Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2007, Síða 6

Bæjarins besta - 13.09.2007, Síða 6
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 20076 Ofurvald minnihlutans Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is – Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Sængurföt pólitík- usanna að komast á Á þessum degi fyrir 33 árum Héðan er nú allt gott að frétta, ekkert sérstakt, nema sunnan blíða og 10 stiga hiti í dag eftir næturkælu að undanförnu. Menn hér eru nú aðallega að dudda í því að gera að húsum sín- um, en það er mikið verið að byggja á mörgum bæjum, mikil mannvirki. Fjárhús er verið að byggja á einum 12 stöðum hér í Djúpinu og meiningin er að auka stofninn. Það fór að rétta aftur úr kútnum þegar grasið byrjaði að spretta aftur. Það lifnar yfir sálinni, þegar grasið grær. Og það er nú lítið hægt að kvarta hjá þessari þjóð, þegar grasið grær á annað borðið og fiskurinn gengur á hitt. Nema náttúrulega, að það er hægt að bíta of stóra bita af kökunni með þeim afleiðingum, að allir fái ekki nóg, og þá horfir til vandræða. Bróðurkærleikurinn mætti vera meira á oddinum, en kannski fer þetta nú að lagast, þeir eru nú að verða búnir að setja sængurfötin á pólitíkusarnir í hjónasænginni. Ekki að undra að ágreiningnum um kvótakerfið skyti upp á yfirborðið við umdeilda ákvörðun sjávarútvegsráðherra um samdrátt í þorskveiðum. Ný skoðanakönnun staðfesti það, sem ljóst hefur verið frá upphafi: Almenningur vill breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi, sem í öllu hefur brugðist. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætis- og sjávarútvegsráðherra reit leiðara í blað sitt 7. ágúst s.l. Í leiðaranum, sem ber yfirskriftina Minnihlutaráð, fjallar hann um aflamarkskerfið og segir m.a.: ,,Yfirgnæfandi meirihluti (þjóðarinnar) er óánægður með kerfið en aðeins fimmtán af hundraði lýsa ánægju. Það sem meira er: Skoðanakannanir um þetta efni hafa frá upphafi vega verið á þennan veg. Rökrétt er í því ljósi að spyrja hvers vegna þetta almenna viðhorf hefur al- drei endurspeglast í ákvörðunum Alþingis. Furðu gegnir að menn hafa ekki svo heitið geti leitað svara við þessari spurningu í þann aldarfjórðung sem þetta markaðskerfi við fiskveiðistjórn- un hefur verið að mótast. Á þessum tíma hafa allir flokkar átt aðild að ríkisstjórn.“ Síðan segir sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi: ,,Sennilega hefur aldrei verið óþvingaður meirihluti fyrir málinu á Alþingi. Meirihluti stjórnarmeirihluta á hverjum tíma hefur borið þessa ábyrgð. Með öðrum orðum: Stærsti minnihlutinn meðal þjóðarinnar og á Alþingi hefur ráðið för.“ Tímabært er að spurt sé: Hvers vegna hefur viðhorf almenn- ings til kvótakerfisins aldrei endurspeglast í ákvörðun Alþingis? Hvers vegna hafa þingmenn allra flokka komist upp með það að lúta í engu vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar? Hvaða ofurvald hefur ráðið ferð? Hvað hefur ráðið því að ekki hefur náðst samstaða á Alþingi fyrir því að stíga fyrsta skrefið út úr þeim vítahring sem kvótakerfið er búið að fanga flest sjávar- plássin í? Ritstjórinn svarar í raun spurningunni eftir að hafa tilgreint tvo stjórnmálamenn sem hlutu þjóðarlof snemma sumars fyrir afdráttarlausa gagnrýni á kvótakerfið: ,,Hvorugur þessara virtu stjórnmálamanna hefur á hinn veginn látið sér til hugar koma að lyfta litla fingri til að knýja á um breytingar þar sem þeir sitja og hafa áhrif og völd.“ Í ráðherratíð ritstjórans var frumvarp tveggja samflokksmanna hans um bann við sölu á kvóta svæft í sjávarútvegsnefnd. ,,Stjórnmál eru list,“ segir ráð- herrann fyrrverandi og undrar engan. Megin gagnrýni á kvótakerfið snýst um frjálsa framsalið. Halldór Ásgrímsson sagði fyrir kosningar 2003, að framsalið hefði alla tíð verið galli á kvótakerfinu. Í nóvember 2001 sagði þáv. sjávarútvegsráðherra að hann væri alveg tilbúinn að skoða afnám framsalsins. