Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 200712 STAKKUR SKRIFAR Tekjur samfélagsins Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Fróðlegt hefur verið að fylgjast með orðaskiptum talsmanna sveitarfélag- anna annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar um fjármagnstekju- skattinn, sem skilar æ meiri tekjum í ríkissjóð með ári hverju. Sveitarfélögin mæna löngunaraugum á þessa miklu tekjulind og vilja fá sinn skerf. Ríkið vill halda sínu en nefnir að skipta megi tekjuskatti og virðisaukaskatti með öðrum hætti en nú er. Væntanlega þýðir það að sveitarfélögum sé þá ætlað að fá meira í sinn hlut. Fjármagnstekjuskattur hefur verið umdeildur frá því hann kom til. Mörgum stjórnmálamanninum þótti skatturinn fráleitur og til þess eins fall- inn að hygla þeim ríku. Út af fyrir sig er það sjónarmið skiljanlegt. En það eru miklu fleiri sem njóta góðs af en þeir ríku einir. Almenningur sem eign- ast hlutabréf í fyrirtækjum eða á sparifé í banka, nú eða sparisjóði nýtur einnig góðs af. Sumum reynist erfitt að skilja að þeir sem eiga meira og þéna meirra borga líka meira, þótt hlutfallið sé það sama. Stjórnmálamenn hafa margir hverjir ekki skilið núverandi tekjuskattskerfi sem gefur að sjálfsögðu stighækkandi skatt eftir því hve tekjur eru háar. Því stýrir per- sónuafslatturinn. Fjármagnstekjuskattur er einfaldur flatur skattur sem tryggir samfélaginu tekjur af eignatekjum fólks, það er að segja þeim arði sem ákveðnir fjár- munir skila til eigenda sinna. Er þar um að ræða hlutafé, bankainnistæður og skuldabréfaeign svo fátt eitt sé talið. Áður giltu þær reglur að skattþegnar máttu eiga þess háttar eignir upp að ákveðnu marki, án þess að að greiða af arði þeirra tekjuskatt, sem að sjálfsögðu er langleiðina í það að vera fjórfalt hærri en fjármagnstekjuskatturinn. Almenningur jafnt og aðrir hefur hag af því að núverandi kerfi gildi áfram, því það gerir mönnum fýsilegra að eiga fjármuni og hafa af þeim tekjur heldur en ef sú regla yrði viðhöfð að að skattleggja allt yfir ákveðinni fjárhæð með sömu prósentutölu og launatekjur. En umræðan hefur ekki snúið að þessum sjálfsögðu og einföldu sannindum, sem of mörgum yfir- sjást heldur hvort og þá hvernig skipta skuli þessum skatti milli ríkis og sveitarfélaga. Nú þegar fá sveitarfélögin bróðurpartinn af tekjuskatti í sinn hlut í formi útsvars sem ríkið greiðir þeim vegna þess að margir eru undir skattmörkum. En þau vantar meira vegna þess að þau verja miklu fé til verkefna sinna. Eftirtektarvert er að þau stýra því sjálf hvað er gert og hvernig verkin eru fjármögnuð. Hvað sem því líður er ljóst að taka þarf upp umræðu um skatt- heimtu ríkis og sveitarfélaga og leysa þann vanda sem uppi er. En fyrst og fremst verður að gæta þess að vel sé með skattfé farið. Undirbúningur Act Alone 2008 hafinn Undirbúningur fyrir leiklistarhátíðina Act alone 2008 er hafinn af fullum krafti, þó enn séu 10 mánuðir í hátíðina. Á vefsíðu Act alone segir Elfar Logi Hannes- son, forsprakki hátíðarinnar, að viðræður séu hafnar við nokkra erlenda leikara, en ekkert sé þó fast í hendi enn. Stefnt er að því að fá tvær til þrjár erlendar sýningar á Act alone 2008, jafn margar og hafa verið á fyrri hátíðum. Hátíðin verður haldin 2.