Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 13. september 2007 · 37. tbl. · 24. árg. – rætt við líffræðinginn Ester Rut Unnsteinsdóttur sem vinnur að uppsetningu hins fyrsta melrakkaseturs á Íslandi sem staðsett verður í Álftafirði. Ester hefur kynnt sér tófuna vel og meðal annars unnið að rannsóknum á Hornströndum. Hún segir refinn vera merkisdýr sem er afar fágætt á heimsvísu. Sjá nánar miðopnu. Vestfirðir eru góður vettvangur fyrir refarannsóknir Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um fjóra frá 1. júlí 2006 til 1. júlí 2007, samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands um miðárs- mannfjölda. Í fyrra voru íbúar Vestfjarða 7.523 en eru 7.519 í ár, og er fækk- unin upp á 0,05%. Þetta er töluvert minni fækkun en frá 2005 til 2006, þeg- ar fækkaði um 2%. Alls hefur Vestfirðingum fækk- að um 1.283 frá árinu 1997, þegar þeir voru 8.802 talsins. Er það fækkun upp á 14,6%. Til samanburðar má geta þess að á höfuðborg- arsvæðinu hefur íbúum fjölgað um 19,6% á sama tíma, úr 162.653 í 194. 460. Á Suðurnesjum fjölg- aði íbúum um 23,9%, úr 15.694 í 19.444. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 8,5% á tímabilinu, úr 13.990 í 15.175. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkaði, líkt og íbúum Vestfjarða, nema lítið eitt minna eða um 11,8%. Íbúum á Norðurlandi eystra fjölgaði úr 26.718 í 27.259, eða um 2%. – tinna@bb.is Lítilsháttar fólksfækkun Lagt til að SPVF sameinist tveimur öðrum sparisjóðum Forsvarsmenn Sparisjóðs Vestfirðinga, Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Húna- þings og Stranda hafa ákveðið að leggja til við stjórnir sjóð- anna að þeir verði sameinaðir. Eiríkur Finnur Greipsson, að- stoðarsparisjóðsstjóri SPVF, staðfesti þetta í samtali við blaðið. „Umræður um sam- einingu við aðra sparisjóði hafa verið lengi í gangi, bæði formlega og óformlega“, segir Eiríkur. „Nú í haust barst stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga bréf frá Sparisjóðnum í Kefla- vík með fyrirspurn um samn- ingaviðræður. Nú hefur verið ákveðið að leggja til við stjórn sjóðanna að sameiningartil- laga verði afgreidd á fundi stofnfjáraðila sem verður að öllum líkindum haldinn í nóv- ember.“ Gert er ráð fyrir að auka stofnfé í 5,7 milljarða króna í tengslum við sameininguna. Eigið fé sameinaðs sjóðs mun nema um 21 milljarði króna og telja forsvarsmenn sjóð- anna ljóst að með sameining- unni geti sjóðirnir sinnt enn þær breytingar sem hafa orðið á fjármálaumhverfinu á síð- ustu árum. Við getum ekki breytt þróuninni. Sparisjóður Keflavíkur hefur áður sam- einast öðrum sparisjóði, Spari- sjóði Ólafsvíkur og hefur ríkt mikil ánægja með þá samein- ingu.“ Eiríkur segist vonast til þess að sameiningin verði sam- þykkt en segist ekki geta sagt til um hvenær hún gangi í gegn, samþykki stofnfjárað- ilar hana. – tinna@bb.is stærri verkefnum og eflt þjón- ustu við viðskiptavini sína. Eiríkur segir það vera nauð- synlegt fyrir Sparisjóð Vest- fjarða að stækka í því fjár- málaumhverfi sem er í dag. „Við getum ekki boðið við- skiptavinum okkar upp á ásættanleg kjör með óbreyttu fyrirkomulagi. Sparisjóðurinn þarf að vera samkeppnishæf- ur, sameiningin yrði í takt við

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.