Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 200710 eru dýrmæt gögn sem safnast hafa í gegnum tíðina, en um það bil 30 ár eru síðan þetta hófst. Páll Hersteinsson hefur séð um þessar og aðrar rann- sóknir á íslenska melrakkan- um. Hann gerði m.a. rann- sóknir á lífsháttum, fæðu og yfirráðasvæðum í Ófeigsfirði á áttunda áratugnum. Allt sem er vitað kemur frá þessum rannsóknum sem ég hef nefnt en það hafa ekki verið gerðar svona langtímarannsóknir síð- an. Við vorum tvær sem unnum við rannsóknirnar í Hlöðuvík 1998 og söfnuðum við gögn- um um atferli yrðlinga og full- orðinna dýra við greni. Ekki hefur verið unnið að fullu úr þeim gögnum. Ég vann þó BS ritgerðina mína um sam- skipti yrðlinga og foreldra á grenjum úr þessum gögnum. Svo voru skrifaðar greinar um fuglalíf í Hlöðuvík, sem birtist í Blika og um refina á Horn- ströndum, sem birtist í Nátt- úrufræðingnum. Undanfarin sumur hefur hópur unnið að rannsóknum í Hornvík, þetta eru vísindamenn frá Háskól- unum í Tel Aviv í Ísrael, Stokkhólmi í Svíþjóð, frá Norsk Polar Institut Trømsø í Noregi og frá Háskóla Íslands. Þetta eru lífeðlisfræðilegar rannsóknir þar sem t.d. er kannað hversu mikla orku hvort foreldri notar við að koma upp yrðlingum miðað við fjölda í goti, þyngd þeirra og stærð svæðisins. Það er ekki búið að ljúka úrvinnslu úr þessum athugunum en Nátt- úrustofa Vestfjarða kemur meðal annars að þessu verk- efni. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess að rannsaka dýr- in er vöktun en hún ætti að fara fram í Hornvík þar sem þéttleikinn er mestur. Ef hægt væri að koma á fastri vöktun þar um nokkurra árabil, þyrfti ekki svo mörg ár til viðbótar til þess að það sé komin sæmi- leg góð tímasería því nú þegar eru til gögn frá rannsóknar- hópnum sem var nefndur áðan og okkur íslendingunum, sem hægt væri að tvinna saman. Þá yrði tófan skoðuð í sam- hengi við fuglalíf og fengist þá einhver mynd af kerfinu á því svæði. Það er draumurinn að hægt sé að koma á vist- kerfarannsókn í framtíðinni og Hornvík hentar mjög vel til þess, ásamt reyndar fleiri svæðum. Það er góður vett- vangur hér vestra fyrir rann- sóknafólk.“ Ætlar ekki að finna upp hjólið – Er það bara refurinn sem dregur þig vestur eða ertu ættuð héðan? „Nei ég er því miður ekki ættuð héðan, það eru í raun Hornstrandir og tófan sem dregur mig hingað. Svæðið hefur aðdráttarafl fyrir marga og þar á meðal mig.“ – Myndir þú þá flytja til Vestfjarða til þess að gerast forstöðumaður refasetursins? „Ég er nú ekki farin að hugsa svo langt. Það eru u.þ.b. tvö ár þar til húsið verður til- búið. En ef ég yrði fengin til þess að stýra því væri náttúr- lega ekki hægt að gera það öðruvísi en að flytja. En maður þarf að geta búið við starfsör- yggi til þess að flytja með heila fjölskyldu, og ef það væri til staðar þá myndi ég skoða það mjög alvarlega.“ – Hvað mun refasetrið bjóða upp á mörg störf? „Við erum að gera áætlun um stofnun og rekstur þess og til þess að faglega sé unnið í setrinu þarf sérfræðimenntað- an aðila með tengsl við há- skóla og náttúrustofur. Við óskum eftir það að fá forstöðu- mann í fulla stöðu allt árið. Það yrði ekki bara sýning sem færi þarna fram heldur er margt sem fylgir þessu, vinna þarf áætlunargerðir, styrkum- sóknir og önnur störf. Ef þar færu fram rannsóknir myndu fylgja því greinarskrif yfir vetrartímann. Síðan væri þörf á starfsmönnum til þess að setja upp sýningar, sjá um tæknibúnað og þess háttar auk þess sem menn er að vinna við að setja setrið upp. Að sjálfsögðu þyrfti svo fólk til þess að vinna á setrinu. Bjart- sýnasta vonin er sú að við myndum fá 25% af þeim ferðamönnum sem koma til Vestfjarða yfir sumarið, þá er- um við að tala um að ca 200 manns myndu heimsækja setrið á dag að meðaltali. Það þyrfti því áreiðanlega 2-3 starfsmenn í fullt starf yfir sumartímann. Einnig þarf að reka kaffihúsið auk þess sem ýmis hliðarverkefni fylgja setrinu, ýmis hönnun, gagna- öflun fyrir sýningu o.s.frv. Þetta er allavega það sem ég vona að muni koma í kjölfar- ið.