Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 15 Sælkeri vikunnar er Haukur Sigurðsson á Ísafirði Útlagasúpa og fjallakássa Horfur á föstudag: Ákveðin norðanátt með éljum, en bjart veður sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum. Horfur á laugardag: Lítur út fyrir áframhaldandi norðanátt og fremur kalt veður. Horfur á sunnudag: Lítur út fyrir áframhaldandi norðanátt og fremur kalt veður Helgarveðrið Sælkeri vikunnar er Haukur Sigurðsson á Ísafirði. Hann býður upp á tvenns konar rétti sem eru þeim kostum búnir að hráefnið er einfalt og hægt er að elda réttina nánast hvar sem er í heiminum, með ekk- ert nema prímus og vasahníf að vopni. Nuba kássan ber þessa einmitt merki, enda kennd við Nuba fjöllin í Súd- an. Uppskriftirnar eru ekki ná- kvæmar og hægt er að laga þær að því sem er til í ísskápn- um, eða bakpokanum. Fiskisúpa útlagans hvítlaukur laukur chili paprikur steinselja salt og pipar hakkaðir tómatar úr dós paprikuduft fisk- og kjúklingakraftur fiskbitar, rækjur, krækling ur eða það sem hendi er næst Saxið hvítlauk, lauk, papr- ikur og steinselju niður og svissið öllu saman í potti með olíu. Steikið ekki til fulls, mýkið bara. Setjið stóra dós af hökkuðum tómötum út í og bætið jafnvel smá papriku- dufti út í líka. Bætið síðan út í þetta vatni, fiskkrafti og kjúkl- ingakrafti. Látið þetta malla í hálftíma eða svo, smakkið til og bæta kryddi saman við eftir smekk. Bætið fiskbitum, rækj- um, kræklingi (eða hverju sem er í rauninni) við súpuna. At- hugið að fiskurinn má ekki malla í súpunni nema í örfáar mínútur, en ágætt er að kasta rækjunum útí í þann mund sem súpan er sett á borðið. Nuba kássa hrísgrjón vatn salt pipar engifer kjúklingakraftur rauðlaukur hvítlaukur olía hnetur chili Sjóðið grjónin með salti og kjúklingateningi. Saxið rauð- laukinn og hvítlaukinn niður svissið til á pönnu með ólívu- olíu. Bætið við pipar, engiferi, chili og hnetum. Þegar hrís- grjónin eru tilbúin og rauð- lauksmixið búið að malla svo- lítið blandið þá öllu saman og látið krauma í þrjár mínútur. Berið fram í pottinum með eins margar skeiðar og nauð- synlegt þykir. Bon apetit! Haukur skorar á Gylfa Ól- afsson að vera næsti sælkeri vikunnar. Hrafnhildur Hafberg og Þor- leifur Ágústsson hafa búið í húsi við Tangagötu á Ísafirði síðan sumarið 2004. –Hvenær er húsið byggt? „Árið 1888.“ –Þekkið þið sögu hússins? „Ekki nógu vel. Kristín Alexandersdóttir átti það í mörg ár og keyptum við það eftir lát hennar, en í hugum margra er þetta húsið hennar Stínu Alexanders. Mér skilst að hún hafi búið hér í um 60 ár. Áður en hún keypti húsið bjuggu hér nokkrar fjölskyld- ur, í það minnsta þrjár á sama tíma.“ –Hvað er húsið stórt? „Þetta eru rúmir 100 fer- metrar, þannig að það hefur verið þröngt á þingi. Síðan þá hefur innviðum hússins verið breytt töluvert því það hefur væntanlega verið hólfað meira niður en það er í dag. Við opnuðum á milli eldhússins og stofunnar og rákumst þá á hurð inni í veggnum, undir klæðningunni, þannig að her- bergin hafa verið fleiri hér áður. Húsið er á tveimur hæðum og svo er háaloft sem hefur greinilega verið þurrkloft í eina tíð. Þar er svo lágt til lofts að það er varla mann- gengt. Síðan er kjallari undir húsinu.“ –Hafið þið unnið að ein- hverjum endurbótum á hús- inu? „Húsið var gert upp að utan á seinni hluta síðustu aldar, þá var skipt um klæðningu og nýir gluggar smíðaðir. Þegar við fluttum síðan inn tókum við smá skurk og gerðum til dæmis eldhúsið alveg upp. En við eigum eftir að vinna að frekari endurbótum á húsinu. Það á eftir að ganga betur frá gólfunum, til dæmis er teppi undir parketinu í stofunni, sem er auðvitað mjög sérstakt. Við rifum allt af veggjunum þegar við fluttum inn og af nánast öllum gólfum í hús- inu.