Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 20072 Ráðist tvisvar á mann á heimili hans Ráðist var á mann í tvígang á heimili hans á Ísafirði aðfaranótt laugardags. Tveir menn reyndu að komast í samkvæmi en húsráðandi neitaði þeim inngöngu. Annar aðilinn tók sig þá til og sló hús- ráðanda í andlitið, en hinn réðist að eiginkonunni og hrinti henni. Að svo búnu fóru mennirnir á braut. Þeim fannst ekki nóg að gert og mættu aftur á staðinn klukkutíma seinna og réðust aftur að húsráðanda, börðu og spörkuðu í hann áður en þeir hlupu af vettvangi. Aðfaranótt sunnudags var framin önnur líkamsárás þar sem ungur maður réðist að enn yngri manni og sló hann í andlitið með flösku. Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar eru áverkarnir ekki miklir, en verknaðurinn alvarlegur. Ellefu umsóknir bárust um starf menningarfulltrúa Vestfjarða þegar umsóknar- frestur rann út þann 20. júlí síðastliðinn. Á fundi Menn- ingarráðs Vestfjarða þann 24. júlí var ákveðið að leita til Capacent-Gallup um frumúrvinnslu umsóknanna. Mun Capacent taka fyrstu viðtöl við umsækjendur og gera tillögu til Menningar- ráðs um 3-4 hæfustu um- sækjendur. Það mun svo koma til kasta ráðsins að taka ákvörðun um ráðning- una, líklega í byrjun ágúst. Um er að ræða fullt starf sem komið er á fót í kjölfar nýgerðs menningarsamn- ings á milli menntamála- ráðuneytisins, samgöngu- ráðuneytisins og sveitarfé- laga á Vestfjörðum. Starfssvið menningarfulltrúa er dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Vestfjarða, þróunarstarf í menningarmálum, efling sam- starfs á sviði menningarmála og fagleg ráðgjöf og verkefna- stjórnun. Gert er ráð fyrir að umsækjendur séu með háskóla- próf eða annað sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Að auki þurfa skipulags- og stjórnunarhæfileikar umsækj- enda að vera í góðu lagi. Þeir sem sóttu um starfið innan uppgefins umsóknar- frests eru: Auður Ágústsdóttir, nemi í lista og fjölmiðlafræði, Reyk- javík. Brynja Bjarnfjörð Magnús- dóttir, blaðamaður, Reykja- vík. Finnbogi Kristjánsson, fv. fasteignasali, Reykjavík. Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður, Reykjavík. Guðbjörg Halla Magna- dóttir, kennari, Ísafirði. Guðrún Svava Guðmunds- dóttir, BA í mannfræði, Reykjavík. Hjördís Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur, Akra- nesi. Jón Jónsson, þjóðfræð- ingur og framkvæmdastjóri, Steingrímsfirði. Margrét Ákadóttir, leik- ari og listmeðferðarfræð- ingur, Reykjavík. María Ragnarsdóttir, kennari, Patreksfirði. Pjetur Stefánsson, mynd- listarmaður, Reykjavík. – smari@bb.is Ellefu sóttu um starf menningarfulltrúa Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar hf., segir það rangt að vankunnátta starfs- manna sinna á staðháttum á Vestfjörðum hafi nokkurn tímann valdið því að útköll hafi tafist. Að honum vitandi hafi ekki ein einasta athuga- semd borist að vestan og segir hann þessar fréttir koma hon- um í opna skjöldu. „Við erum með mjög öflugt gæðaeftirlit og það er alveg skýr farvegur fyrir athuga- semdir af þessu tagi. Ég tek þetta mjög alvarlega, en að mér vitandi höfum við ekki fengið eina einustu athuga- semd frá aðilum fyrir vestan“, segir Þórhallur. Segir hann það varla geta staðist að sjúkraflutningamenn hafi ver- ið sendir á heimilisfang í vit- lausum bæjarkjarna. „Þegar hringt er úr föstum síma í Neyðarlínuna birtist blár blett- ur á korti sem sýnir nákvæm- lega hvaðan er hringt. Sé hringt úr GSM síma, fáum við upplýsingar um það úr hvaða sendi hringingin kemur og fáum grófa stefnu út frá sendinum. Um leið og það gerist skilgreinir tölvuforrit sjálfkrafa hvaða viðbragðsað- ilar sinna þessu svæði. Svo boðum við sjúkrabíl og send- um upplýsingar til Fjarskipta- miðstöðvar lögreglu.