Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 4
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 20084
Örn Elías Guðmundsson:
„Framúrskarandi tónlistarmaður sem vekur athygli á
Vestfjörðum við hvert tækifæri – Frábær og jarðbund-
inn gæi – Ber höfuð og
herðar yfir aðra tónlistar-
menn – Boðberi vestfirskr-
ar menningar – Stofnsetti
bestu tónlistarhátíð á Ís-
landi „Aldrei fór ég suður“
– Topp tónlistarmaður og
frábær manneskja – Ein
besta kynning fyrir norð-
anverða Vestfirði – Mað-
urinn er snillingur – Flott-
astur! – Drengurinn er ekk-
ert nema ofur jákvæð
ímynd fyrir Vestfirði – Frábær í alla staði – Snillingur!
– Mikil lyftistöng fyrir Vestfirði – Listamaður af Guðs
náð – Semur hreint út sagt frábær tónlist – Eykur
hróður Vestfjarða með jákvæðni sinni og eykur stolt
Vestfirðinga með stórkostlegri snilld sinni á tónlistar-
sviðinu – Átti söluhæstu plötu ársins – Ljúfur töffari!“
Vilborg Arnardóttir:
„Einbeitt og öflugt starf í þágu samborgara sinna –
Ósérhlífin í vinnu að ferðamálum – Hefur lyft grettistaki
í ferðaþjónustu í Súðavík
– Hefur óbilandi kjark og
dugnað í öllu sem snýr að
velferðarmálum – Dugn-
aðarforkurinn í Súðavík –
Kom upp Raggagarði, sjá
um bryggjudaga og Sum-
arbyggðina í mörg ár –
Hefur lyft grettistaki í
ferðaþjónustu í Súðavík –
Hefur lagt gjörva hönd á
flest sem til framfara horfir
í byggðarlaginu – Sann-
kölluð athafnakona – Ótrúleg kona sem hefur áorkað
meiru en hægt er að ímynda sér þrátt fyrir meira mót-
læti en flestir fá á sig – Það þarf Boggu í hverja byggð
– Hefur bakað 2,8 tonn af kleinum til að fjármagna
leiktækjakaup í Raggagarði – Dugleg kona sem leggur
sig fram við allt sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Jón Bjarnason:
„Lætur land sitt undir olíhreinsistöð í Arnarfirði –
Harður stuðningsmaður olíuhreinsistöðvar – Lætur
eigin hagsmuni ekki ganga fyrir hagsmunum sveitar-
félagsins – Með framtíðar-
sýn í lagi varðandi atvinnu-
uppbyggingu – Hefur
framtíðarsýn allra Vest-
firðinga að leiðarljósi –
Mikill framfaramaður –
Hann á það skilið fyrir
áræðni og óeigingirni –
Maður að mínu skapi –
Maður með kjark og þor
– Býður land sitt til að
bjarga Vestfirðingum –
Mikill listamaður sem heiðarlega fram – Bjartsýnn og
traustur – Góð refaskytta og frumkvöðull.“
Arna Sigríður Albertsdóttir:
„Hún er hugrökk hetja – Kraftmikil og dugleg stelpa
þar sem alltaf er stutt í brosið þrátt fyrir alvarlegt slys
– Hefur sýnt mikla lífsbar-
áttu og bjartsýni – Hefur
með miklu æðruleysi tekist
á við nýjar og breyttar að-
stæður í lífi sínu – Dugleg
stelpa sem lætur ekkert
stoppa sig – Lætur alvar-
legt skíðaslys og veikindi
ekki stöðva sig – Algjör
perla sem tekst á við lífið í
hjólastól af einstakri yfir-
vegun – Hefur óbilandi
trú á eigin getu – Baráttan,
eljan og krafturinn í stelpunni er ótrúlegur. Algjör
hetja – Jákvæð baráttukona sem gefst ekki upp – Flott
stelpa sem geysist um götur bæjarins á fjórhjólinu sínu
eftir alvarlegt slys – Sýnir mikinn styrk í erfiðum að-
stæðum – Veit ekki um neinn sem á þennan heiður
meira skilið.“
Ummæli um fjóra efstu
Eftirtaldir einstaklingar fengu atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2007: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Kristján Erlingsson, Kristinn H.
