Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 200718 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Blogg Ólínu Þorvarðardóttur http://olinathorv.blog.is/olinathorv/ „Þá er sumardaginn tekið að stytta á ný. Það er svolítið sérstök tilfinning þegar aftur fer að húma á kvöldin og götuljósin kvikna. Sjálf fæ ég alltaf einhver fiðring þegar skyggja tekur – þá víkur náttúrubarnið innra með mér smám saman fyrir borgarbarninu. Mér finnst haustið vera tími borgarlífs - á sama hátt og vorið og sumarið laða mann til fundar við náttúruna. Sé ég ekki stödd í borginni þegar húma tekur á kvöldin verður mér yfirleitt hugsað til hennar.“ Smáauglýsingar Til sölu er fallegt og vel með farið Hyundai píanó. Upplýsing- ar í síma 897 6733. Vel með farið en ódýrt götuhjól óskast fyrir fullvaxta karlmann. Uppl. í síma 693 3916. Til sölu eru hestar frá Lauga- bóli við Ísafjarðardjúp. Hross á ýmsum aldri m.a. nokkur þriggja vetra tryppi. Fjölbreyttir litir. Einnig eru til sölu þurrheysrúll- ur. Uppl. í síma 456 4849 eða 553 7368. Vegna flutninga eru til sölu fjór- ir eldhússtólar og nýr, vandað- ur amerískur svefnsófi. Uppl. í síma 869 6071. Til sölu er tengdamömmubox sem tekur 50 kg. Upplýsingar í síma 866 0571. Til sölu eru 6 og 9 vetra gamlar hryssur. Uppl. í síma 846 7477. Til sölu er úrvalsgott rúlluhey. Uppl. í síma 895 4115. Til sölu er hillusamstæða og sófaborð. Uppl. í síma 663 7375. Til sölu er barnakerra. Verð kr. 10 þús. Uppl. í síma 663 9736. Til sölu er Coleman Sedona, 9 feta fellihýsi með gasmiðstöð og nýrri eldhúseiningu. Verð kr. 280 þús. Upplýsingar í síma 897 6293. Til sölu er Jodel D-117A, 2ja sæta, skemmtileg og hagkvæm flugvél. Stuttbrautaeiginleikar. Ber 2 með fulla tanka, 4:30 klst. Ljósmyndalúga. Fín í Reykja- fjörð eða Fljótavík. Uppl. gefur Jón Karl í síma 898 6033. Til sölu er WV Transporter hús- bíll, árg. 1985, dísel. Í bílnum er gas ísskapur og eldavél og upp- hækkaður toppur. Bíllinn er til sýnis hjá Bílatanga. Tilboð ósk- ast. Uppl. í símum 456 3193, 456 4580 og 896 3193. Til sölu eru góð Bridgestone sumardekk. Stærð 205/70 R15 á felgum. Passar undir Subaru Forrester. Uppl. í síma 865 9637. Til sölu er vel með farið Hyundai píanó. Uppl. í síma 897 6733. Til leigu er lítið hús á Ísafirði í sex til tólf mánuði. Aðeins reuk- lausir og reglusamir leigjendur koma til greina. Hafið samband á netfanginu harpa@kjartan.biz Til sölu er Coleman Pioneer fellihýsi, 9 fet, árg. 93. Verð kr. 290 þús. Uppl. í símum 863 6107 eða 456 6249. Til sölu er lítið notuð Canon EOS 20D myndavél (body). Selst á góðu verði. Á sama stað er til sölu Canon 70-200 zoom linsa (hvít). Uppl. gefur Sigurjón í síma 892 5362. Hlíðarvegspúkar! Hið árlega Hlíðarvegspúkapartý verður haldið laugardaginn 11. ágúst. Til sölu er BMW 520iA árg. 98. Góður bíll. Upplýsingar í síma 692 0314. Alls svöruðu 665. Já sögðu 175 eða 26% Nei sögðu 411 eða 62% Óvíst sögðu 79 eða 12% Spurning vikunnar Hyggur þú á búferlaflutn- inga frá Vestfjörðum á næstu mánuðum? Kristján með Birtu. Fékk sér ref fyrir barnabörnin Kristján Einarsson úr Ön- undarfirði á óvenjulegt gælu- dýr, refalæðu sem ber nafnið Birta. Svo vill til að Kristján er einnig refaskytta og þekkir því vel þessi dýr. Samkvæmt frjálsa alfræðiritinu Wikipedia hafa veiðar á refum verið stundaðar allt frá landnámi. Talið er að refir hafi komið til