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji skoða reglur um viðskipti með leigukvóta. Eru líkur á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar virði meirihluta þjóðarinnar um breytingar á kvótakerfinu? Stígi fyrsta skrefið? Eða eigum við von á að sagan endurtaki sig? Töluð orð séu orðin tóm! s.h. Fóru í fjallgöngu og berjamó Börnin í 3. bekk Grunnskólans á Ísafirði fóru í fjallgöngu á fjallið Hnífa í mynni Skutulsfjarðar í síðustu viku. „Sú hefð hefur skapast hér við skólann að allir bekkir fara í fjallgöngu á haustin og nú er sá tími runninn upp þar sem nemendur eru á ferð með umsjónarkennurum sínum, foreldrum og fleira góðu fólki um fjöll og firnindi í orðsins fyllstu merkingu“, segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, umsjónarkennari í 3. bekk. Börnin höfðu með sér berjabox í fjallgönguna enda mátti sjá svartar þúfur af berjum, bæði krækiberjum og aðalblá- berjum. „Fimir fingur fóru um lyngið og hver dollan af annarri fylltist auk þess sem eitthvað af þessu góðgæti fór niður í maga, eins og vera ber. Vel heppnuð ferð enda veðrið eins og best verður á kosið“, segir Ingibjörg. Samþykkt að stofna Háskóla Vestfjarða Stofna á Háskóla Vestfjarða og á hann að taka til starfa strax á næsta ári. Þetta var samþykkt á 52. Fjórðungs- þingi Vestfirðinga sem haldið var á Tálknafirði um helgina. Þingið hefur falið stjórn Fjórðungssambands Vestfirð- inga að kalla þegar til fulltrúa Háskólaseturs, sveitafélaga, rannsóknastofnanna, fyrir- tækja og félagasamtaka til undirbúnings málinu. Stefna ber að stofnun sjálfstæðs háskóla strax á næsta ári og hefja kennslu haustið 2008. Þingið samþykkti fjölmarg- ar ályktanir sem beinast að atvinnumálum, menntamál- um, samgöngumálum og um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Meðal annars var skorað á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að grípa strax til raun- hæfra aðgerða til styrkingar byggðar á Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, sem og að fylgja eftir aðgerðum sem boðaðar voru fyrr á þessu ári í skýrslu nefndar forsætisráðuneytis um eflingu atvinnulífs á Vest- fjörðum. „Í skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands kemur fram að hagvöxtur á Vestfjörðum var neikvæður á árunum 1998- 2005. Boðaður niðurskurður aflaheimilda mun koma hér til viðbótar og hafa mjög neikvæð áhrif á afkomu ein- staklinga, fyrirtækja og sveit- arfélaga á svæðinu. Því verða þær mótvægisaðgerðir sem gripið verður til að koma til framkvæmda sem fyrst, vera raunhæfar og taka mið af því ástandi sem nú er að skapast“, segir í ályktun. Fastanefnd Fjórðungssam- bands Vestfirðinga um sam- göngumál var á þinginu falið að endurskoða stefnumótun Fjórðungssambands Vest- firðinga í samgöngumálum frá árinu 2004. „Umfangsmiklar samgöngubætur eru að verða að veruleika á Vestfjörðum og eru þær í samræmi við áherslur Fjórðungssambands Vestfirðinga“, segir í ályktun. „Nauðsynlegt er að norðan- verðir og sunnanverðir Vest- firðir verði eitt atvinnu- og þjónustusvæði og nýfram- kvæmdir í vega- og jarðganga- gerð geri það kleift.“ Þingið ítrekaði mikilvægi þess að tryggður verði jafn aðgangur fyrirtækja, stofnana og heimila að bestu mögulegri háhraðatenginu, á hverjum tíma, á sambærilegu verði og óháð staðsetningu. Það sagði mikilvægt að nýta full yfirráð íslenskra stjórnvalda á ljós- leiðara til Vestfjarða til að auka samkeppnishæfni fjórð- ungsins og lækka verð á gagnaflutningi. Skorað var á stjórnvöld að setja í forgang að ljúka hringtengingu ljós- leiðara á Vestfjörðum. Stofnun Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands var fagnað á þinginu sem og þeirri ákvörð- un að hluti starfseminnar verði á Vestfjörðum. Jafnframt var skorað á stjórnvöld að kanna vel mögulega staðsetningu stofnana á Vestfjörðum þegar skipulagsbreytingar eru gerð- ar eða ný verkefni verða til. Sveitarfélög á Vestfjörðum voru hvött til að ljúka gerð sí- og endurmenntunaráætlana í samstarfi við fræðslumiðstöð fyrir 1.janúar 2009. Í ályktun segir: „Í nútímaþjóðfélagi hefur gildi símenntunar aukist mjög og nú er svo komið að margar stofnanir og fyrirtæki gera símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sína. Breytingar í þjóðfélaginu og á vinnu- stöðum eru oft hraðar og til þess að fylgjast með og endur- nýja kunnáttu sína eða læra eitthvað nýtt verða starfsmenn sífellt að vera að endurmennta sig.“ Þingið var að þessu sinni tvískipt. Auk hefðbundinna þingstarfa var haldinn vinnu- fundur um fyrirkomulag á samstarfi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, en samkvæmt samningi frá mars 2004 er rekstur Fjórðungs- sambands Vestfirðinga á veg- um Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, en með sjálfstæða stjórn. Til umræðu var að aðskilja þennan rekstur að nýju eða sameina starfsemi þessara aðila og hugsanlega fleiri stofnana er sinna sam- eiginlegum verkefnum fyrir hönd sveitarfélaga á Vest- fjörðum. Unnið verður úr niðurstöðu fundarins og stefnt er að nýjum fundi um verk- efnið nú síðar í haust. Tæplega sextíu manns sóttu þingið og voru tveir af hverj- um þremur þeirra sveitar- stjórnarmenn. – tinna@bb.is Háskólasetur Vestfjarða

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.