Bæjarins besta - 10.01.2008, Page 6
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 20086
Vestfirðingur
ársins 2007
Ritstjórnargrein
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693
og 849 8699, thelma@bb.is · Sigríður Gísladóttir, símar 456 4694 og 697 8797, sigridur@bb.is og Smári
Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór
Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
Síðan Hitaveitan kom í notkun hefur aldrei komið eins
mikið kuldakast hér í Reykjavík eins og nú um áramótin.
Frostið var oft um 8-10 stig og allt upp í 13 stig. Og með því
oft allmikið hvassviðri. Ásóknin til heita vatnsins hefur því af
eðlilegum ástæðum aldrei verið eins mikill, eins og þessa
dagana. Og vatnið ekki hrokkið til, sem er eðlilegt er, þareð
Hitaveitunni hefur ekki verið ætlað að full hita íbúðarhúsin
upp í 20 gráða herbergjahita nema í 5 gráða frosti eða svo.
Væri henni ætlað að fullnægja hitunarþörfinni í meiri kulda þá
næði hún ekki til líkt því eins margra húsa og hún gerir nú.
Þegar Hitaveitan frá Reykjum var komin í fulla notkun vorið
1944 og til bæjarins komu um eða yfir 200 sekúndu lítrar af
hitavatninu. Jafngilti þessi hitagjafi 30 þúsund kola tonnum á
ári. Síðan hefur Reykjavatnið aukist með því að haldið hefur
áfram borunum og afköst borholanna aukin með dælingu.
Hitaveitan jafngildir
45 þúsund kolatunnum
Á þessum degi fyrir 59 árum
Dag skal að kveldi lofa. Hvað morgundagurinn ber í
skauti sínu fáum við í mörgum tilfellum ekki ráðið við.
Þegar laugardagurinn 30. desember 2006 rann upp áttu
ísfirsku ungmennin sem voru við skíðaiðkun í Geilo í
Noregi ekki von á öðru en að dagurinn yrði þeim jafn
ánægjulegur og fyrri dagar þar um slóðir höfðu verið þeim.
Sú varð ekki raunin á. Áður en dagur var runnin var hann
orðinn örlagadagur í lífi Örnu Sigríðar Albertsdóttur, 16
ára efnilegrar ísfirskrar skíðakonu. Á snöggu augabragði
dró ský fyrir sólu. Slys gera ekki boð á undan sér.
Þeim sem hafa fylgst með Örnu Sigríði eftir þennan ör-
lagaríka dag kemur ekki á óvart að lesendur Bæjarins besta
og bb.is. skuli nú, ári síðar, velja hana Vestfirðing ársins
2007. Staðfesta hennar og dugnaður og hvernig hún ,,hefur
þrátt fyrir ungan aldur tekist á við erfiðleikana með jákvæðni
og bros á vör, sem ekki margir gætu leikið eftir,“ eins og
segir í viðtali sem blaðamaður BB átti við hana af tilefninu.
Aðspurð hvort hún hafi gert sér grein fyrir hversu mikil
áhrif barátta hennar hafi haft á aðra, svarar hún: ,,Nei, ég
get ekki sagt það. Mér finnst ég ekkert vera svo dugleg,
finnst ég bara vera að gera það sem allir myndu gera í
minni stöðu. Ég spái allavega ekki mikið í því hvort ég sé
duglega eða ekki. Bara geri það sem þarf að gera en auð-
vitað tekur maður eftir því að maður vekur athygli.“
Tvennt er öðru dýrmætara fólki sem stendur frammi
fyrir þeim vanda að þurfa að hefja lífið á nýjn leik, ef svo
má að orði komast. Annars vegar vonin og hins vegar
kjarkurinn, sem sér til þess vonarneistinn slokkni ekki. Sé
þetta til staðar ásamt stuðningi ættingja og vina og samfé-
lagsins aukast líkurnar á því að sjáist til sólar á ný.
Arna Sigríður er yngst þeirra sem hlotið hafa nafnbótina
Vestfirðingur ársins og sjöunda í röðinni. Hún stundar nú
nám við Menntaskólann á Ísafirði, staðráðin í að vinna upp
þann tíma sem hún missti úr námi vegna slyssins. ,,Ætli
það sé ekki það helsta sem er framundan hjá mér núna,“
segir þessi unga baráttukona, staðráðin í að láta ekkert aftra
sér frá því að lifa lífinu og hefur því til sönnunar sést á
fjórhjóli í bænum, en það hyggst hún nota til að komast
leiðar sinnar við sumarbústað fjölskyldunnar í Leirufirði.
,,Mér finnst æðislegt að komast út, geta farið hvert sem ég
vil og fengið vindinn í andlitið, það er æðisleg tilfinning.“
Bæjarins besta sendir Örnu Sigríði bestu kveðjur og
óskar henni til hamingju með titilinn Vestfirðingur ársins
2007. Hún er svo sannarlega vel að honum komin; fyrirmynd
sem margur getur lært mikið af. s.h.
