Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 15. maí 2008 · 20. tbl. · 25. árg. Framtíðin í sjóstanga- veiði útlendinga á Vestfjörðum er björt – segir Ómar Már Jónsson, sem að áliðnu sumri læt- ur af starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Í viðtali í miðopnu lítur hann yfir farinn veg, metur stöðu og framtíðarhorfur í Súðavík og rekur ítarlega þær sviptingar sem orðið hafa varðandi komur útlendra sjóstangaveiðimanna til Vestfjarða. Af þeim 33 núlifandi Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru átta fæddir á Vestfjörðum, þó einungis tveir þeirra séu enn búsettir fyrir vestan. Frá þessu er sagt á vefn- um langlifi.net. Sú elsta er Þuríður Samúelsdóttir sem er 104 ára. Næst elst er Torfhildur Torfadóttir sem er 103 ára. Óskar Jensen, Guð- rún Jónsdóttir og Rósa Gísladóttir Blöndal eru 101 árs og Kristján Jóns- son, Hólmfríður Guðjóns- dóttir og Jóhanna Krist- jánsdóttir eru öll 100 ára. Þess má geta að sú síðast- nefnda á einmitt 100 ára afmæli í síðustu viku. Eins og áður segir er allt þetta fólk búsett á höf- uðborgarsvæðinu nema Torfhildur sem býr á Ísa- firði og Jóhanna sem býr á Patreksfirði. – halfdan@bb.is Fjórðungur fæddur á Vestfjörðum Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er næst elsti Íslendingurinn og sá eini sem er búsettur á Vestfjörðum. Íbúum á Vestfjörðum fækk- aði um 1.335, eða 15,4%, á einum áratug milli áranna 1997 og 2007 samkvæmt töl- um úr Upplýsingaveitu sveit- arfélaga og fækkaði íbúum í öllum sveitarfélögum nema einu. Í Bæjarhreppi fjölgaði íbúum um 2, voru 100 árið 1997 en í fyrra voru þeir 102. Mesta fækkunin í íbúum tal- in, en sú minnsta hlutfallslega, var í langstærsta sveitarfélag- inu Ísafjarðarbæ. Þar fækkaði um 440 á tímabilinu, eða 10%. Tálknfirðingum fækkaði um 37 (11,3%). Í Bolungarvík fækkaði um 190 manns (17,4%) og 68 (20,4%) í Reykhóla- hreppi. Þá fækkaði um 141 (22%) í Strandabyggð og Súð- víkingar voru 63 (22,7%) færri í fyrra en áratug áður. Í Vesturbyggð fækkaði um 332 (26,5%) og í Kaldrana- neshreppi um 40 (28,2%). Mesta hlutfallslega fækkunin varð í minnsta sveitarfélaginu, Árneshreppi. Þar fækkaði um 26 íbúa á tímabilinu, eða 35,1%. – halfdan@bb.is Íbúum fækkaði um 15,4% á einum áratug Traðarland 24 brennt til kaldra kola Slökkvilið Bolungarvíkur kveikti í Traðarlandi 24 í Bolungarvík á fimmtudag í síðustu viku og brann húsið til kaldra kola. „Þetta var timbur- hús og við vorum búnir að taka járnin af því svo það brann til kaldra kola og ekkert er eftir nema grunnurinn“, segir Ólafur Benediktsson, slökkviliðsstjóri í Bolungarvík. Tíu menn frá slökkviliði Ísafjarðarbæjar voru bolvískum slökkviliðsmönnum innan handar og að sögn Ólafs gekk æfingin ljómandi vel. „Það er bráðnauðsynlegt fyrir öll slökkvilið að fá að æfa við svona aðstæður. Þarna fundum við þennan ofboðslega hita sem er að mæta okkur í útköllum og gátum æft svokallaða hita- reykköfun. Svona æfing er ómetanleg fyrir okkur.“ Fjöldi manns fylgdist með æfingunni og voru margir fegnir að sjá á eftir húsinu. „Ná- grannarnir voru fegnir að vera lausir við húsið enda hafa þeir haft mikinn ama af því upp á síðkastið. Það var orðin hálf- gerð slysagildra og farið að fjúka af því ef veður lét illa, enda húsið orðið gjörsamlega ónýtt og búið að standa autt í rúmlega einn og hálfan áratug“, segir Ólafur. Það logaði glatt í Traðarlandi 24. Mynd: vikari.is.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.