Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 200714 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Alls svöruðu 1.099. Já sögðu 101 eða 9% Nei sögðu 115 eða 10% Alveg sama sögðu 00 eða 00% Spurning vikunnar Vilt þú halda í hefðina þegar kemur að busun nemenda við MÍ? Kafað ofan í kvótakerfið og lagt á ráðin með Tælandsferð. Bragakaffi Langi Mangi og Edinborg eiga að heita einu kaffihús bæjarins. Eða hvað? Þegar betur er að gáð koma í ljós fleiri kaffihús þó þau gefi sig ekki út sem slík. Og yfirhöfuð ekki sem neinskonar samkomustaðir fólks (þó í raun geti þeir verið það). Eitt slíkra kaffihúsa, eða ætli kaffistofa sé ekki betra nafn, er kaffistofa Vélsmiðju Ísafjarðar. Kaffistofan er betur þekkt sem Bragakaffi, kennt við Braga Magnússon vélsmið og einn eigenda vélsmiðjunnar. Bragakaffi er fyrir löngu orðið þjóðþekkt á Ísafirði. Þar safnast kallarnir saman upp úr klukkan níu á morgnana og þegar mönnum liggur mikið á hjarta getur kaffitíminn dregist eitthvað framyfir tíuleytið. Sömu sögu er að segja í seinni kaffitímanum. Femínisminn hefur ekki haldið innreið sína í Bragakaffi. Í þau skipti sem undirritaður hefur stungið nefinu inn til Braga og fengið nokkrar kjaftasögur beint í æð hefur ekki bólað á æðra kyninu. Það er kannski allt í lagi. Ekki er rúmt um mannskapinn. Á nokkrum fermetrum ná samt tuttugu kallar að troða sé þegar mikið liggur við. Umræðunum stjórnar svo Bragi sjálfur. Eins og þaulvanur hljómsveitarstjóri gefur hann tóninn og passar upp á taktinn. Listrænt frelsi hvers og eins er þó í hávegum haft og passað upp á að sagnalistin fái að njóta sín. Í þá stuttu stund sem var staldrað við með myndavél í Bragakaffi bar ýmislegt á góma. Ætti ekki að koma nokkrum á óvart að orðið kvóti kom nokkrum sinnum fyrir. Einnig voru lögð drög að Tælandsferð fyrir einn af aldursforsetum þennan kaffitímann. Og hverslags lyfjagjöf þyrfti til sú ferð næði nú örugglega einhverju risi. – smari@bb.is Feðgarnir Bragi Magg og Steinþór Bragason. Ólarnir tveir. Annar kenndur við málerí hinn við Árbæ. Siggi Sveins.Garðar hlustar af andakt. Til leigu er lítið 64m² einbýlis- hús í Hnífsdal. Leigutimi er frá september tl júní. Húsið er full- búið húsbúnaði og húsgögn- um og leigist þannig. Best væri að fá einn leigjanda allan tím- ann en styttri tímabil koma líka til greina. Uppl. gefur Erna í síma 456 3612 og 869 4566. Jólaleikhús! Óska eftir litlu sýn- ingarrými/sal fyrir jól. Ýmislegt kemur til greina. Kómedíuleik- húsið og Grýlusynir í síma 891 7025. Krabbameinsfélagið Sigurvon hvetur konur til að panta tíma í krabbameinsleit strax og þær fá tilkynningu þar um. Haglabyssa til sölu. REMINGTON 1187 sportman, hálfsjálvirk, ónotuð, árs gömul, taska og skotfæri. Upplýsingar 8921688. Til sölu Subaru Legacy 1999, ekinn 124.000 km, silfurgrár. Nánari uppl. í síma 8498045 Til sölu er kommóða með hillu og eitt náttborð, bæði hvít að lit. Selst ódýrt. Sími 456 7014. Óska eftir trommusetti. Uppl. í sima 898 1050 Kiddi. Hraðskákmót Íslands í Bolungarvík Hraðskákmót Íslands 2007 verður haldið í Bolungarvík á laugardag. Mótið, sem styrkt er af Kaupþingi og Sparisjóði Bolungarvíkur, er öllum opið. Tefldar verða fimm mínútna skákir, alls 20 umferðir. Á vefsíðu Bolungarvíkurkaupstaðar segir að búist sé við fjölmennu og fjörugu móti þar sem stórmeistarar og byrjendur koma saman. Þegar eru miklir skákmeistarar skráðir til keppni, meðal annarra Arnar Gunnarsson, Sigurbjörn Björnsson, skákmeistari Reykjavíkur 2007, Einar K. Einarsson, Halldór Grétar Einarsson Guðmundur Magnús Daðason og Stefán Arnalds. Mótið hefst klukkan 13 laugardaginn 15. september í íþrótta-mið- stöðinni Árbæ og lýkur því um klukkan 19. Síðar um kvöldið verður slegið upp dansleik og skemmtan. Guðsþjónusta á sunnu- daginn kemur (16. sept) kl. 14:00. Börn og fullorðnir syngja og lesa. Flateyrarkirkja Dýrfinna verðlaunuð Ísfirðingurinn Dýrfinna Torfadóttir vann tvenn verð- laun í keppni um Skartgrip ársins á Ísmóti 2007, Íslands- meistaramóti faggreina innan Samtaka Iðnaðarins, sem haldið var í Laugardalshöll fyrir stuttu. Dýrfinna vann annars vegar verðlaun fyrir kvenskart og hins vegar fyrir karlaskart. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Það kom mikið á óvart að heyra nafnið mitt kallað upp. Fyrst fékk ég verðlaun fyrir kvenskartið. Ég ætlaði síðan að rjúka af sviðinu þegar ég var beðin um að bíða og ég fékk þá líka verðlaunin fyrir karla-skartið. Það var gaman að halda uppi merki lands- byggðarinnar með þessum hætti“, segir Dýrfinna.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.