Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 200714 Slasaður skipverji fluttur til Ísafjarðar Skipverji á frystitogaranum Þerney RE-101 fótbrotnaði að- faranótt fimmtudags og var hann fluttur til Ísafjarðar árla morguns á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi ökklabrotnað er hann missteig sig illa. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og aðhlynningar. Þerney lagði úr höfn eftir að maðurinn var kominn undir læknishendur en skipið hafði verið á siglingu á Halamiðum þegar slysið varð. Ánægðir ferðaþjónar á Kirkjubóli Ferðaþjónarnir á Kirkjubóli í Bjarnardal eru mjög sáttir við það sem af er sumri og segjast finna fyrir aukningu ferðamanna. Töluvert komi af Íslendingum sem fara mikið eftir veðrinu og panta þá gistingu á síðustu stundu. Einnig koma fleiri erlendir ferðamenn en áður. Algengast er að gestirnir á Kirkjubóli gisti eina nótt. Það eru bræðurnir Guðmundur Valgeir og Jón Grétar Magnússynir sem reka gistiheimilið á Kirkjubóli. Í sama skóla og Laurence Olivier og Judy Dench Friðþjófur Þorsteinsson – allajafna kallaður Fiffi – er ungur Ísfirðingur á leið út í heim. Fiffi hefur lengi verið viðloðandi starf áhugaleikfé- laga í Ísafjarðarbæ og síð- ustu árin hefur hann unnið sem ljósamaður bæði hjá Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu. Nú stefnir Fiffi á nám í leiklistarstórborginni Lundúnum við hinn virta Central School of Speech and Drama þar sem hann hyggst nema hönnun fyrir leiksvið, með áherslu á ljósahönnun. Friðþjófur er sonur hjónanna Evu Frið- þjófsdóttur og Þorsteins Þráinssonar, uppalinn á Ísa- firði, gekk hér í grunn- og menntaskóla, auk Tónlist- arskólans á Ísafirði. „Mamma og pabbi fluttu vestur með 10 daga fyrirvara þegar ég var fjögurra ára gamall. Valið hjá þeim stóð þá á milli Ísafjarðar og Noregs og þau enduðu hér en ætluðu bara að vera í eitt eða tvö ár. Þau eru hins- vegar hér enn og ég lít á mig sem Ísfirðing. Ég hef eytt bróðurpart ævi minnar á Ísa- firði og ber sterkar taugar til bæjarins. Ég kynntist leik- listinni á Ísafirði og steig mín fyrstu skref innan leik- hússins árið 1998 í upp- setningu Tónlistarskóla Ísafjarðar og Litla leik- klúbbssins á söngleiknum Ólíver!. Þá var ég fenginn, ásamt vini mínum, til að vera á eltiljósi. Ég held við höfum komið inn á þriðju æfingu fyrir frumsýningu og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að gera en þar smitaðist ég af hinni marg- frægu leiklistarbakteríu og hef ekki í hyggju að leita mér lækningar. Eftir Ólíver! sóttist ég eftir að taka þátt í starfi áhugaleikfélaga á svæðinu. Ég hef m.a. unnið með Morranum, leikfélögum Grunnskólans á Ísafirði og Menntaskólans, Hallvarði súganda á Suðureyri og Litla leikklúbbnum auk þess sem ég hef unnið með Kómedíu- leikhúsinu, sem er atvinnu- leikhús. Utan Ísafjarðar hef ég unnið með Stúdentaleik- húsinu, Leikfélagi Selfoss, leikdeild Ungmennafélags- ins Íslendings í Borgarfirði, í Borgarleikhúsinu með Leikfélagi Reykjavíkur og Íslenska Dansflokknum og loks í Þjóleikhúsinu auk nokkurra sjálfstæðra leik- félaga, þannig að ég hef starfað víða í „bransanum“ hvort tveggja með áhuga- og atvinnuleikhúsum og á flest- um stærstu leiksviðum landsins. Allt í allt get ég talið saman tæpa tvö hundr- uð sviðslista viðburði sem ég hef tekið þátt í; tónleikar, fegurðarsamkeppnir, söng- keppnir, óperettur, listdans- sýningar og auðviðtað leikrit af öllum gerðum. Ég hef unnið ýmis störf við við- burði sem þessa, allt frá því að standa á sviði og leika, spila eða syngja yfir í að hanna leikmynd, lýsingu eða hljóðmynd, verið sviðs- maður, hljóðfæraleikari og auðvitað ljósamaður. Ég var fljótur að færa mig frá eltiljósinu og næstu sýn- ingu sem ég tók þátt í lýsti ég sjálfur. Það var sýning sem leikfélag Gunnskólans á Ísafirði setti upp og var kölluð „Í ljósi skuggans“. Það verður reyndar að segj- ast eins og er að þá kunni ég auðvitað ekkert að lýsa, var aðallega bara að prófa og fikta. Þannig er áhugi minn á lýsingu fyrst sprottinn af tæknilegum áhuga, það var gaman að fikta með takka og tengingar. Seinna meir færist áhuginn yfir í hönn- unina og listina að lýsa. Það er nefnilega algengur mis- skilningur að ljósin séu bara uppi til að leikararnir sjáist á sviðinu, heldur eiga þau líka að skapa ákveðin hughrif og umhverfi. Lýsingin getur líka verið hluti af plottinu, með því að beina athygli áhorfenda á einhvern til- tekinn stað. Áhuginn og þekkingin á lýsingu hefur þannig þróast smám saman í gegnum árin samhliða áhuga á leikmyndahönnun. Leik- mynd og ljós vinna mikið saman í að skapa þennan heim sem er á sviðinu, um- hverfis leikarana.“ – Færðu eitthvað að spreyta þig á leikmynda- hönnun í skólanum í Lundúnum? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Í þessu námi er meðal annars farið í myndbandagerð fyrir leik- sýningar, en það hefur auk- ist mikið í leikhúsi í dag að nota myndbönd sem hluta af sýningunni. Nemendur skól- ans eru einnig hvattir til að fara á milli kúrsa og bæta við sig úr öðrum sviðum en því sem þeir eru nákvæm- lega að læra. Ég hef áhuga á að bæta við mig gráðu í leik- myndahönnun en ætla að sjá til eftir ljósahönnunina.“ –Segðu mér aðeins frá skólanum. „Skólinn er stofnaður 1906 og heitir The Central School of Speech and Drama, kallaður Central í daglegu tali. Hann er einn af stærstu skólunum í Evrópu sem býður upp á alhliða leikhúsnám. Þar er semsagt ekki aðeins hægt að læra að leika heldur allt frá ljósa- og leikmyndahönnun yfir í kóreógrafíu, leikstjórn og brúðugerð og –leikhús. Einnig er hægt að læra ýmsa þætti sem viðkoma rekstri leikhúsa; að vera ljósa- eða sviðsmaður og framleiða leikrit svo dæmi séu nefnd. Sviðsmenn, hljóðmenn og aðrir sem koma að leikhúsi hér á Íslandi hafa margir

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.