Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 3 Veturnætur fagna 10 ára afmæli Lista- og menningarhátíðin Veturnætur verður haldin í Ísafjarðarbæ í tíunda sinn dagana 25.-28. október. Hátíðin var fyrst haldin árið 1997 en var endurvakin fyrir fjórum árum og hefur hún síðan verið fastur liður í mannlífinu á svæðinu í kringum vetrardaginn fyrsta. Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar heldur utan um Veturnætur en hátíðin var upphaflega einkaframtak öflugs áhugahóps sem unnið hefur að menningar- og ferðamálum á Ísafirði. Mikil fjölgun á gistirými á Vestfjörðum á sjö árum Framboð gistirýmis á Vestfjörðum hefur aukist um 54% á síðustu sjö árum, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Herbergjum og rúmum á gistiheimilum hefur fjölgað úr 274 frá árinu 2000 í 424. Frá árinu 2000 til 2006 fjölgaði gistiheimilum úr 20 í 27, sem er 35% aukning. Hins vegar voru þrjú hótel á Vestfjörðum árið 2000, en nú er einungis eitt slíkt í fjórðungnum, eða Hótel Ísafjörður. Hótelherbergi voru 77 fyrir sjö árum, en eru 36 í dag og hefur því fækkað um 53%, en hótelrúmum fækkar um 58%, voru 172 en eru 72 í dag. Háls- nef- og eyrna- læknir á Ísafirði Ólafur Guðmundsson læknir verður með móttöku á Ísafirði dagana 27. – 29. september. Tímapantanir í síma 450 4500, á milli kl. 8,oo - 16,oo alla virka daga. Vill breyta fyrir- komulagi bæjar- stjórnarfunda Ingi Þór Ágústsson, bæjar- fulltrúi í Ísafjarðarbæ vill breyta fyrirkomulagi bæjar- stjórnafunda. Ingi segir að ríkjandi fundarform sé of tímafrekt og skili minni ár- angri. „Núverandi fyrirkomu- lag er þannig að allar fundar- gerðir bæjarráðs og fundar- gerðir þeirra nefnda sem hafa komið fyrir bæjarráð eru teknar fyrir á bæjarstjórnar- fundinum. Nú þegar bæjar- stjórn hefur verið í fríi er listinn yfir umræðuefni lang- ur, allt sumarið er í raun til umræðu. Bæjarráð hefur haft ákvörðunarrétt í sumarfríi bæjarstjórnar og þó að bæjar- stjórn geti snúið ákvörðun bæjarráðs þarf þess sjaldan“, segir Ingi og segir því umræðu um allar fundargerðir í raun óþarfa. „Fyrsti fundur bæjarstjórnar í fyrra var frekar langur, eða um 7 tímar“, bætir Ingi við. Hann segir einnig að erfitt sé að ræða aðkallandi mál, hafi ekki verið fjallað um þau á fundum nefnda sveitarfélags- ins. Ingi Þór leggur til að fetað verði í fótspor Akureyringa, en þar á bæ hittast oddvitar flokkanna með forseta bæjar- stjórnar fyrir hvern bæjar- stjórnarfund og ákveða hvaða mál á að ræða á fundinum. Ingi segir að þannig yrði samkomulag milli flokka hvaða mál væru rædd á fundinum. „Þau mál sem ræða á gætu verið eitthvað úr fundargerð bæjarráðs eða eitthvað annað mál sem oddvitar kæmu sér saman um að ræða t.d. skipulagsmál, mál er brenna heitt á bæjarbúum hverju sinni eða til að taka á einhverju sem hefur komið upp o.s.frv.“, segir Ingi. „Í dag er slíkt erfitt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nema að viðkomandi bæjarfulltrúi geti fundið einhverja liði í fundargerð bæjarráðs eða nefnda til að ræða þau undir. Oft er slíkt ekki hægt og því oft erfitt að tala um mál sem brenna mikið á bæjarfulltrúum hverju sinni.“ Ingi segir að sér þætti gaman að athuga hvernig aðferð Akureyringa myndi koma út á Ísafirði. Hann telur að með henni myndu fundirnir styttast og þeir yrðu markvissari. Þá væri hægt að ræða um mál sem koma upp í sveitarfélaginu um leið og þau koma upp, en ekki vikum seinna eins og Ingi segir að hafi gerst í Ísafjarðarbæ. Þess má geta að fyrsti fundur bæjarstjórnar á þess- um vetri varði fram yfir miðnætti. – tinna@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.