Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 9 „Það að mest sé af mórauðum tófum á Ís- landi gerir íslenska refinn enn fágætari. Ís- lendingar taka þó, að ég held, tófuna sem sjálfsagðan hlut þar sem þær hafa alltaf verið hér og þykja ekkert merkilegar.“ ð á Íslandi sig.“ Harður heimur – Nú segja menn að tófan sé afar spök á Hornströndum og virðist ekki óttast menn, er þetta gæft dýr að eðlisfari? „Á Hornströndum hefur tóf- an verið friðuð frá árinu 1996 og það virðist gerast mjög fljótt að hún spekist. Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að refaskoðunarferðir væru mögulegar á þessu svæði ef friðunin heldur áfram. En þær tófur sem við sjáum utan frið- landsins eru nú yfirleitt snögg- ar að láta sig hverfa þegar þær sjá menn.“ – Er þetta greint dýr? „Ég veit það ekki, samíska heitið yfir ref í Noregi þýðir heimski hundurinn og rauð- refurinn sem þar er algengari er talinn vera lævísari. Það eru miklar sögur hér á landi um hversu lævís og gáfuð tóf- an sé, en ég held að það sé bara lífsbjargarviðleitni hjá henni. Og kannski er þessi speki í henni á Hornströndum dæmi um það að hún sé nú ekkert svo gáfuð. Þetta eru bara dýr sem eru ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér held- ur afla fæðu og reyna að lifa af. Þetta er harður heimur og þar sem þeir eiga í samkeppni við nágranna verða að hafa fyrir því að halda sínu svæði. Refaparið heldur saman og ver yfirráðasvæði sitt sem er grundvöllur þess að þau geti komið upp yrðlingum. Tófurnar nota lykt til þess að merka svæði sín og ég hef séð ref snarstoppa er hann kemur að landamærum þó að mörkin séu ekki sjáanleg fyrir okkur. Það er því mikil virðing borin fyrir svæðum annarra en það þarf að halda því við og er mikilli orku eytt í það. Tímgunartímabil tófunnar er síðla vetur og læðurnar gjóta snemma á vorin þegar fuglinn er kominn og nýmeti er að fá. Yrðlingarnir eru svo bundnir við grenið í um það bil tvo mánuði meðan læðan mjólkar þeim. Síðla sumars eru svo yrðlingarnir farnir að þvælast út um allt og það er gjarnan á þeim tíma sem fólk segir manni að það hafi séð heilu hópana af tófum. Það eru þá oftast yrðlingar úr sama goti á ferð.“ – Hversu margir yrðlingar koma í hverju goti? „Meðaltal á Íslandi er frekar lágt um 5-6 yrðlingar. En á læmingjasvæðum erlendis er meðaltalið miklu hærra, þó er yfirleitt ekki gotið nema þegar læmingjar eru í hámarki en það er á nokkurra ára fresti. Það sem einkennir lífshætti tófunnar hérlendis er stöðug- leiki fyrst og fremst. Hér er gotið hvert ár og eins eru yrð- lingarnir stærri og færri en eiga sér meiri lífsmöguleika en á læmingjasvæðum. Hér er heldur engin samkeppni við rauðrefi eða önnur stærri rán- dýr. Það er þó mikilvægt að rannsaka þetta allt miklu bet- ur, eins og hvenær þeir fara að heiman og hvert og hver tengslin eru við heimasvæðið ásamt fleiru. Það er til miklar sögur um tófuna og margir með skoðan- ir en lítið hefur verið rannsak- að. Við gerðum tilraun til að setja senditæki á dýr 1998 en það fór úr skorðum þar sem tækin biluðu. Það er mjög dýrt og mikil vinna að baki svona rannsóknum. Maður þarf að spekja dýrin til að hægt sé að veiða þau og koma tækjunum á þau. Svo eru tækin sjálf dýr sem og reksturinn af þeim. Með tilkomu Melrakkaseturs- ins og samstarfi við Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vest- fjarða, komumst við vonandi í samstarf með alþjóðlegum rannsóknahópum sem myndi kannski gefa möguleika á dýr- ari rannsóknum. Þær yrðu þá líka gerðar yfir lengra tímabil. Hér á Íslandi gerum við rann- sóknir fyrir eitt og eitt ár, en erlendis er ekki tekið mark á skammtímarannsóknum. Styttri rannsóknir eru jú gerðar en þær eru yfirleitt nokkurra ára rannsóknir.“ Vestfirðir góður vettvangur fyrir rannsóknir – Er ekki langt síðan byrjað var að spá í tófunni á fræði- legan hátt? „Lengstu rannsóknirnar hafa verið gerðar á vegum veiðistjóraembættisins þar sem grenjaskyttur hafa skilað af sér hræjum sem eru krufin. Þannig fást upplýsingar t.d. um aldur og frjósemi, stærð og þyngd. Samhliða þessu eru gefnar upp upplýsingar um veidd dýr og hægt er að meta stofnstærðina út frá því. Þetta

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.