Íslands þegar í lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum og hafi upphaflega borist hingað með hafís. Íslenski refastofninn er mjög sérstakur vegna langvarandi einangrun- ar frá öðrum refastofnum og aðlögunar að sérstökum að- stæðum hérlendis enda greind sem sérstök undirtegund. Áætlað er að íslenski refa- stofninn árið 2007 sé á bilinu 6000 til 8000 dýr. Bæjarins besta hafði samband við Krist- ján og forvitnaðist um það hvernig það sé að taka að sér ref. – Hvernig kom það til að refaskytta tók að sér ref fyrir gæludýr? „Það var nú aðallega gert fyrir barnabörnin mín, þau hafa gaman að þessu. Ég hef haft ref nokkrum sinnum áð- ur.“ – Eru barnabörnin hrifin af honum? „Já hann er vinsæll og krakkarnir í hverfinu hópast í kringum hann þegar þeir sjá hann. Börnin nefndu hana Birtu þó ég viti ekki af hverju, en þau eru ógurlega hrifin af honum.“ –Hvernig ferðu að því að taka að þér ref? „Ég tek þá á meðan þeir eru í greni. Þessi sem ég er með núna er læða sem ég tók frá þegar ég fann greni, en sjö yrðlingar voru í greninu.“ – Hve gömul er Birta? „ Ég geri ráð fyrir að hún sé fædd um miðjan maí, en það er gottíminn hjá læðunni.“ – Er ekkert erfitt að hafa ref? „Ekki svo mikið þegar þeir eru hvolpar, greyin, en svo kemur eðlið upp í þeim og þeir verða erfiðari í um- gengni.“ – Gerir það þig að betri refa- skyttu að kynnast refnum svona náið? „Já það gerir það. Það er nokkuð um að refaskyttur taki að sér hvolpa, ég hef allavega heyrt af þeim víða.“ – Nú hefur verið mikið í umræðunni að ref hafi fjölgað mikið, hefur þú tekið eftir því? „Ég hef ekki tilfinningu fyrir því á því svæði sem ég er Refir eru óneitanlega fallegar skepnur. með refavinnslu, sem er Ön- undarfjörður og Mýrarhrepp- ur forni. Mér finnst fjöldinn vera ósköp svipaður og hann hefur verið. Ég hef farið mjög víða um svæðið og fundið fjöldann allan af grenjum sem hafa verið virk áður en það er ekki að finna ref í þeim nú. Það hefur komið mér á óvart hvað það er lítið af ref á grenj- um sem ekki hefur verið hreyft við lengi.“ – Hve lengi hefurðu verið refaskytta? „Ég hef verið við þetta í sjö-átta ár. Ég hef legið í þessu núna undanfarið. Síðan seint í vetur er fjöldi veiddra dýra svona rétt um hundrað. Ég var búinn að fara víða og sinnt þessu vel í ár. Ég var svo stoppaður af þegar pening- arnir voru búnir.“ – Heldurðu að þú munir taka aftur að þér ref einhvern tímann? „Ég veit það ekki, það er mikið stúss í kringum þetta svo það er erfitt að segja.“ – Nú eru refir af hundaætt, er hægt að temja ref eins og hund? „Nei, ég held að það yrði allavega óskaplega erfitt og hef ekki heyrt til þess að það hafi nokkurn tímann verið gert. Þeir verða svo erfiðir þegar þeir eld- ast, en það er aldrei að vita nema hægt sé að gera það með mikilli vinnu.“ – Hefurðu náð í ref fyrir aðra? „Það hef- ur nú ekki verið mikið um það. Ég náði í einn fyrir Henry Bæringsson á Ísafirði og Helga í Botni bað mig um að koma með ref í gæludýragarð Sæluhelgarinnar. Ég gerði það og hann var mjög vinsæll,“ segir Kristján og ekki að undra að börnin hrífist af Birtu enda eru refir fallegar skepnur þótt þeir hafi í gegnum tíð- ina oft verið bænd- um og búaliði til ama þar sem þeir eru skæðir keppni- nautar um fugla sem er aðalfæða þeirra á Íslandi. Börnin eru afar hrifin af Birtu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.