Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Page 2

Bæjarins besta - 10.01.2008, Page 2
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 20082 Þorrablót Bolvíkinga haldið í Árbæ Bolvíkingar blóta þorra í íþróttahúsinu Árbæ í ár þar sem endurbætur standa yfir á félagsheim- ilinu Víkurbæ. Íþróttahúsið er eina húsið í bænum sem getur hýst skemmtun af þessari stærð- argráðu þegar félagsheimilið er í lamasessi. Hið hefðbundna þorrablót í Bolungarvík er ætíð haldið á fyrsta laugardegi í þorra sem í ár ber upp á 26. janúar. Þorrablótið í Bolungarvík hefur verið haldið nær óslitið frá árinu 1944 og hefð er fyrir því að konur bjóði bónda sínum til blóts þetta eina kvöld á árinu. Konur sjá um allan undirbúning og skemmtiatriði eru á heims- mælikvarða og boðið er upp á góðlátlegt grín og glens sem kitlar hláturtaugar þorrablótsgesta. Sýslumaðurinn á Ísafirði Áhugavert og krefjandi starf Sýslumaðurinn á Ísafirði auglýsir laust starf skrifstofumanns við embættið. Um er að ræða tímabundna stöðu til sex mánaða með möguleika á framlengingu. Starfið er krefjandi en jafnframt mjög áhugavert. Verk- svið verður víðtækt, t.a.m. móttaka skjala til þinglýsinga, afgreiðsla ýmissa leyfa og almenn afgreiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Miðað er við að ráða í stöðuna sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SFR. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist sýslumanninum á Ísafirði, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði fyrir 22. janúar 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin, Sýslumaðurinn á Ísafirði Kristín Völundardóttir. „Eru að skjóta sjálfan sig í fótinn“ Intercargo Coldstores A/S er hluthafi í Seabait í Súðavík og á 15% í fyrirtækinu, en eins og greint hefur verið frá var beitufyrirtækinu gert að greiða Intercargo Coldstores skuld sem nemur fjórum millj- ónum króna fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á dögunum. Þá segir Júlíana Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Seabait að sér- staklega hafi verið samið um að umrædd skuld skyldi greidd með skuldajöfnuði vegna pokabeitusölu árið 2006 en á þeim tíma var hún fjármála- stjóri hjá Intercargo Coldstor- es. Að hennar sögn skuldar Intercargo Coldstores enn fyr- ir pokabeitu sem það keypti af Seabait. „Þar sem þeir eiga hlut í Seabait, sem er með útistandandi kröfu á Inter- cargo Coldstores fyrir skuld vegna pokabeitu, eru þeir svo- lítið að skjóta sjálfan sig í fót- inn með því að draga okkur fyrir dóm vegna pappírssöl- unnar“, segir Júlíana. Málsatvik eru þau að á fyrri hluta árs 2006 keypti Seabait pappírsrúllur af Intercargo Coldstores til að nota við pokabeituframleiðslu sína. Á sama ári seldi félagið danska fyrirtækinu mikið magn poka- beitu og hafi söluverð beitunn- ar numið samtals 4.726.440 krónum. Byggði Seabait vörn sína fyrir héraðsdómi á því að samkomulag hafi orðið milli aðila um skuldajöfnuð vegna viðskipta þeirra, það er að reikningar Intercargo Cold- stores kæmu upp á móti reikn- ingum beitufyrirtækisins vegna pokabeitunnar. Seabait skuldi því Intercargo ekkert, þvert á móti skuldi fyrirtækið Seabait umtalsverða fjármuni vegna kaupa þess á pokabeitunni. Beitufyrirtækið Seabait hef- ur á undanförnum árum þróað nýja aðferð við framleiðslu á beitu, með það að markmiði að beitan yrði úr sem allra ódýrustu hráefni sem kæmi í stað beitu úr fiski sem hæfur er til manneldis. Rekstur beituverksmiðjunnar hefur þó átt á brattann að sækja í gegnum tíðina og hefur verið endurskipulagður. Eru aðstandendur verk- smiðjunnar sannfærðir um að nú séu bjartari tímar framund- an. Markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á sviði beitu- framleiðslu með útvíkkunar- möguleikum í aðrar iðngrein- ar. – thelma@bb.is Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðing- ar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjón- ustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveit- arfélög, einstaklingar og fyrir- tæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis átta milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árang- ursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver um- sækjandi gerir tillögu að ár- angursmælikvarða fyrir við- komandi verkefni. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna á skö- pun nýrra starfa á svæðunum Leiðrétting Náttúrustofu Vestfjarða til fjárlaganefndar Alþingis var tekin til greina. Í fyrstu umræðu um fjárlög þessa árs var gert ráð fyrir að náttúrustofurnar á Neskaup- stað, Stykkishólmi, Sauðár- króki, í Vestmannaeyjum, Sandgerði og Húsavík fái allar 8 milljónir króna til tímabund- ið framlag til rannsóknar- verkefna. Náttúrustofa Vest- fjarða er eina stofan sem var þar ekki nefnd. Þorleifur Ei- ríksson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Vestfjarða, segir að þarna hafi verið gerð mistök. Í tillögum Vestfjarðanefndar- innar var gert ráð fyrir útibúi Náttúrustofunnar á Patreks- firði og framlag Náttúrustof- unnar var eyrnamerkt útibú- inu. „Það var nú ekki meining- in með Vestfjarðaskýrslunni að skera niður hjá Náttúru- stofunni og en þetta voru bara mistök sem fjárlaganefnd leið- rétti“, segir Þorleifur. Náttúrustofan fær átta millj- ónir króna til sérverkefna eins og aðrar náttúrustofur auk annarra átta sem fara í nýtt útibú á Patreksfirði. Að auki er grunnframlag ríkisins níu milljónir króna. Fyrir skömmu auglýsti stofan eftir líffræð- ingum og landfræðingum til starfa og segir Þorleifur að verið sé að vinna úr umsókn- um. – smari@bb.is Náttúrustofa Vestfjarða er til húsa í Bolungarvík. Fjárframlög Náttúrustof- unnar ekki skorin niður og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki til menntunar eða rann- sókna. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðu- blöðum, sem hægt er að nálg- ast á vef Ferðamálastofu. – smari@bb.is Hornbjarg. Mótvægisaðgerðir til ferðaþjónustu Þennan dag árið1940 bjargaði togarinn Hafsteinn 62 manna áhöfn af þýska flutningaskipinu Bahia Blanca, sem sökk út af Látrabjargi. Sumir óttuðust að þetta væru her- menn sem ættu að gera uppreisn um leið og þýskur inn- rásarher kæmi til landsins. Dagurinn í dag 10. janúar 2008 –10. dagur ársins

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.