Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 200716 STAKKUR SKRIFAR Minnumst Einars Odds Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Nýr leikmaður til KFÍ Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur gert samning við amer- ískan leikmann að nafni Chris Isom. Hann lék með East Tex- as Baptist í Texas í vetur og var með 22.2 stig og 10.3 stig í leik. „Þetta er fjölhæfur drengur sem kemur til með að falla vel að leik KFÍ og bjóðum við hann velkominn“, segir á vef KFÍ. Þess má til gamans geta að um er að ræða tvíbura- bróður Cedric Isom sem leikur hjá Þór Akureyri í vetur. Þurrkur tekur toll af berjasprettunni Útlit er fyrir að ber spretti í fyrra fallinu í ár en hætta er að sprettan verði lítil vegna langvarandi þurrka sem hafa verið í sumar. Garðyrkjufræðingurinn Ásthildur Cesil Þórðardóttir á Ísafirði, segir að raka þurfi meðan sætukopparnir eru að myndast til að spretta verði góð. Því myndi ekki duga til þó færi að rigna hressilega það sem eftir er sumars. „Það er þó nóg af stöðum þar sem raki er í jörðinni og aðstæður þannig að þar verður ágæt spretta þrátt fyrir þurrk. En á melum og á þurrari svæðum er hætta á að sprettan verði ekki góð“, segir Ásthildur. Hefur ekki trú á að fólk flykkist til Vestfjarða til að vinna í stóriðju Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, svarar áskor- un sveitunga síns, Flosa Jak- obssonar, á bloggsíðu sinni, en í síðasta blaði gagnrýndi Flosi sveitarstjórnarmenn sem tala gegn olíuhreinsistöð fyrir að benda ekki á neitt annað sem gæti komið í staðinn. Grímur hefur ekki trú á að fólk flykkist til Vestfjarða til að vinna í stóriðju og spyr hver eigi að vinna þar. Hann spyr einnig hvert eigi að vera hlutverk landsbyggðarinnar í framtíðinni. Hann veltir því einnig upp hvort það sé eftir- sóknarverð framtíðarsýn að stjórnsýslan, fjármálageirinn, menntastofnanir, sprotafyrir- tækin, svo fátt eitt sé nefnt, verði fyrir sunnan og stóriðjan á landsbyggðinni. Grímur bendir á eitthvað annað, eins og hann kallar það og segir lykilatriðin vera ferðaþjónustu, menntamál, samgöngur, heilbrigðismál og landbúnað. Grímur nefnir Hornstrandir, Látrabjarg og Rauðasand sem þekkt svæði á alþjóðavettvangi og segir þau búa yfir gríðarlegum möguleikum. Hann kemur með þá hugmynd að stofna deild í ferðmálfræðum við deild Háskóla Íslands á Ísafirði. Bæjarstjórinn setur spurn- ingamerki við uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykja- vík og segir að á landsbyggð- inni séu reknar litlar hag- kvæmar einingar sem beri að efla. Þá sé rekstrarvandi öldr- unarheimila á höfuðborgar- svæðinu vel þekktur, mikil starfsmannavelta, yfirfull heimili og segir Grímur það vera góða mótvægisaðgerð að efla hjúkrunarheimili á lands- byggðinni. Nauðsynlegt er að byggja upp öflugt háskólasamfélag á Vestfjörðum, að mati Gríms. Veiðafærarannsóknir og rann- sóknir á Norður Atlantshafi eru kjörin vettvangur fyrir háskóla og segir Grímur þessi tvö svið vera vettvang fyrir heilan háskóla. Grímur nefnir einnig að iðnháskóli og lista- háskóli eigi vel heima fyrir vestan. „Háskólasamfélagi fylgja fjölmörg afleidd störf og mun eftirsóknarverðari en þau sem olíuiðnaðurinn út- vegar“, segir í færslu Gríms. Stórefla þarf samgöngur, bora í fjöll og lengja flug- brautir til að efla samkeppnis- hæfni Vestfjarða. Fjarskipta- mál og dreifing raforku á Vestfjörðum þarf að efla, segir Grímur. Með því má auka ör- yggi og stöðugleika í gagna- flutningi og segir Grímur það vera nokkuð sem hefur mikla þýðingu í nútíma samfélagi. Fjarvinnsla, gagnageymsla, uppbygging menntastofnana og fyrirtækja almennt byggir á því að þessi atriði séu í lagi. Grímur sér sóknarfæri í landbúnaði. Vestfirskt fé hafi ekki sýkst af riðu- og garna- veiki svo vitað sé og sér Grím- ur verðmæti í því sem hægt sé að nýta. Hægt er að fullvinna slóg á Vestfjörðum og nota það til áburðar og skapa hina hreinu grænu ímynd. Að lok- um segir Grímur: „Tækifærin eru fjölmörg og þau eru vendi- punkturinn. Það er ljóst og þau verður að skoða áður en hlaup- ið er á eftir patentlausnum.