-6. júlí á næsta ári. Vefsíða hátíðarinnar verður virk í allan vetur en á henni má finna ýmsan fróðleik um einleikjaformið, viðtöl og greinar. Mikil fjölgun er í gestakom- um á Byggðasafnið í Neðsta- kaupstað á Ísafirði í sumar. Um 8000 manns hafa heimsótt safnið það sem af er sumri, en síðasta sumar voru gestir safnsins rúmlega 7000 talsins. Þess ber að geta að sumarið er ekki búið á safninu, enda eiga enn eftir að koma fáein skemmti- ferðaskip til Ísafjarðar og verður safnið opið til 15. sept- ember. Eftir það er opið eftir samkomulagi. „Þetta er búið að vera fínasta sumar“, segir Jón Sigurpálsson safnvörður og á þá ekki aðeins við veðrið, sem var með eindæmum gott í júní og júlí. Hjá safnverðinum Birni Baldurssyni fengust þær upp- lýsingar að meirihluti gesta safnsins eru útlendingar. „Hing- að koma útlendingar í miklum meirihluta, Íslendingar eru einungis um 20% gesta safns- ins.“ – tinna@bb.is Byggðasafnið í Neðstakaupstað. Ný upplýsingaskilti á stoppistöðvum Ný upplýsingaskilti á bið- stöðvum almenningssam- göngukerfis Ísafjarðarbæjar hafa litið dagsins ljós. Tveir af hönnuðunum á bak við skiltin, Stefán Pétur Sólveig- arson og Hörður Lárusson, voru staddir á Ísafirði í síðustu viku og voru þeir afar ánægðir með útkomuna. Skiltin eru hluti af nýju útliti almennings- samgöngukerfis Ísafjarðar- bæjar en markmiðið er að gera merkingar á almenningssam- göngum aðgengilegri og greini- legri fyrir bæði heimamenn og ferðafólk. Mikil hönnunar- vinna liggur að baki nýja út- litinu og segja þeir Stefán og Hörður að reynt hafi verið að hafa skemmtileg smáatriði í umgjörð kerfisins. „Ramminn um skiltin á stoppistöðvunum er til dæmis með litlu þaki, sem er vísun í þeirra“, segir Hörður. Þeir fé- lagarnir unnu á sínum tíma að gerð vegpresta sem settir voru upp á Ísafirði á síðasta ári. Stefán segir að önnur bæjar- félög mættu taka Ísafjarðarbæ sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Útlitshönnun almenn- ingssamgöngukerfis og sér- stakir vegprestar sem tengjast umhverfinu séu smáatriði sem skipti máli þegar litið er á heildarmyndina. Það er ísfirska fyrirtækið Ýmislegt smálegt ehf. sem stendur að verkefninu fyrir Ísafjarðarbæ. Annar eigenda Ýmislegs smálegs, Greipur Gíslason, hefur haft umsjón með verkefninu, en fyrirtæk- inu var falið verkefnið í kjölfar útgáfu þess á póstkorti sem sýnir almenningssamgöngu- kerfi Ísafjarðarbæjar og ná- grennis í búningi neðanjarða- lestakerfa stórborga heimsins. – tinna@bb.is Átta þúsund manns heimsóttu Byggðasafnið húsþökin í Ísafjarðarbæ“, segir Hörður. „Svo er merki kerfisins formað á hlið ramm- ans, þannig að hann er alveg einstakur fyrir þetta sveitar- félag. Upplýsingakerfið er mjög sveigjanlegt og hægt er að breyta upplýsingunum í römmunum á fljótlegan og ódýran hátt.“ Í hverjum ramma er pláss fyrir litla mynd eða texta sem hægt er að breyta reglulega. „Þannig er hægt að hafa þarna ljóð eftir bæjarbúa, eða mynd- ir af bæjunum eða umhverfi Stefán og Hörður við upplýsingaskilti á stoppistöðinni í Pollgötu á Ísafirði. Mikið var lagt í smáatriði á skiltinu. Ráða verkefnisstjóra Ráða á verkefnisstjóra til Ísafjarðarbæjar sem á að stýra átaki í atvinnusköpun. Þetta er gert samkvæmt hugmynd atvinnumálanefndar sveitarfélagsins um samstarf ýmissa aðila á norðanverðum Vestfjörðum í þeim tilgangi að skapa allt að 50 ný störf á svæðinu á næstu tveimur árum. Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um þessa nýju stöðu, ráðn- ingartíma og hvaða launakjör sé hægt að bjóða. Nefndin samþykkti að auglýsa starfið valkvætt þannig að hægt sé að ráða einstakling beint í starfið. Annar kostur í stöðunni er að ráðgjafafyrirtæki standi starfið til boða, gegn því að það verði staðsett í Ísafjarðarbæ.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.