“ Neyðarlínan hefur sem kunnugt er opnað starfstöð á Akureyri og aðspurður segir Þórhallur það vel koma til greina að koma upp starfsemi á Vestfjörðum. „Það hefur komið til umræðu og málið hefur verið rætt með Birnu Lárusdóttur, bæjarfulltrúa á Ísafirði. Málið er á umræðu- stigi, en það er mjög mikil- vægt að það séu aðilar á svæð- inu sem halda utan um boðun og viðbragðsáætlanir og sjái um upplýsingar í gagna- grunni“, segir Þórhallur. Sjá einnig frétt á baksíðu. – halfdan@bb.is „Höfum við ekki fengið eina einustu athugasemd“ Þennan dag árið1969 sprakk vitinn á Gjögurtá við Eyjafjörð í loft upp þegar nýlokið var að endurnýja gasbirgðirnar. Tveir menn voru hætt komnir. Þennan dag árið 1988 fórst kanadísk flugvél í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Hún skall til jarðar aðeins fimmtíu metrum sunnan Hringbrautar. Þrír menn létust. Dagurinn í dag 2. ágúst 2007 –214. dagur ársins Elías ráðinn til Vesturferða Á fundi stjórnar Vestur- ferða á mánudag var ákveð- ið að fela stjórnarformanni að ganga til samninga við Elías Oddsson um að hann verði ráðinn framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar. Gylfi Ólafsson, sem gegnt hefur starfinu síðan á vordögum 2006, heldur til Spánar til starfa og náms í byrjun október. Elí- as mun hefja störf á næstu vikum og vinna samhliða Gylfa fram að framkvæmda- stjóraskiptunum, sem munu verða 1. október. Elías Oddsson er borinn og barnfæddur Ísfirðing- ur, fæddur 1. desember 1956. Hann er iðnfræð- ingur að mennt, en er á lokasprettinum í viðskipta- fræði við Háskólann á Ak- ureyri á ferðamálasviði. Gylfi Ólafsson er grunn- skólakennari B.Ed. frá Háskólanum á Akureyri og starfaði hjá Vesturferð- um meðfram skóla þangað til hann tók við rekstri fyr- irtækisins. Vesturferðir voru stofn- aðar 1993 og hafa æ síðan unnið að markaðssetningu og þróun ferða um Vest- firði, með megináherslu á Vigur, Hornstrandir og stór-Ísafjarðarsvæðið. Þá er móttaka skemmtiferða- skipa snar þáttur í rekstri skrifstofunnar. Framkvæmdastjóri er einn starfsmanna yfir vet- urinn, en hefur að jafnaði 3 starfsmenn sér til full- tingis yfir sumartímann, auk þess að vera með leið- sögumenn og annað lausa- fólk á sínum snærum. Það stingur í augun að sjá báta í misjöfnu ásig- komulagi við hafnarkant- inn sem skemmtiferðaskip- in leggjast upp að. Guð- mundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðar- bæjar, segir að bátarnir séu hluti að því að búa í útgerðarbæ. „Einhvers staðar verða þeir að vera. Fólk man kannski að þeir voru ofar en það var fund- ið að því“, segir Guð- mundur. Hann segir að það megi alltaf deila um hvort að betri staðir séu til. „Reyndar held ég að farþegar skemmtiferða- skipa þoli að sjá út á hvað lífið gengur í sjávarplássi.“ Ísafjarðarhöfn hefur ekki leyfi til að farga bátum, þó þeir líti illa út og séu jafn- vel óhaffærir og líta út eins og hvert annað drasl. „Við rukkum fyrir þetta svo- kölluð uppsátursgjöld og það eru tekjur fyrir höfn- ina.“ Bent hefur verið á að bátarnir gætu verið á Suðurtanga en Guðmund- ur segir að vegurinn þang- að þoli ekki umferð stóra lyftarans sem er notaður til að flytja þessa báta. – smari@bb.is Ferðamenn þola að sjá út á hvað lífið gengur í sjávarplássi Bátar í misjöfnu ástandi og ýmiskonar drasl blasa við ferðamönnum skemmtiferðaskipa.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.