Guðbjörg leikmaður ársins hjá KFÍ
KFÍ hefur valið Guðbjörgu Einarsdóttir sem leikmann ársins 2007. Hún er, eins og áður hefur komið
fram, fulltrúi KFÍ í vali á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2007. Guðbjörg er 19 ára gömul og hóf að æfa
körfuknattleik 12 ára. Fjórtán ára var hún búin að vinna sér byrjunarliðssæti í meistaraflokki kvenna hjá
KFÍ. Hún lék svo með kvennaliði KFÍ á meðan að hægt var að tefla fram kvennaliði, en því var hætt
vegna skorts á leikmönnum 2006. Þegar meistaraflokkur kvenna hjá KFÍ var lagður niður hélt Guðbjörg
til Camden í Arkansas í Bandaríkjunum sem skiptinemi og þar lék hún með Lady Bulldogs í Hampton
high skólanum og stóð sig frábærlega, segir á heimasíðu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, kfi.is.
Einn vill úrskurðarvald
Aðeins ein umsókn barst Sýslumanninum á Ísafirði um nýja stöðu
sem verið er að setja á laggirnar hjá embættinu sem felst í því að
taka við sérverkefni á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
Verkefnið kallast úrskurðarvald í útlendingamálum. Er umsóknin
nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Auglýst var staða lögfræðings
við sýslumannsembættið á Ísafirði, vegna þessa. Á hann að hefja
störf sem fyrst en umsóknarfrestur rann út 31. desember.
Fyrsti Íslendingurinn til að
koma í heiminn á árinu 2008
fæddist í Björgvin 38 mínút-
um eftir miðnætti á nýársnótt
að íslenskum tíma, eða klukk-
an 1.38 að staðartíma. Barnið
reyndist stúlka og er hún af
bolvísku bergi brotin. Hún
hefur hlotið nafnið Ída María
og eru foreldrar hennar Valde-
mar Sæberg Valdemarsson og
Steinunn Adolfsdóttir en þau
hafa átt heima í Björgvin
undanfarin fimm ár. Valdemar
er sonur Valdemars Guð-
mundssonar sem betur er
þekktur undir nafninu Valli
lögga en Steinunn er dóttir
Adolfs Adolfssonar sem var
sýslumaður þeirra Bolvíkinga
um tíma. Frá þessu er greint á
fréttavef Bolvíkinga, vikari.is.
Á vef norska dagblaðsins
Bergens Tidende kemur fram
að Ída María hafi verið að
flýta sér í heiminn því hún
kom tveimur vikum fyrir
tímann og varð fyrsta barn
ársins í Bergen og nágrenni,
Vesturlandinu, og fyrsta ís-
lenska barn ársins því hún
fæddist á undan fyrsta barninu
sem fæddist á Íslandi, en það
kom í heiminn rúmum 20 mín-
útum seinna í Reykjavík.
– sigridur@bb.is
Fyrsta íslenska barnið
2008 var Bolvíkingur
Hiti í júní á síðasta ári var
meiri en þremur stigum yfir
meðallagi áranna 1961 til
1990 á Vestfjörðum. Mánuð-
urinn er annar eða þriðji
hlýjasti júnímánuður frá upp-
hafi mælinga frá aldamótun-
um 1900. Að því er fram
kemur í ársyfirliti Veðurstof-
unnar er heldur óhægt um
samanburð vegna sífelldra
flutninga veðurstöðva. Mjög
þurrt var á landinu, fádæma
þurrt norðaustanlands og
hefur aldrei mælst jafnlítil
úrkoma á Akureyri og í júní í
fyrra, en þar mældist mánaðar
úrkoman aðeins 0,4 mm. Árið
var mjög hlýtt, það tíunda
hlýjasta frá upphafi mælinga
á velflestum stöðvum um
sunnan- og vestanvert landið
en það 14. til 15. hlýjasta norð-
austanlands. Í Reykjavík var
hitinn 1,2 stigum ofan meðal-
lags, lítillega hærra en árið
2006 og aðeins kaldara en
2004, en meir en hálfu stigi
kaldara en metárið 2003.
Samgöngutruflanir á heið-
arvegum voru með tíðara móti
á árinu sökum illviðra, en
snjór var með minna móti í
lágsveitum miðað við árstíma.
Þrálát snjóflóðahætta var
norðan til á Vestfjörðum þó
að snjór væri ekki mikill að
magni til.
Júlí var mjög hlýr um landið
sunnan- og vestanvert, hiti var
í ríflegu meðallagi víðast fyrir
norðan, en við austur- og suð-
austurströndina var hitinn
nærri meðallagi. Óvenjuþurrt
var um mikinn hluta landsins
mestallan mánuðinn, jafnvel
svo að gróðri hrakaði og vatns-
ból þornuðu. Mestir voru þurrk-
arnir inn til landsins á Vestur-
landi, víðast hvar á vestan-
verðu Norðurlandi austur til
Eyjafjarðar og sums staðar á
Vestfjörðum. Einnig var óvenju-
þurrt í Hornafirði og sums
staðar sunnan til á Austfjörð-
um þar til allra síðustu daga
mánaðarins. Mest var úrkom-
an að tiltölu norðan til á Aust-
fjörðum en náði þó ekki með-
alúrkomu að magni til.
Einn hlýjasti júnímánuð-
ur frá aldamótunum 1900
Júní síðast liðinn var annar eða þriðji hlýjasti júnímánuður frá aldamótunum 1900. Mynd úr myndasafni.