Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 11 Á fimmta tug tillagna um nýtt byggðarmerki Alls bárust 42 tillögur um nýtt byggðarmerki fyrir Ísafjarðarbæ í op- inni samkeppni sem sveitarfélagið efndi til. Fimm manna nefnd um merkið mun hefja valferlið á næstu dögum og er þess ætlast að nefndarmenn ljúki störfum í október. Dómnefnd skipa Ellert Örn Erl- ingsson, Þingeyri, Jóhanna Kristjánsdóttir, Flateyri, Jóhann Bjarnason, Suðureyri, Kristjana H. Jónasdóttir, Ísafirði, og Kristín Völundar- dóttir, sýslumaður á Ísafirði sem er formaður dómnefndar. Mannekla hjá lögreglunni Lögregluna á Vestfjörðum vantar starfsmenn og auglýsir nú eftir skóla- gengnum mönnum í tvær stöður. „Í dag vantar okkur tvo lærða menn. Það hefur alltaf verið mikil starfsmannavelta hjá okkur, rétt eins og í öllum Ísafjarðarbæ. Menn fara suður og mennta sig, en koma svo ekki aftur því auðvitað vilja menn vera í Reykjavík þar sem allt er að gerast“, segir Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn. Hann segir léleg laun lögreglumanna einnig ástæðu þess að erfitt sé að fá fólk til vinnu. Í vetur munu 33 nemendur við Menntaskólinn á Ísafirði stunda nám á afreksbraut í átta íþróttagreinum. Brautin er rekin með fjárhagsstuðningi fyrirtækja og velunnara Mennta- skólans. Stuðningurinn gerir nemendum við skólann kleyft að stunda nám á brautinni þeim að kostnaðarlausu og er MÍ eini framhaldsskólinn á landinu sem býður svo vel. Tveir aðrir framhaldsskólar á landinu bjóða upp á afreks- braut, Fjölbrautarskóli Suður- lands og Fjölbrautarskóli Suð- urnesja. Þessir tveir skólar sjá þó ekki um rekstur brautar- innar, heldur kostar námið fyrir hvern nemenda frá 60- 90 þúsund krónur á önn og er rekið sem einkahlutafélag í samvinnu við skólanna. Hermann Níelsson er um- sjónarmaður afreksíþrótta- brautar Menntaskólans á Ísa- firði. Hann segir ljóst að braut- in sé í mikilli sókn „Við erum að bjóða uppá tvær nýjar greinar í ár, kajakróður og af- reksíþróttir fatlaðra. Það er frábært að við séum komin með 33 nemendur, það eru rúm 10% skólans“, segir Her- mann. – gunnaratli@bb.is Eini skólinn sem býður upp á gjaldfrjálsa afreksbraut Menntaskólinn á Ísafirði. Verslunin Póllinn á Ísafirði hefur tekið að sér hlutverk um- boðsaðila fyrir vörur og þjón- ustu Vodafone í bænum. Ís- firðingum stendur fjölbreytt fjarskiptaþjónusta til boða hjá Vodafone; GSM þjónusta, heimasíma- og netþjónusta. Að auki býður Póllinn nú upp á úrval símtækja og annast dreifingu netbúnaðar. Með þessari auknu þjónustu við Ísfirðinga vill Vodafone ýta undir enn frekari sam- keppni á fjarskiptamarkaði í bænum. Nú þegar hafa bæjar- búar notið góðs af samkeppn- inni og skemmst er að minnast mikillar verðlækkunar á ADSL þjónustu í kjölfar þess að Vodafone hóf að bjóða síka þjónustu í bænum. Hjá Pólnum er einnig hægt að nálgast myndlykla fyrir Digital Ísland, stærsta dreifi- kerfi á Íslandi fyrir sjónvarps- efni, en Digital Ísland er í eigu Vodafone. Á undanförnum mánuðum hefur mikil upp- bygging á kerfinu átt sér stað og meðal annars hefur fram- boð sjónvarpsstöðva stórauk- ist víða á landsbyggðinni. Póllinn hefur um árabil verið umboðsaðili Digital Ísland. bb@bb.is Póllinn með umboð fyrir Vodafone Hafnarstjóri Ísafjarðarbæj- ar, Guðmundur Kristjánsson, hefur átt í viðræðum við full- trúa fyrirtækis sem hyggur á námuvinnslu á Austur-Græn- landi um að Ísafjarðarhöfn verði þjónustumiðstöð fyrir fyrirtækið. Fulltrúar Wardrop Mining and Minerals komu til Ísafjarðar á dögunum til að skoða aðstæður, en fyrirtækið er komið með 15 ára námu- vinnsluleyfi í Scoresbysundi þar sem á að vinna salla til framleiðslu á ryðfríu stáli. Meðan á uppbyggingu vinnsl- unnar stendur þarf námufyrir- tækið að koma sér upp að- stöðu á Íslandi til að byrgja sig upp af tækjum og tólum, aðallega þungavinnuvélum. Þá þarf fyrirtækið að hafa aðgang að góðum vélsmiðjum til að vinna við hin ýmsu tæki og viðhald og vinna við ný- smíði á færiböndum. Því er hér um að ræða verkefni fyrir Ísafjarðarhöfn, flutningafyrir- tæki, vélsmiðjur og fleiri þjón- ustuaðila. Fulltrúar fyrirtækisins eru að skoða aðrar hafnir á Íslandi, í Hafnarfirði og á Akureyri, sem einnig koma til greina. Gert er ráð fyrir að þeir muni ákveða í framhaldi af heim- sókn þeirra til Ísafjarðarbæjar hvaða höfn verður fyrir valinu. Á síðasta fundi atvinnu- málanefndar lagði Kári Þór Jóhannsson fram tillögu um að ráðinn verði starfsmaður til að markaðssetja og selja Ísafjörð sem þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland. Þá lagði hann til að leitað verði stuðn- ings ríkisstjórnar um aðkomu að málinu. „Markhópur þjón- ustumiðstöðvarinnar eru ferða- menn, námuvinnslufyrirtæki, flug, skipaferðir, landanir skipa o.fl.”, segir í tillögu Kára. Verður Ísafjarðarhöfn þjónustu- miðstöð fyrir námufyrirtæki? Ísafjarðarhöfn.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.