Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 200812
Ársfundur 2008
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2008 verður haldinn á
Hótel Ísafirði laugardaginn 17. maí nk. kl. 13:00.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningar ársins 2007.
3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri útttekt.
4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins.
5. Kosning á hluta stjórnar og varamanna.
6. Kynntar tilnefningar Samtaka atvinnulífsins á mönnum í
stjórn sjóðsins.
7. Önnur mál.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt á
fundarsetu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar
eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins, en
eru beðnir að staðfesta þátttöku sína við skrifstofu sjóðsins í síð-
asta lagi 16. maí 2008.
Sérstakt fulltrúaráð að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og
samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með
atkvæði á ársfundinum.
F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga,
Guðrún Guðmannsdóttir.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma
Helgi Kristján Sveinsson
Guðmundur Sigurður Sveinsson Alda Kolbrún Haraldsdóttir
Sigríður Kristín Sveinsdóttir Guðmundur Páll Kristjánsson
Margrét Sveinsdóttir
Bjarni Jón Sveinsson Elzbieta Pawluczuk
Berglind Sveinsdóttir Pálmi Ólafur Árnason
Sveinbjörg Sveinsdóttir Kristinn Halldórsson
ömmubörn, langömmubörn og aðrir ástvinir
Bjarney Ingibjörg Kristjánsdóttir
Aðalstræti 26a, Ísafirði
andaðist á heimili sínu aðfararnótt sunnudagsins 4. maí. Útförin
fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14:00.
Óskað hefur verið eftir
niðurfellingu sorpeyðingar-
gjalds af steypustöð á Söndum
í Dýrafirði þar sem ekki hefur
verið starfsemi í stöðinni í all-
mörg ár og engar fyrirætlanir
uppi um að hefja þar starfsemi.
Í erindinu sem lagt var fyrir á
fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæj-
ar er vísað til bréfs frá bæjar-
ritara.
„Í bréfi þessu kemur fram
að ekki liggi fyrir upplýsingar
um hvort og þá hvernig starf-
semi muni koma til að verða í
umræddri steypustöð. Slíkt sé
forsenda þess að hægt sé að
fella niður sorpeyðingargjald,
enda um að ræða þjónustu-
gjald sem óheimilt er að inn-
heimta nema þjónusta sé sann-
arlega innt af hendi“, segir í
erindinu.
Bæjarráð samþykkti að fela
bæjarstjóra að kanna hvort og
hver afgreiðsla hefur verið á
sambærilegum málum.
Óheimilt að innheimta þjónustu-
gjald nema þjónusta sé innt af hendi
Bæjarráð Bolungarvíkur
taldi endurskoðun fjárhags-
áætlunar óhjákvæmilega vegna
þeirra miklu framkvæmda
sem í gangi eru í sveitarfélag-
inu, enda hafa þær væntingar
sem ráðið hafði um öflugri
fjárframlög ríkisins vegna mót-
vægisaðgerða ekki ræst. Fjár-
hagsáætlunin var í endurskoð-
un þegar meirihlutaskiptin
áttu sér stað á dögunum. Á
fundi bæjarráðs voru lagðar
fram tillögur sem eru í sam-
ræmi við þær tillögur sem bæj-
arráð vann að áður en meiri-
hlutaskipti áttu sér stað.
„Endurskipulagning starfs-
mannahalds á vegum Bolung-
arvíkurkaupstaðar var komin
vel á veg. Nauðsynlegt er að
halda þeirri vinnu áfram. Fari
það svo að á síðari hluta ársins
komi óvæntur glaðningur úr
ríkissjóði vegna mótvægisað-
gerða gefst tækifæri til að end-
urskoða aftur frestun fram-
kvæmda eða annan niðurskurð.
Ábyrg fjármálastjórn hefur
verið leiðarljós meirihluta
brögð verða vonandi áfram í
heiðri höfð með nýjum meiri-
hluta“, segir í bókun Soffíu
Vagnsdóttir, oddvita K-lista.
Núverandi meirihluti lagði
þá fram eftirfarandi bókun. „Í
málaefnasamningi núverandi
meirihluta bæjarstjórnar Bol-
ungarvíkur er lögð áhersla á
ábyrga fjármálastjórn og að-
hald í rekstri. Við fögnum
framkomnum tillögum fráfar-
andi bæjarráðs um hagræð-
ingu í rekstri bæjarfélagsins
og verða þær hafðar til hlið-
sjónar við endurskoðun fjár-
hagsáætlunar. Á næstu vikum
munu frekari tillögur meiri-
hlutans og útfærsla þeirra líta
dagsins ljós.“
– thelma@bb.is
bæjarstjórnar frá upphafi
þessa kjörtímabils ásamt virk-
um aðgerðum sem hvetja til
bjartsýni og gleði bæjarbúa
og trú þeirra á framtíðarbúsetu
í Bolungarvík. Slík vinnu-
Soffía Vagnsdóttir.