“ Sjálfvirkt tilkynningakerfi í alla sjóstangaveiðibáta Búið er að koma fyrir sjálfvirku tilkynningakerfi í öllum sjóstangaveiði- bátum Hvíldarkletts ehf. á Suðureyri. Elías Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Hvíldarkletts, segir að tækin auki öryggi stangaveiðimannanna til muna. Í þar síðustu viku hófst leit að einum báta frá fyrirtækinu en ekkert hafði spurst til hans í ein- hvern tíma. Ekkert amaði þó að. Að sögn Elíasar voru tækin ófáanleg þar til nú og komu tækin beint frá framleiðanda. Öll vinna við tækin er lokið af hálfu Hvíldar- kletts og bjóst Elías við að búið yrði að skrá þau í tilkynningarkerfið í síð- ustu viku. Sjálfvirkt til- kynningarkerfi (STK) fyrir íslensk fiskiskip, 24 metrar og styttri, var tekið í notkun í maí árið 2000. Í fyrstu var það rekið af Slysavarnafélagsins Landsbjörgu samkvæmt samningi á milli sam- gönguráðuneytisins og Landsbjargar sá það síð- arnefnda um rekstur og framkvæmd sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Síðar tók Landhelgisgæsl- an yfir rekstur kerfisins. Kerfið nýtir sér fjar- skiptatækni við að flytja sjálfvirkt upplýsingar um staðsetningu skipa og báta til Vaktstöðvar siglinga sem rekin er af Landhelg- isgæslunni. Staðsetningar eru fengnar í gegnum GPS-staðsetningarkerfið. Stærri skipin tilkynna sig á 12 tíma fresti en minni bátar og skip tilkynna sig sjálfvirkt á 15 mínútna fresti. Í dag eru tæplega 1.500 skip í vöktun. Loftnet tækisins komið fyrir á einum báta Hvíldarkletts. Mynd: Þorgeir Baldursson. Athygli vekur hve margir þjóðþekktir karlar og konur hafa minnst Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns frá Flateyri. Engan þarf að undra. Þótt ekki færi Einar Oddur hátt eða með látum vissu þeir sem til þekktu, að verka hans sá víða stað og mun svo verða um langa hríð. Vel á annað þúsund manna vottuðu honum virðingu sína í Hallgrímskirkju 25. júlí síðastliðinn og margir komu vestur á Flateyri til að fylgja honum síðasta spölinn. Það er eiginkonu, börnum og fjölskyldu huggun að vita af þessari miklu samstöðu í íslensku samfélagi. En hvernig er verður Einars Odds og hans merka framlags til stjórnmála og þjóðlífs á Íslandi best minnst? Það var afar vel til fundið hjá Morgunblað- inu að birta hið ágæta síðasta viðtal úr BB við Einar Odd. Hann birtist, eins og áður hefur verið að vikið, sem einlægur landsbyggðarmaður, sterkur karakter, sem gerði sér glögga grein fyrir þörf samfélagsins fyrir fjölbreytni. Landsbyggðin, hagur hennar og staða skiptu Einar Odd miklu. Hann haggaðist ekki svo í stormum sinnar samtíðar að gleyma því að fólk býr víð- ar en á þeim svæðum sem bera póstnúmer er hefjast á tölustöfunum 1 og 2. Kjarni máls hans var sá, að þjóðin hefði ekki gott af því að byggð legðist af utan nefndra pósthólfa. Nú reynir á það að þeir, sem hafa af heilum hug vottað hinum látna tals- manni landsbyggðar á Íslandi virðingu, sýni í verki að alvara fylgi því þegar rætt hefur verið um framlag hans til íslensks samfélags. Fremstir fara for- svarsmenn á Alþingi og í ríkisstjórn. Þar gerast hlutirnir, því að þeir eiga þátt í stefnumótuninni og taka ákvarðanir sem skipta líf fólks utan pósthólf- anna öllu um leið og kreppir að lífskjörum þess vegna aflaleysis í kjölfar kvótaminnkunar. Vitað er að Einari Oddi var mikið áhugamál að bæta kosti til menntunar á öllu landinu, ekki bara í pósthólfunum og nágrenni þeirra. Þá verður þörf nýrrar hugsunar. Forráðamenn Íslendinga fá nú tækifæri til að sýna kjark og þor og brjóta nýtt land á akri menntunar á Íslandi. Hverja skoðun sem fólk hefur á því að setja á fót hvern háskólann á fætur öðrum er ljóst að menntun er lykill að betri framtíð. Það hefði Einar Oddur viljað. En meira þarf til. Skapa þarf kosti til að samfélag fái þrifist með fjölbreyttum hætti um allt Ísland. Háskólamenntun er ein leið, ekki endilega í því formi að setja á stofn hvern smáháskólann á fætur öðrum, heldur með því að skapa færi á því að akademísk menntun og umhverfi fái þrifist á fleiri stöðum en í áður nefnd- um pósthólfum. Þá fylgir meira á eftir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.