Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 2. ágúst 2007 · 31. tbl. · 24. árg. Vestfirðingar eiga ekki að láta bjóða sér hvað sem er – sjá viðtal í miðopnu við leikarann Pálma Gestsson sem er Vestfirðingur í húð og hár, með sterkar skoðanir á kvótakerfinu og uppbyggingu Vestfjarða Nemendum í MÍ fjölgar Alls eru 307 nemendur skráðir til náms á haust- önn við Menntaskólann á Ísafirði og eru það tölu- vert fleiri en voru skráðir á sama tíma í fyrra. Þá höfðu 280 nemendur skráð sig í dagskóla um mitt sumar. Alls bárust 86 um- sóknir um nýskráningu í skólann. Nýnemar úr grunn- skóla eru 54, sjö koma með mat úr öðrum skól- um og 25 endurinnrita sig eftir hlé frá námi hér. Lokatölur um fjölda nem- enda munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í ágúst þar sem nemendur í kvöld- skóla og þeir sem eru að snúa aftur til náms innrita sig yfirleitt frekar seint. 315 nemendur hófu nám þegar skólinn var settur ágúst sl. og þar af 71 nýnemi. Þá fækkaði nemendum í MÍ um tæp- lega 13% á milli áranna 2005-2006 samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Enn meiri fækkun var frá árinu 2004 til 2005, en fyrrnefnda árið voru 438 nemendur skráð- ir í MÍ, og 289 það síðara og er fækkunin 22% á milli ára. Árið 2004 voru dagskólanemendur 339 en voru 298 árið 2005. Menntaskólinn á Ísa- firði verður settur í 38. sinn þann 22. ágúst. Upp á síðkastið hefur nokk- uð borið á því að rangar upp- lýsingar til lögreglu- og sjúkra- flutningamanna hafi valdið töfum í útköllum, nú síðast um helgina þegar bifhjólaslys varð í Dagverðardal. Fyrstu upplýsingar gáfu til kynna að slysið hefði verið á Botnsheiði og fóru lögreglumenn því í gegnum Vestfjarðagöng. Þetta var leiðrétt stuttu síðar og sjúkrabíll fór frá Ísafirði sem leið lá upp Dagverðardal. Þá hefur það gerst að minn- sta kosti í tvígang að sjúkra- flutningamenn hafa verið kall- aðir að heimilisfangi á Ísafirði, þegar neyðin er í samnefndri götu í öðrum þéttbýliskjarna Ísafjarðarbæjar. Vilja sumir meina að vanþekking starfs- manna Neyðarlínunnar á stað- háttum valdi þessum mis- skilningi, en aðspurður tekur Önundur Jónsson, yfirlög- regluþjónn Lögreglunnar á Vestfjörðum, ekki undir þær raddir. „Þeir sem hringja í Neyðarlínuna eru skiljanlega oft í miklu uppnámi og gefa ekki nógu nákvæmar upplýs- ingar. Neyðarlínan þarf kann- ski betur að brýna fyrir fólki að gefa nákvæmar upplýsing- ar um staðsetningu, en ég vil ekki kenna þekkingarleysi starfsmanna um“, segir Ön- undur. Ekki náðist í Þórhall Ólafs- son, forstjóra Neyðarlínunnar við vinnslu þessarar fréttar. Rangar upplýsing- ar hafa tafið útköll Stjórn Bakkavíkur í Bol- ungarvík ákvað á fundi á föstudag að stoppa rækju- vinnslu tímabundið meðan verið er að tryggja vinnslunni hráefnis til a.m.k. þriggja mánaða. Þriggja mánaða hrá- efnisbirgðir eru um það bil 1.500 tonn. Taka því uppsagn- ir 12 starfsmann gildi nú um n.k. mánaðamót. Enn eru 14 starfsmenn starfandi í fyrir- tækinu sem ekki hefur verið sagt upp. Starfsfólki hefur ver- ið tilkynnt um þessa ákvörð- un. Stjórnendur fyrirtækisins vonast til að vinnsla geti hafist að nýju eigi síðar en um næstu mánaðamót, ef það gengur eftir þarf að ráða 14-16 starfs- menn. Í dag er verið að landa 400-450 tonnum af rækju í Bolungarvík til vinnslu hjá Bakkavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í lok apríl sagði Bakkavík upp 48 starfsmönnum í landvinn- slu. Ástæða þeirra voru langvar- andi erfiðleikar í rækjuvinnslu. Bakkavík hættir vinnslu tímabundið Bakkavík í Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.