“ –Krefst þetta mikillar vinnu, að búa í gömlu húsi? „Já, við tókum þetta með trukki þegar við fluttum inn, við keyptum húsið um miðjan júlí og vorum að alveg fram á haustið þegar ég byrjaði að kenna við MÍ. Eftir það hins- vegar fengum við eiginlega nóg og höfum ekki gert mikið síðan. Við höfum svo sem verið að sinna öðrum hlutum, en maður þarf virkilega að safna orku til að halda áfram. Kannski reynum við að gera eitthvað í vetur.“ –Hefur verið byggt við hús- ið? „Já, við húsið er viðbygging sem mér skilst nú að hafi ein- hvern tíma verið verkstæði. Síðan var viðbyggingin seld frá húsinu og er sér íbúð. Það þyrfti kannski að sameina við- bygginguna og húsið aftur. Það skýtur til dæmis skökku við að þegar okkar hluti var gerður upp að utan virðast þáverandi eigendur íbúðanna ekki hafa komist að sam- komulagi og því er viðbygg- ingin í allt öðrum stíl en gamli hlutinn. Eðlilegast væri auð- vitað ef samskonar klæðning og gluggar væru á viðbygg- ingunni og gamla húsinu.“ –Hvernig finnst þér að búa í þessu húsi? „Mér líður mjög vel hér. Það mætti alveg vera meira pláss til að dreifa úr sér. En hér er góður andi og gott að vera.“ –Fylgja því einhverjir gallar að búa í gömlu húsi? „Já, já. Það er auðvitað þetta endalausa viðhald, brattur stigi og svo er húsið auðvitað lítið. En kostirnir eru hvað húsið er fallegt og á góðum stað. Umhverfið er fallegt.“ –Fylgjast nágrannarnir með húsinu? Finnið þið fyrir pressu að halda því við? „Nei, ekki sérstaklega, en sjálfsagt gerir fólk það, án þess að það sé að tala um það sér- staklega við okkur. Sumarið sem við fluttum inn var mikið opið út hjá okkur, bæði vegna flutninganna og svo vegna þess að við vorum að gera húsið upp. Þá var mikið af ferðafólki í bænum og það kom oftar en einu sinni fyrir að hingað kom fólk í píla- grímsferð að skoða húsið. Til dæmis kom hingað maður sem hafði búið í húsinu á stríðsárunum. Hann fékk að koma inn og skoða og sagði okkur frá því hvernig húsið var þegar hann bjó hér. Það er því greinilegt að margir hafa taugar til hússins og vilja fylgj- ast með því.“ – tinna@bb.is Búa í 120 ára gömlu húsi við Tangagötu Á Ísafirði má finna fjölmörg gömul og falleg hús og á hvert og eitt þeirra langa sögu að baki. Bæjarins besta hitti eigendur eins þeirra og spurði þá fáeinna spurninga um húsið. Teitur ráðinn framkvæmdastjóri Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Eyrarodda, nýstofnaðs fiskvinnslufyrirtækis á Flateyri. „Við höfum hug á því að hefja beint flug frá Þingeyri með ferskfisk til útlanda og höfum fengið góð viðbrögð. Sam- gönguráðuneytið hefur tekið þessu mjög vel“, segir Teitur. Stefnt er að því að vinnsla hefjist í september og verða um 30 manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Lögreglan á Vestfjörðum vill minna foreldra barna og ungmenna á þá breytingu sem varð á útivistarreglunum þann 1. september, þegar útivistar- tími barna og ungmenna stytt- ist. Unglingar á aldrinum 13- 16 ára mega nú vera úti til klukkan 22 á kvöldin og börn 12 ára og yngri mega vera úti til klukkan 20. Þessar reglur gilda frá 1. september til 1. maí. Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir samvinnu við for- eldra og aðra sem vinna með börnum og ungmennum um eftirfylgni við þessar reglur. Þá vill lögreglan minna for- eldra á orð sálfræðinganna Sæmundar Hafsteinssonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar um uppeldi: „Reglur eru þroska barna okkar eru afar mikilvægar og leggja grunn að velgengni í mannlegum sam- skiptum. Það er lagaleg og siðferðileg skylda okkar að kenna börnum okkar að virða lög og reglur og þekkja sín mörk í mannlegum samskiptum.“ Minna á breytt- an útivistartíma

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.