Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 8

Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 8
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 20088 Mikilvægara að vera jákvæð en oft áður Ísfirðingurinn Arna Sigríð- ur Albertsdóttir er Vestfirð- ingur ársins 2007 að mati les- enda Bæjarins besta en já- kvæðni hennar og þrautseigja eftir að hún lamaðist eftir skíðaslys í Geilo í Noregi þann 30. desember 2006 hefur verið mörgum innblástur. Slysið hafði þær afleiðingar að hún hlaut innvortis blæðingar og hryggáverka. Síðan þá hefur hún verið í endurhæfingu og þurft að læra margt nýtt er kemur að daglegu lífi enda hefur margt breyst hjá þessari 17 ára gömlu stúlku. Hún er við nám við Menntaskólann á Ísafirði og staðráðin að bæta upp þann tíma sem hún missti í kjölfar slyssins. Sjálfri finnst henni lítið um dugnað sinn og segir að hún telji sig aðeins vera að gera það sem allir myndu gera í hennar stöðu. Lesendur Bæjarins besta eru ekki sammála þar sem Arna Sigríður hefur þrátt fyrir ungan aldur tekist á við erfiðleikana með jákvæðni og bros á vör, sem ekki margir gætu leikið eftir. Bæjarins besta tók Vestfirðing ársins á spjall en þess má geta að hún er sú yngsta sem hlotið hefur þessa nafnbót. – Til hamingju með heiður- inn að hafa verið valin Vest- firðingur ársins. Kom það þér á óvart? „Já þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég hafði heyrt af því að einhverjir hefðu kos- ið mig en ég bjóst samt ekki við þessu. Mér finnst þetta alveg frábært.“ – Lesendur Bæjarins besta völdu þig þar sem þú hefur sýnt ótrúlegan styrk og dugn- að eftir slysið sem þú lentir í fyrir rúmu ári síðan. Hafðirðu gert þér grein fyrir hversu mik- il áhrif barátta þín hefur á aðra? „Nei ég get ekki sagt það. Mér finnst ég ekkert vera svo dugleg, finnst ég bara vera að gera það sem allir myndu gera í minni stöðu. Ég spái allavega ekki mikið í því hvort ég sé dugleg eða ekki. Bara geri það sem þarf að gera en auðvitað tekur maður eftir því að maður vekur athygli.“ – Nú hafa margir fylgst með blogginu þínu og dáðst að já- kvæðni þinni við erfiðar að- stæður. Hefurðu lagt þig fram um að vera jákvæð eða ertu það að eðlisfari? „Bæði og myndi ég segja. Ég reyni jú að vera jákvæð sem er mikilvægara nú en oft áður.“ – Hvernig hefur ferlið verið hjá þér frá slysinu? „Ég fer á hverjum degi upp á sjúkrahús í sjúkraþjálfun en ég fer ekki meira á Grensás þar sem ég var lengi í endur- hæfingu eftir slysið. Ég var þar frá því að ég fór af sjúkra- húsinu og þar til í ágúst. Þegar ég lít til baka þá var mjög góð- ur andi á Grensási og starfs- fólkið mjög fínt. En þegar ég var þar fannst mér það mjög leiðinlegt enda hugsaði maður þá mjög mikið um slysið og afleiðingar þess og þær að- stæður sem ég var komin í.“ – Voru einhverjir á svipuð- um aldri og þú á Grensási svo að þú hafðir félagsskap? „Nei ég var oftast yngst. Fólk kom og fór en oftast nær var ég langyngst af þeim sem þarna voru. En vinir mínir og fjölskylda voru dugleg heim- sækja mig.“ – Fékkstu einhvern sálræn- an stuðning á Grensási? „Já það var sálfræðingur þarna sem hjálpaði mér mjög mikið. Andlegi þátturinn við að lenda í svona slysi er alveg jafn stór partur og sá líkam- legi. Það þarf því líka að huga að því.