Fjárhagsáætlun Bolungarvíkur endurskoðuð
unum var afgreiðsla bréfsins
hjá menntamálaráðuneytinu
staðfest en þar lýsir stjórn
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga þeirri vinnu sem unnin
hefur verið að hálfu sam-
bandsins í framhaldi að álykt-
un 52. Fjórðungsþings um
Háskóla Vestfjarða. Fram
kemur að þeir aðilar sem rætt
hefur verið við eru allir sam-
mála um að taka verði það
skref að stofna til sjálfstæðs
og öflugs háskóla eða sam-
bærilegrar háskólastofnunar á
Vestfjörðum. Góðir áfangar
hafa náðst í eflingu kennslu á
háskólastigi og rannsókna-
starfsemi á Vestfjörðum og
mikilvæg reynsla hafi skapast
á skömmum tíma. „En til þess
að festa þennan árangur í sessi
þurfi að hraða þessari þróun,
efla þurfi bæði grunn- og
framhaldsnám auk þess að efla
rannsóknarþáttinn. Leiðir að
þessu marki geta verið mis-
munandi að mati framan-
greindra aðila, en þeir eru um
leið sammála um að niður-
staðan verði að vera sjálf-
stæður og öflugur háskóli eða
sambærileg háskólastofnun“,
segir í bréfinu.
Í byrjun janúar átti formaður
og framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga
fund með menntamálaráð-
herra. Á þeim fundi var kynnt,
að líkleg niðurstaða af vinnu
stjórnar sambandsins yrði sú
að stofna bæri sjálfstæðan
háskóla eða háskólastofnun á
Vestfjörðum. Í því sambandi
væri æskilegt að samhljómur
væri milli niðurstöðu sam-
bandsins og nefndar mennta-
málaráðherra. Fram kom á
fundinum góður vilji mennta-
málaráðherra fyrir framgangi
málsins, en beðið yrði eftir
tillögum nefndarinnar. Einnig
kom fram að vænta mætti
niðurstöðu innan fárra vikna
og afla yrði málinu stuðnings.
Í umfjöllun um málið á
fundi stjórnar Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga þann 1.
apríl kom fram það mat, að
staðan eins og hún blasti við
gagnvart Vestfirðingum hefði
í litlu breyst frá því janúar.
Þetta staðfestist að nokkru
leyti í fyrirspurnartíma á
Alþingi þann 3. apríl þar sem
spurst var fyrir um vinnu
nefndarinnar. Í umræðunni
kom fram hjá menntamálaráð-
herra að stuðningur væri við
verkefnið af hálfu stjórnvalda.
Hins vegar væri enn beðið
niðurstaðna nefndarinnar, en
þess vænst að þær skiluðu sér
á næstu dögum og þá yrðu
þær teknar til skoðunar af
hálfu ráðuneytisins.
Stjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga fagnar þessum
vilja, en telur að í lok apríl
2008 hefði nægur umþóttun-
artími verið liðinn. Stjórnin
lítur svo á að ætlun stjórnvalda
með skipan nefndarinnar hafi
verið að fá fram niðurstöðu
málsins það snemma að það
kæmi inn í undirbúningi
fjárlaga 2009 og fjáraukalaga
fyrir árið 2008.
„Tími fer nú að vera knapp-
ur þegar vel er liðið á starfs-
tíma Alþingis og undirbún-
ingur fjárlaga stendur yfir
innan ráðuneytanna. Stjórn
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga bendir einnig á, að
niðurstaða málsins hafi í þessu
samhengi, jafnframt áhrif á
uppbyggingu annarra rann-
sókna og þjónustustofnana á
Vestfjörðum og frekari tafir
komi til með að hafa áhrif á
starfsemi þeirra“, segir í bréfi
Fjórðungssambandsins.
– thelma@bb.is
„Ákvörðun um háskóla eru skilaboð
sem vænst er af stjórnvöldum“
Stjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga hefur ítrekað þá
samþykkt 52. Fjórðungsþings
Vestfirðinga að sjálfstæður
háskóli á Vestfjörðum þurfi
að verða að veruleika sem
fyrst. Jafnframt skorar stjórnin
á menntamálaráðherra að skila
niðurstöðu nefndar um upp-
byggingu háskólastarfsemi á
Vestfjörðum sem starfað hef-
ur í vetur, svo hægt verði að
vinna að tillögum hennar strax
á þessu ári. „Ákvörðun um
sjálfstæðan og öflugan há-
skóla eða sambærilega há-
skólastofnun eru þau skilaboð
sem íbúar Vestfjarða vænta
af hálfu stjórnvalda, til efling-
ar efnahagslífs og samfélags
á Vestfjörðum. Frekari seink-
un á þeirri niðurstöðu skapar
vantrú um vilja stjórnvalda í
þeim efnum“, segir í bréfi sem
Fjórðungssambandið hefur
sent menntamálaráðuneytinu.
Á fundi stjórnar Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga á dög-
Háskólasetur Vestfjarða.