Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 20078 „Bjartasta sýnin er sú að við myndum fá 25% af þeim ferðamönnum sem koma til Vestfjarða yfir sumarið, þá erum við að tala um að ca. 200 manns myndu heimsækja setrið á dag að meðaltali. Það þyrfti því 2-3 starfsmenn í full starf yfir sumartímann.“ Stofnar fyrsta refasetrið á – Fyrstu kynni þín af refum voru þegar þú starfaðir við rannsóknir á refum á Horn- ströndum, segðu mér aðeins frá því. „Ég hef unnið sumarvinnu við rannsóknir á refum á Horn- ströndum. Fyrst árið 1998 þar sem við vorum allt sumarið í Hlöðuvík, en fórum líka til Hælavíkur og Kjaransvíkur. Og árið 1999 fórum við að öllum þekktum grenjum og kortlögðum þau um leið og við athuguðum með ábúð. Þessi tvö sumur vann ég fyrir Náttúrustofu Vestfjarða. Síð- an hef ég farið í styttri verk- efni, til að mynda vann ég fyrir fjölþjóðlegan hóp sem hefur verið við rannsóknir í Hornvík síðustu sumur en einnig á eigin vegum. Mest hef ég þó unnið við þetta fyrir Náttúrustofu Vestfjarða í Bol- ungarvík.“ – Hvaðan kemur þessi mikli áhugi á refum? „Ég hafði svo sem ekkert spáð mikið í refi þegar mér bauðst þessi vinna 1998. Ég hafði aldrei komið á Horn- strandir og aldrei séð ref nema í búri í Húsdýragarðinum og á myndum. Áhuginn kviknaði þegar ég byrjaði að vinna í Hlöðuvík. Bæði er svæðið á Hornströndum svo æðislegt og svo er þetta dýr svo merki- legt og eftir því sem ég kynnt- ist refunum betur því meira heillaðist ég af þeim. Tófan hefur fylgt okkur alla tíð og það hefur verið spenna milli mannsins og dýrsins alveg frá upphafi. Sú staðreynd vekur áhuga minn að menn og tófur hafa eldað saman grátt silfur í gegnum aldirnar en samt virð- ist alltaf hafa verið borin ákveðin virðing fyrir henni. Eftir að hafa verið erlendis hef ég komist að raun um hversu fágæt skepna hún er. Tófan er í útrýmingarhættu í Skandinavíu og hefur verið vernduð í um 70 ár í Noregi og Svíþjóð án þess að stofninn hafi náð sér á strik. Íslendingar eiga enn sterkan stofn og eng- ar ákvarðanir verið teknar til þess að friða hann, enda hefur ekki verið þörf á því. Lífshættir íslensku tófunnar eru að mörgu leiti ólíkir þeirrar skandinavísku. Íslenski mel- rakkinn lifir við aðstæður sem líkjast meira því sem ég sá þegar ég var að vinna á Sval- barða í sumar. Á Íslandi lifir heimsskautatófan fyrst og fremst á fugli en í Skandinavíu er hún læmingjaæta. Ólíkt framboð fæðu kallar á aðra lífshætti og líffræði, til dæmis er munur á frjósemi þessara stofna.“ – Nú hefur um tíma verið í umræðunni að tófan gangi of mikið á fuglinn, hvað finnst þér um það? „Við höfum svo sem ekki fengið neinn mælikvarða á það. Þessi dýr hafa búið saman frá því löngu áður en maður- inn kom til sögunnar. Í gegn- um tíðina hefur bæði verið mikið af fugli og tófu. Ef menn eru að hugsa um bjargfuglinn þá verpir hann á örmjóum syll- um, væntanlega til að forðast afræningja. Maðurinn hefur líka nytjað bjargfuglinn í gegnum aldirnar svo líklega er minna gengið á bjargfugla- stofna núna en oft áður. Ég er ekki viss um að tófan geti á nokkrum árum haft afdrifa- ríkari áhrif á fuglalífið en hún hefur haft áður, þar sem þessi dýr hafa lifað saman svo lengi. En helsta fæðan er náttúrulega fugl þótt refir séu reyndar al- ætur, nokkuð sem gerir þeim kleift að lifa af hér í þessu harðbýla landi. Fuglinn er árs- tíðabundin fæða og bjargfugl- inn kemur bara í land yfir varptímann. Tófan hefur þó ýmis ráð til þess að verða sér úti um æti yfir vetrartímann, þá helst hræ eða eitthvað sem rekur á fjörur hennar og svo er hún liðtæk í berjamó.“ –Hvað varð til þess að þú ákvaðst að verða líffræðingur? „Ég ætlaði nú upprunalega að verða dýralæknir“, segir Ester og hlær. „En ég var sein að ákveða mig og ákvað að fara í líffræðina til að eiga auð- veldara með að komast í dýra- læknanámið. Svo bauðst mér starfið á Hornströndum eftir tveggja ára nám í líffræði og eftir það vissi ég hvað ég vildi verða.