölluðum meðal annars um það hitamál sem olíuhreinsi- stöðin er. „Anna og Gylfi komu mjög málefnalega fyrir en ég vil spyrja Þórhall sem sagðist hafa mjög gaman af því að keyra út um allt land hver eigi að hreinsa upp skít- inn sem af því hlýst. Hann sagði í þættinum að hann væri ekki öfgamaður eða aftur- haldsseggur en ég segi að hann sé bæði. Að mínu mati mega þeir sem lýsa því yfir að þeir vilji frekar svelta en að fá olíu- hreinsistöð skuli bara gera það.“ – thelma@bb.is „Hver á að hreinsa upp olíuna eft- ir andstæðinga olíuhreinsistöðvar“ Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.