Gunnarsson, Benedikt Sigurðsson, Harpa Oddbjörnsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir, Skúli Berg, Guðmundur
M. Kristjánsson, Sr. Magnús Erlingsson, Sigurgeir Steinar Þórarinsson, Guðrún Stella Gissurardóttir, Þorsteinn Másson, Magnús Hauks-
son, Einar Örn Konráðsson, Lárus Mikael Knudsen Daníelsson, Páll Gunnar Loftsson, Matthías Vilhjálmsson, Jón Guðbjartsson, Elvar Logi
Hannesson, Grímur Atlason, Matthildur Helgadóttir, Barði Önundarson, Hlynur Snorrason, Sigríður Magnúsdóttir, Hafþór Halldórsson,
Elías Guðmundsson, Gunnar Kristinn Jóhannesson, Magnús Freyr Jónsson, Bjarni E. Brynjólfsson, Stefán B. Önundarson, Inga María Guð-
mundsdóttir, Óðinn Gestsson, Soffía Vagnsdóttir, Reimar Vilmundarson, Áskell Benediktsson, Anna Maggý Gunnarsdóttir, Guðmundur
Halldór Björnsson, Hermann Hermannsson, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), Halldór Sveinbjörnsson, Jón Páll Halldórsson, Lilja Rafn-
ey Magnúsdóttir, Barði Ingibjartsson, Halldór Smárason, Sigurður Ólafsson, Jón Jónsson, Vilborg Arnardóttir, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir,
Ragnar Ágúst Einarsson, Úlfur Þór Úlfarsson, Jón Friðrik Jóhannsson, Sandra Dögg Guðmundsdóttir, Úlfar Ágústsson, Sigurður Jón
Hreinsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Þorsteinn J. Tómasson, Magnús Ólafs Hansson, Hjalti Proppé, Guðmundur Jónsson, Sunneva Sigurðardóttir,
Sigrún Elísabet Halldórsdóttir, Anna Guðrún Edvarsdóttir, Jón Bjarnason, Einar Hreinsson, Guðfinnur Hafliði Einarsson, Þorlákur
Ragnarsson, Einar K. Guðfinnsson, Þorbjörn Steingrímsson, Ólína Þorvarðardóttir, Guðmundur Óli Lyngmó, Konráð Eggertsson, Eiríkur
Bjarkar Ragnarsson, Haraldur Kristinn Leifsson, Halldór Gunnar Pálsson, Jónas Guðmundsson, Þorsteinn Bragason, Arna Sigríður Al-
bertsdóttir, Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Örn Torfason, Jón E. Alfreðsson, Þröstur Ólafsson, Sigmundur Þórðarson, ÓB
hópurinn, Vestfirska fólkið, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, Þórir Traustason, Kristinn Þröstur Jónsson, Samúel Samúelsson, Sigurður
Atlason, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Erlingur Tryggvason, Steinn Ólafsson, Huldumaðurinn á Patreksfirði, Ingólfur Eggertsson, Eydís
Hulda Jóhannesdóttir, Jónas Skúlason, Hallgrímur Sveinsson, Katrín Steinarsdóttir, Ólafur B. Halldórsson, Karólína Guðrún Jónsdóttir,
Einar Oddur Kristjánsson, Bjarni Jóhannsson, Guðmundur Halldórsson, Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Þórður Vagnsson,
Kristján Bjarni Valdimarsson, Guðmundur Fylkisson, Svava Ingþórsdóttir, Steini og Óli sjúkraþjálfarar og Skellur, blakdeild öldunga.