“ Einstakt refasetur með mikla möguleika – Nú er ætlunin að setja á stofn refasetur í Súðavík, segðu mér aðeins frá því. „Hugmyndin er komin frá leiðbeinanda mínum, Páli Hersteinssyni, sem hefur verið að vinna með íslenska mel- rakkann frá því á áttunda ára- tugnum. Ég fékk sem sagt hugmyndina að láni frá hon- um og hef gengið með hana í maganum í tvö ár. Ég var flutningsmaður tillögunnar á ferðamálaráðstefnu sem hald- in var í Hömrum á Ísafirði fyrir tveimur árum. Hug- myndin vakti athygli og áhuga og þar með fór boltinn að rúlla. Átthagafélagið í Súðavík hafði samband við okkur og bauð okkur að setja upp setrið í Eyrardalsbænum í Álftafirði sem verið er að gera upp. Við nánari athugun kom í ljós að húsið er mjög hentugt fyrir melrakkasetrið. Staðsetningin er alveg frábær og býður upp á mikla möguleika samfara því að setrið vex og dafnar. Ekki spillir fyrir að maður sér yfir Djúpið á Snæfjallaströnd- ina og veit af Hornströndum þar fyrir handan. Svo er fjalls- hlíðin og fallegir dalir bakvið húsið, sem býður upp á smá nábýli við refinn. Það er mikill hugur í mönn- um í Súðavík að koma þessu upp og við ákváðum því að slá til og stofna fyrirtæki utan um starfsemina núna strax í september. Fyrirtækið verður einkahlutafélag og gefst mönn- til staðar þegar landnáms- mennirnir komu til Íslands og kölluðu þeir hann melrakka. Hagamúsin kom líklega með fyrstu mönnunum hingað og hefur hún fylgt okkur alla tíð síðan, svo að hún er þó nýrri á Íslandi en refurinn.“ – Eyrardalsbærinn hefur líka merka sögu ekki satt? „Jú, en ég verð að viður- kenna að ég þekki þá sögu ekki eins vel og ég vildi. Ég veit þó að Eyrardalurinn og bæjarstæðið þar hafa mjög merka sögu. Þar bjó til dæmis Jón Indíafari fyrir mörg hundr- uð árum. Eyrardalsbærinn sem verið er að endurbyggja nú var byggður fyrir aldamót- in 1900. Það er á skrá hjá húsafriðunarnefnd og er gert upp samkvæmt þeirra reglum og kröfum. Húsið sjálft var byggt af ríkum manni og var mjög flott hús á sínum tíma. Það var ríkulega búið hús- gögnum og þar var einnig ofnakerfi með hita í hverju herbergi svo það var mjög stæðilegt hús. Í gegnum tíðina var þar rekið bakarí og verslun sem reyndar var í útbyggingu við hlið hússins. Eyrardalsbærinn er á milli nýju og gömlu byggðarinnar og stendur á svokallaðri torfu sem er hár kantur og því stendur húsið vel á vígi gagn- vart snjóflóðum. Vegna þess hvað húsið stendur hátt er mjög gott útsýni af bæjarstæð- inu yfir fjörðinn. Við höfum áhuga á því að kaffihús verði rekið í húsinu samhliða refa- setrinu. Í teikningum er gert ráð fyrir sólpalli sem hugsan- lega yrði yfirbyggður fyrir gesti kaffihússins en þaðan er útsýni upp til fjalla og út allan fjörðinn.“ – Er markaðshópurinn er- lendir ferðamenn eða íslensk- ir? „Við vonumst nú til að setr- ið nái athygli allra. Erlendir ferðamenn eru kannski betur að sér varðandi hvað tófan er fágæt en Íslendingar hafa líklega meiri áhuga á sögunni. Ég hef í það minnsta orðið vör við það útlendingar hafi sýnt mikinn áhuga á íslensku tófunni. Við reyndum í sam- starfi við Vesturferðir að bjóða upp á refaskoðunarferð- ir á Hornströndum en vegna tímaskorts datt það upp fyrir. Ég held samt að það sé góð hugmynd því það að sjá refi úti í náttúrunni er oft hápunkt- Ester Rut Unnsteinsdóttir er líffræðingur að mennt en hún hefur unnið nokkur sumur við refarannsóknir á Hornströndum, bæði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík og einnig erlenda aðila. Ester þekkir því kannski tófuna betur en margur annar og það kemur sér vel í næsta verkefni hennar þar sem hún vinnur nú að uppsetningu hins fyrsta refaseturs á Íslandi. Ester er í doktorsnámi í dýravistfræði hjá Háskóla Íslands og er nýkomin frá Tromsø í Noregi þar sem hún var skiptinemi við háskólann þar. Hún stefnir á að ljúka doktorsritgerðinni sinni næsta sumar og mun þá útskrifast í kjöl- farið. Blaðamaður Bæjarins besta hitti Ester yfir kaffibolla og spurði hana spjörunum úr um hið fyrirhugaða melrakkasetur og tófuna sem er merkisdýr en talið er að refir hafi