Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 14
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 200814
Biskupinn fer fyrir göngunni. Álfadrottningin og álfakóngurinn voru ánægð með dansinn.
Þar rauður loginn brann
Það var hátíðlegur blær við Gamla sjúkrahúsið á
Eyrartúni að kvöldi þrettándadags þegar árleg þrett-
ándagleði Kvenfélagsins Hlífar á Ísafirði var haldin. Á
síðari árum hefur skapast hefð fyrir því að Ísfirðingar
og Bolvíkingar skiptist á að halda þrettándabrennur þó
svo að komið hafi fyrir að fagnaðurinn hafi fallið niður
vegna veðurs. Veðrið lék hinsvegar við viðstadda að
þessu sinni sem nutu þess að sjá konungborna úr álf-
heimum með hirð sinni, í þetta eina skipti á árinu sem
okkur dauðlegum er það mögulegt.
Lúðrasveit Tónlistarskólans gaf tóninn í upphafi
dagskrárinnar og spilaði nýárslög og nokkur jólalög, til
að minna á að jólin voru kvödd. Álfadrottning og álfa-
kóngur gengu þá í skrúðgöngu frá skátaheimilinu að
Gamla sjúkrahúsinu og á eftir þeim fylgdu álfameyjar
og álfasveinar, blómálfar, ljósálfar, dökkálfar og bændur
og búalið. Álfaþjóðin steig dans um bálið og félagar úr
Harmónikkufélagi Ísafjarðar og Sunnukórnum spiluðu
og sungu lög eins og Máninn hátt á himni skín og Nú er
kátt hjá álfum öllum. Þegar konungshjónin höfðu fengið
sér sæt í hásætum sýndu nokkrar hulduverur dansatriði
sem kallaðist Rauður loginn brann við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Grýla mætti að lokum með syni sína tvo Hurðaskelli og
Stúf og hafði Leppalúða í afturdragi. Þau sögðu börnunum
frá jólunum og virtust jólasveinarnir ekki átta sig á hvað
tímanum leið, því þeir eiga vissulega að vera komnir til
fjalla á þessum degi. Engir púkar úr hyski Grýlu voru til
að hrella börnin, enda voru þau öll stillt og prúð. Konungs-
hjónin stigu lokadansinn og svo gekk hersingingin fylktu
liði með álfabiskupinn í fararbroddi að Hlíf og þaðan nið-
ur að Neista þar sem sjá mátti flugeldasýningu frá höfninni.
Kvenfélagið Hlíf nýtur aðstoðar margra við dagskrár-
gerð þrettándagleðinnar. Þar ber helst að telja Skátafélagið,
Björgunarfélagið, Ísafjarðarbæ, Harmonikkufélagið,
Lúðrasveit Tónslitarskólans, Kómedíuleikhúsið og félaga
úr Litla Leikklúbbnum, en það eru um 100 manns sem
taka þátt í Þrettándagleðinni með einhverjum hætti.
Hátíðinni lauk með veglegri flugelda-
sýningu frá Björgunarfélaginu.