Vestfirðingur ársins 2007
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is er Arna Sigríð-
ur Albertsdóttir, 17 ára nemi
við Menntaskólann á Ísafirði,
sem slasaðist alvarlega í skíða-
slysi í Geilo í Noregi 30. des-
ember 2006. Hún fékk nær
25% greiddra atkvæða. Arna
Sigríður, sem lamaðist fyrir
neðan mitti, hefur sýnt mikla
þrautseigju, jákvæðni og styrk
þrátt fyrir að vera bundin við
hjólastól. „Hún er góð fyrir-
mynd og kemur fólki í skilning
um að lífið hefur upp á svo
margt að bjóða og hvað maður
má vera þakklátur fyrir það
sem maður hefur, eins og einn
lesandi vefjarins orðaði það.
Arna Sigríður er þriðja konan
sem kjörinn er Vestfirðingur
ársins af lesendum bb.is. Vest-
firðingur ársins 2006 var Sunn-
eva Sigurðardóttir, sem opin-
beraði fyrir alþjóð kynferðis-
lega misnotkun sem hún varð
fyrir í æsku og stofnaði í fram-
haldi af því sjálfshjálparhóp í
samstarfi við Stígamót, til
handa þeim sem lent hafa í
svipuðum raunum. Vestfirð-
ingur ársins 2005 var Sigríður
Guðjónsdóttir, íþróttakennari
á Ísafirði, sem átti því láni að
fagna að bjarga ungum dreng
frá drukknun.
Áður höfðu fengið nafn-
bótina þeir Örn Elías Guð-
mundsson (Mugison) árið 2004,
Magnús Guðmundsson á Flat-
eyri árið 2003, Hlynur Snorra-
son á Ísafirði árið 2002 og
Guðmundur Halldórsson í
Bolungarvík árið 2001.
Í öðru sæti í vali á Vest-
firðingi ársins 2007 varð Jón
Bjarnason, bóndi að Hvestu í
Arnarfirði, í þriðja sæti Vil-
borg Arnardóttir, stofnandi
Raggagarðs í Súðavík, í fjórða
sæti varð Örn Elías Guð-
mundsson (Mugison) tónlist-
armaður í Súðavík og í fimmta
sæti varð Reimar Vilmundar-
son skipstjóri í Bolungarvík.
Í næstu sætum komu Matthild-
ur Helgadóttir, framkvæmda-
stjóri á Ísafirði og stofnandi
Óbeislaðrar fegurðar, Grímur
Atlason bæjarstjóri í Bolung-
arvík, Elvar Logi Hannesson,
leikari á Ísafirði, Jón Guð-
bjartsson útgerðarmaður á Ísa-
firði og Matthías Vilhjálms-
son, knattspyrnumaður frá
Ísafirði.
Alls fengu 114 einstakling-
ar atkvæði í kosningunni en á
sjöunda hundrað manns tóku
þátt í kjörinu sem er rúmlega
tvöföldun frá því í fyrra. Þeir
einstaklingar sem voru í fyrstu
fimm sætunum fengu 60%
greiddra atkvæða.
Næstu fimm fengu 10%
greiddra atkvæða og aðrir
minna. Arna Sigríður tók við
viðurkenningu í tilefni útnefn-
ingarinnar á laugardag sem
og eignar og farandgrip sem
smíðaður er af Ísfirðingnum
Dýrfinnu Torfadóttur, gull-
smið.
Aðstandendur valsins á Vest-
firðingi ársins 2007, Gullauga
á Ísafirði, hugbúnaðarfyrir-
tækið Eskill hf., í Reykjavík
og fréttavefurinn bb.is þakka
lesendum þátttökuna og óska
þeim velfarnaðar á árinu 2008.
– bb@bb.is
Arna Sigríður kjörinn
Vestfirðingur ársins 2007
Arna Sigríður Albertsdóttir, Vestfirðingur ársins 2007 að mati lesenda bb.is.