“ – Það má segja að um frum- kvöðlastarf sé að ræða með uppsetningu melrakkaseturs- ins þar sem það er það fyrsta síns eðlis ekki satt? „Jú að sumu leiti er það svo. Það hefur þó verið að koma upp setrum hér og þar um landið. Ég hef rætt við fólk sem hefur staðið í mun meira frumkvöðlastarfi og fengið góð ráð hjá þeim. Þá er ég að tala um setur eins og Galdrasýninguna á ströndum, Sauðfjársetur á Ströndum, selasetrið á Hvammstanga og svo Hvalamiðstöðin á Húsa- vík. Ég hef verið svo heppin að fá ráðgjöf hjá góðu fólki sem hefur gengið í gegnum þetta allt og rekið sig á og ég nýt góðs af þeirra reynslu. Ég ætla því ekki að finna upp hjólið“, segir Ester og brosir. „Það er búið að finna það upp. Ég hef trú á að setrið geti vaxið og dafnað. Ég vil endi- lega koma því á framfæri að Melrakkasetrið verður stofnað 15. september og ég vil hvetja alla sem hafa áhuga á því að koma að því á einn eða annan hátt að hafa samband. Hvort sem það til þess að gerast hlut- hafar, sem mun ekki kosta mikið, eða lána muni sem gætu nýst okkur eða hvað sem er. Súðavíkurhreppur hefur veg og vanda að uppbyggingu hússins og ég verð tímabundið í setursmíðinni núna en mun svo fara að sinna mínu námi. Ég kem svo aftur til að fylgja þessu eftir svo það er um að gera að hafa samband, það á við um alla þá sem vettlingi geta valdið og hafa einhvern áhuga á þessum málaflokki“, segir Ester með bros á vör og Bæjarins besta óskar henni alls hins besta við uppsetningu þessa áhugaverða seturs. – thelma@bb.is Fyrirhugað er að stofna félag um söfnun muna og sýningu á munum er tengjast melrakka (tófu). Safnið verður til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík. Stofnfundurinn verður haldinn 15. september nk. kl. 14:00 í Samkomuhúsi Súðavíkur. Tilgangur félagsins er söfnun muna, utanumhald og sýning á munum er tengjast melrakka (tófu). Í því felst rekstur á sýningaraðstöðu í Súðavík og önnur skyld starf- semi. Melrakkasetri er ætlað að vera fræðasetur um íslenska melrakkann þar sem safnað verður á einn stað þeirri þekkingu sem honum viðkemur í fortíð og nútíð. Á setrinu verður m.a. sett upp sýning fyrir ferðamenn. Þar mun verða á boðstólum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Melrakkasetur Íslands verður til húsa í Eyr- ardalsbænum í Súðavík. Á stofnfundinum verða samþykktir Melrakkaseturs Ís- lands bornar upp til samþykktar og kosin verður stjórn fyrir félagið. Á stofnfundinum verður mögulegt að skrá sig fyrir hlut í hlutafélaginu. Hlutafé félagsins er að upphæð kr. 2.000.000.- Hlutaféð skiptist í jafna hluti og er hver hlutur að fjárhæð kr. 10.000.- að nafnvirði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar veitir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súða- víkurhrepps. Stofnfundur Melrakkaseturs Íslands Ljósm: Daníel Bergmann. Flotbryggja fauk og eyðilagðist Flotbryggja sem siglingaklúbburinn Sæfari á Ísafirði hefur notað fyrir barna- og unglingastarf félagsins fauk í miklu hvassviðri í síðustu viku og er talin ónýt. Þá fauk landgangur að flotbryggju við Edinborgarhúsið í sjóinn, en skemmdir munu vera litlar sem engar. Þær upplýsingar fengust hjá Lögreglunni á Vestfjörðum að garðatrampólín, sem hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um land, hafi fokið eins og iðulega gerist í hvassviðrum. Þá losnuðu klæðningar af einhverjum húsum. Nemendum fjölgar Tónlistarskóli Ísafjarðar var settur við formlega athöfn í Hömrum í síðustu viku. Tæplega 300 nemendur eru skráðir í skólann og er það talsverð fjölgun frá því í fyrra. „Í einkatíma eru skráðir í kringum 280 nemendur. Einnig erum með tvær lúðrasveitir og kóra hjá okkur svo allt í allt eru þetta um 400 nemendur sem við erum með“, segir Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri TÍ.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.