“ Jákvæð með stuðningi vina og vandamanna – Hvernig líður þér í dag? „Ágætlega. Dagarnir eru misjafnir en ég reyni að vera jákvæð.“ – Og hvar færðu styrk til þess að vera jákvæð? „Hjá vinum mínum og fjöl- skyldu. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá þeim og ég á góða að.“ – Hvernig hafa viðtökurnar verið eftir að þú komst heim á Ísafjörð? „Þær voru mjög góðar. Allir voru að heilsa manni og hrósa. Allir þekkja alla á Ísafirði og allir virtust vita hver ég var þegar ég kom aftur.“ – Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég er á öðru ári í Mennta- skólanum á Ísafirði en ég tók mér frí fyrstu önnina eftir slys- ið og er því örlítið eftir á, en ég ætla mér að bæta það upp. Skólinn er aðalatriðið hjá mér núna en ég er að byrja á vorönn. Ætli það sé ekki það helsta sem er framundan hjá mér núna.“ – Það hefur sést til þín á tryllitæki, eða sem sagt fjór- hjóli í bænum. Hvenær fékk- stu þér það? „ Ég keypti það áður en ég kom endanlega heim í haust, en við fjölskyldan eigum sum- arbústað í Leirufirði þar sem erfitt er að komast um, fjór- hjólið er aðallega ætlað til að komast þar um. En ég hef verið að prófa það hérna í bæn- um og mér finnst æðislegt að komast út, geta farið hvert sem ég vil og fengið vindinn í and- litið, það er æðisleg frelsistil- finning. Hjólið er knúið áfram af bensíni og bensíngjöfin og bremsan eru í stýrinu.“ Tekur tíma að átta sig – Þegar þú lentir í slysinu, gerðirðu þér strax grein fyrir hversu alvarlegt það væri? „Nei, alls ekki, en ég áttaði mig á því að það væri eitthvað alvarlegt að. En ég er varla búin að átta mig á þessu ennþá þótt það sé ár liðið. Þetta tekur tíma.“ – Manstu eftir slysinu? „Ég man ekki eftir slysinu sjálfu en man eftir aðeins fyrir slysið og þegar ég lá í brekk- unni og þyrlan var að sækja mig. Ég held að ég hafi fengið heilahristing og muni þess vegna ekki eftir því og mér finnst það bara alveg ágætt. Held að það sé bara betra þannig. Ég var flutt á sjúkrahús í Noregi þar sem ég var í fimm daga. Pabbi kom út að hitta mig en ég hitti mömmu og bróður minn þegar ég kom til Reykjavíkur.“ – Var ekki erfitt að vera í ókunnu landi við þessar að- stæður? „Jú að mörgu leiti en ég er fegin að hafa verið í Noregi sem er nálægt Íslandi er kemur að menningu og siðum. Allir töluðu ensku svo maður skildi hvað fólk var að segja og það hefði verið mun verra að vera einhvers staðar lengra í burtu þar sem maður gæti ekki einu sinni talað við fólkið. Það var líka gott að því leiti að ég fór í tvær aðgerðir úti og þeir læknar sem ég hef hitt síðan þá segja að þetta hafi verið mjög vel gert.“ – Hefurðu þurft að fara í fleiri aðgerðir síðan þá? „Nei, ég fór í aðgerð strax og ég kom á sjúkrahúsið eftir slysið þar sem stöðvuð var innvortis blæðing og daginn eftir var spengt á mér bakið, það þýðir að skrúfum og plötum er komið fyrir í hrygg- num til þess að rétta hann af og skorða hryggjaliðina sem brotnuðu.“ – Er það versta yfirstaðið eða er mikið eftir? „Ég er búin að læra helling en á eftir að læra mikið um hjólastjórafærni og hæfni dag- legs lífs. Það er samt heilmikið eftir“, segir hin 17 ára gamla Arna Sigríður. – Eitthvað að lokum? „Ég vil koma þökkum til allra sem kusu mig og fyrir stuðninginn sem ég hef fengið síðastliðið ár“, segir Vestfirð- ingur ársins með bros á vör.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.