Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Sjö milljóna króna aukafjárveit- ing vegna uppkaupa hesthúsa Tæknideild Ísafjarðar- bæjar hefur óskað eftir auka- fjárveitingu vegna fyrirhug- aðra uppkaupa Ísafjarðar- bæjar og Vegagerðarinnar á hesthúsunum á Búðartúni í Hnífsdal. Enn hefur kaup- samningur ekki verið undir- ritaður en ef af kaupunum verður er gert ráð fyrir að hlutur Ísafjarðarbæjar verði ríflega 7 m.kr. og hlutur Vegagerðarinnar tæplega 27 m.kr. Hlutur Ísafjarðarbæjar er ekki í fjárhagsáætlun ársins og því hefur verið óskað eftir aukafjárveitingu. Kaupa þarf hesthúsin upp vegna fyrirhugaðrar jarð- gangagerðar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur en ljóst þykir að þegar framkvæmdir hefjast verður ekki mögulegt að hafa hesta í húsunum. Gangi kaupin í gegn verður öll hesthúsabyggð í Skutuls- firði komin á einn stað, í Engi- dal. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur þessu fagnandi og segir í bókun að mestu muni um framlag Vegagerðarinnar. Þá leggur ráðið til við bæjarstjórn að beiðni bæjartæknifræðings vegna aukafjárveitingar verði samþykkt og fjármögnun vís- að til endurskoðunar á fjár- hagsáætlun ársins 2007. Ekki hefur enn náðst niður- staða hvað varðar skeiðvöllinn sem er einnig að Búðartúni í Hnífsdal. Ljóst þykir að annað hvort þurfi að kaupa völlinn upp eða gera nýjan völl í Engidal. Hefur bæjarstjóra verið falið að vinna áfram að málefni skeiðvallarins. Fimm verktakar og/eða verktakahópar tóku þátt í forvali vegna jarðganga- gerðarinnar í byrjun ágúst og vonast Kristján Möller samgönguráðherra til þess að hægt verði að byrja á gerð Óshlíðarganga í upp- hafi næsta árs. – tinna@bb.is Tekjur Ísafjarðarbæjar voru 1.654 milljónir frá janúar-júlí á þessu ári. Áætlaðar tekjur sveitarfélagsins fyrir allt árið eru 2.356 milljónir króna. Gjöld án reiknaðra liða voru 1.367 milljónir króna. Þar af eru laun og launatengd gjöld 661 milljónir króna. Önnur rekstrargjöld eru 695 milljónir króna. Fjármagnskostnaður fyrstu sjö mánuði ársins er 11 milljónir. Alls er gert ráð fyrir að gjöld án reiknaðra liða verði 2.072 á þessu ári. Fjárfestingar námu 134 milljónum króna á tímabilinu. Framlegð til afborgana og eignabreytinga var 153 millj- ónir króna. Framlegð frá rek- stri á tímabilinu fyrir fjárfest- ingar og afborganir langra lána var þannig jákvæð um 287 milljónir kr. og jákvæð um 153 milljónir króna eftir fjárfestingar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Þóris Sveinssonar fjármálastjóra sem lögð var fram á fundi bæj- arráðs. – tinna@bb.is Jákvæð fram- legð frá rekstri Stefnir í metár í gisti- nóttum á Vestfjörðum Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum fækkaði um rúmlega 2.000 frá 2005 til 2006. Árið 2005 var metár þar sem tæpar 40.000 gistinætur voru seldar en frá árinu 1998 höfðu þær verið á bilinu 24.000 til 31.000. Búast má við að 2007 slái það met ef marka má fyrstu fjóra mán- uði ársins en á því tímabili eru gistinætur tæplega 700 fleiri en þær voru á sama tíma fyrir tveimur árum. Frá janúar til apríl hafa verið seldar um 3.600 gistinætur á Vestfjörð- um og hefur þeim fjölgað um tæplega 1.000 frá því í fyrra. Af þeim voru um 2.500 seldar til innlendra ferðamanna og tæpar 1.100 til erlenda. Gestir á þessu tímabili voru 1.890 á móti 1.460 á sama tíma í fyrra, eða 1.394 íslensk- ir og 496 erlendir. Hver gestur gisti því að meðaltali 1,85 nótt. Þá hefur meðal dvalarlengd ferðalanga aukist úr 1,4 nótt- um árið 1998 í 1,5 nætur á síðasta ári. Þess má geta að gistinóttum á hótelum og gisti- heimilum yfir allt landið fjölg- aði um 18% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Tölurnar hér að ofan eru fengnar frá Hagstofu Íslands, og miðast við hótel og gisti- heimili, sem svo eru skráð hjá Hagstofu Íslands. Í því felst að hér eru ótaldar gistinætur og gestakomur á öðrum teg- undum gististaða, eins og t.d. tjaldsvæðum. – thelma@bb.is Hótel Ísafjörður. Félag stofnað til að kaupa aflaheimildir? Eignarhaldsfélaginu Hvetj- anda hf. hefur verið falið að kanna möguleika á gerð viðskiptaáætlunar um stofn- un almenningshlutafélags til kaupa á aflaheimildum til Vestfjarða. Hugmynd um stofnun almennings- hlutafélags um kaup á afla- heimildum kom fyrst upp eftir að ákveðið var að hætta vinnslu í fiskvinnsl- unni Kambi á Flateyri. Frá því að hugmyndin kom upp hefur atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar verið falið að vinna að málinu í sam- starfi við Hvetjanda og at- huga hvort stofnun slíks hlutafélags geti fallið að starfsemi eignarhaldsfé- lagsins. Eins og reglur Hvetjanda eru í dag hefur félagið há- marksgetu til hlutafjárþátt- töku 10 m.kr. í einstakt fé- lag. Þeir Guðni Einarsson formaður Hvetjanda og Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri Hvetj- anda mættu á fund atvinnu- málanefndar Ísafjarðarbæj- ar þar sem formaður nefnd- arinnar rakti hugmyndina um stofnun almennings- hlutafélags fyrir þeim. „Mér var sem framkvæm- dastjóra Hvetjanda, falið að leita eftir aðila til að vinna viðskiptaáætlun og finna fjármagn til verksins“, segir Eiríkur Finnur. Reynist viðskiptaáætlunin jákvæð verður næsta skref að halda stofnfund og leita eftir hluta- fé frá almenningi, fyrirtækj- um og Byggðastofnun. – tinna@bb.is Sex mánaða uppgjör Sparisjóðs Bolungarvíkur Hagnaður umfram áætlanir Hagnaður Sparisjóðs Bol- ungarvíkur var umfram áætl- anir fyrstu sex mánuði ársins og nam hann 230 millj. kr., samanborið við 62 millj. kr. hagnað á fyrri árshelmingi 2006. Í tilkynningu frá sjóðn- um segir að rekstur hans hafi gengið vel á tímabilinu. Um- talsverð hækkun varð á fjár- eignum sjóðsins. Stjórnendur Sparisjóðsins gera ráð fyrir að afkoma fyrir seinni hluta ársins verði góð þó svo ekki sé gert ráð fyrir sömu hækk- unum á verðbréfum sjóðsins. Árshlutauppgjör Sparisjóðs Bolungarvíkur er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Innleiðing þeirra leiðir til breytinga á bæði mati eigna og skulda svo og framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikn- ingi sjóðsins. Við innleiðingu staðlanna hækkaði eigið fé sjóðsins um 114 millj. kr. Samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2006 hefur verið breytt til samræmis við nýjar reikn- ingsskilareglur. Arðsemi eigin fjár bankans var 37,5% samanborið við 11,8% arðsemi á sama tíma- bili á árinu 2006. Hreinar vaxtatekjur lækka um 24 millj. kr. frá fyrra ári og nema nú 59 millj. kr. Hreinar rekstrartekj- ur bankans námu 395 millj. kr. og hækka um 193 millj. kr. frá fyrra ári. Rekstrarkostn- aður á tímabilinu nemur 92 millj. kr. og hækkar um 15 millj. kr. frá fyrra ári. Virðis- rýrnun útlána nam 26 millj. kr. og lækkar um 27 millj. kr. frá fyrra ári. Heildareignir bankans námu 7.039 millj. kr. og hafa aukist um 4,6% frá árslokum 2006. Útlán til viðskiptamanna námu 3.502 millj. kr. og hafa aukist um 1,5% á árinu. Innlán námu 3.486 millj. kr. og jukust um 10,2% á tímabilinu. Eigið fé nam 1.464 millj. kr. í lok tímabilsins og eykst um 16% á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall sjóðsins í lok júní var 20,7% en það var 24,3% í árslok 2006. – tinna@bb.is Sparisjóður Bolungarvíkur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.