búið á Íslandi frá lokum ísaldar, eða í 10.000 ár. um kostur á að gerast hluthaf- ar, þannig viljum við fá sem flesta með okkur í verkefnið. Í setrinu verður hefðbundin sýning á tófunni og öllu sem henni tengist, t.d. saga veið- anna, refaræktin, villta tófan, líffræðin og samanburður við tófuna erlendis. Þarna mun fara fram fræðsla ásamt lifandi sýningu með aðstoð nýjustu tækni. Einnig erum við að byggja upp vefsíðu sem verð- ur opnuð á undan setrinu sjálfu, þar sem húsið verður ekki tilbúið strax. Auk fræðslu höfum við áhuga á samstarfi við Háskóla Íslands, náttúrustofur og er- lenda aðila við að koma að rannsóknum á tófunni. Mel- rakkasetrið mun bjóða upp á svo marga möguleika sem gerir þetta enn meira spenn- andi. Það eru stórar hugmynd- ir í gangi og vonandi að maður geti komið þeim í framkvæmd sem fyrst.“ – Er mikil eftirvænting í Súðavík fyrir setrinu? „Já það ríkir eftirvænting meðal heimamanna, ekki síst því þar er verið að byggja upp ferðaþjónustu og hver sú af- þreying sem býðst er af hinu góða því það eykur aðdráttar- aflið á staðnum. Refasetrið er einstakt því að það ekki til slíkt setur um íslensku tófuna og eftir því sem ég best veit er ekkert slíkt erlendis heldur en það er sama tegund sem lifir á norður heimskautasvæðunum. Er- lendir aðilar sem ég hef talað við hafa því sýnt þessu verk- efni mikinn áhuga. Á setrinu verða sýndir ýmsir gripir sem tengjast melrakkanum á ein- hvern hátt. Ég hef fengið upp- lýsingar um muni frá grenja- skyttum eins og byssur og gildrur auk þess sem mikið er til af myndum. Þessu þarf öllu að safna saman og finna hvern- ig best væri að sýna þetta.“ Fyrsta land- spendýr Íslands „Melrakkasetrið býður upp á samstarfsmöguleika við grunnskóla og framhaldsskóla en það er ekki til mikið kenn- sluefni um vistfræði almennt. Refurinn er líka fyrsta land- spendýrið því hann dagar uppi á Íslandi eftir ísöld. Því hefur verið talað um að refurinn sé hið eina alíslenska landdýr. Hann var eina dýrið sem var ur ferðarinnar hjá bæði erlend- um og innlendum ferðamönn- um. Við munum því halda áfram að þróa slíkar ferðir og í framtíðinni bjóða leiðsögn í samstarfi við ferðaskrifstofur. En það geta ekki allir farið í svona ferðir, hinsvegar geta allir komið á refasetrið.“ Mesti þéttleiki íslenska stofnsins á Vestfjörðum – Er refastofninn á Vest- fjörðum mjög stór miðað við annars staðar á landinu? „Þetta er sami stofninn alls staðar á landinu en mesti þétt- leikinn er á Vestfjörðum og þá væntanlega í tengslum við fuglabjörgin. Einnig er þetta dýr sem leitar niður að strönd þar sem vetrarfæðan er að mestu fengin í fjörunni og mesta strandlengja landsins er náttúrulega á Vestfjörðum ef maður mælir það í metratali. Mesta fæðu fyrir tófuna miðað við flatarmál er því líklega að finna fyrir vestan. Það er líka merkilegt að al- gengast sé að tófurnar á Vest- fjörðum séu af mórauða af- brigðinu sem er annað tveggja litarafbrigða refsins en hitt er hvítt. Einhvers staðar las ég það að milli 80-90% heim- skautarefa í heiminum séu af hvíta afbrigðinu. Fræðimönn- um sem ég kynntist úti í Nor- egi, sem bæði voru heima- menn og frá Kanada, þótti það mjög merkilegt að sjá svona mikið af myndum af mórauðu tófunni þar sem þeir höfðu mest séð af hvítum. Um landið í heild er mesta hlutfallið af mórauðum tófum á Vestfjörð- um en meira af hvítum á há- lendinu og á austanverðu land- inu. Um sama dýrið er þó að ræða og geta mórauðir refir alveg getið af sér hvít afkvæmi því hvíti liturinn er víkjandi en mórauði ríkjandi. Það að mest sé af mórauð- um tófum á Íslandi gerir ís- lenska refinn enn fágætari. Ís- lendingar taka þó, að ég held, tófuna sem sjálfsagðan hlut þar sem þær hafa alltaf verið hér og þykja ekkert merkileg- ar. En þetta er mjög merkilegt dýr á heimsvísu. Þó að hún sé ekki í útrýmingarhættu þá er þetta fágætt dýr og erfitt að nálgast það á öðrum svæðum, eins og þeim heimskauta- svæðum þar sem tófan heldur

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.