Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 5 Sérstaða Hornstranda er einstök Jón Björnsson er nýráðinn í starf sérfræðings í málefnum Hornstrandafriðlands ásamt uppbyggingu og rekstri svo- kallaðri Hornstrandastofu. Í tvo áratugi hefur Jón þvælst um víkurnar og firðina á tveimur jafnfljótum og þekkir því svæðið ansi vel. Mörg und- anfarin ár hefur Jón verið land- vörður í friðlandinu þó hann geri lítið úr starftitlinum vörð- ur. Landvörður á fyrst og fremst að mati Jóns að þjón- usta landeigendur, ferðamenn og náttúru friðlandsins og veita upplýsingar en ekki að vera einhverskonar lögga. En hvert er markmiðið með Horn- strandastofu? „Markmiðið er að efla starf- ið inni á friðlandinu sjálfu yfir sumartímann og efla samstarf við landeigendur, ferðaþjón- ustuaðila, náttúruvísinda- menn og sveitarfélagið. Fljót- lega verður hafist handa við að koma á legg Hornstranda- stofu þar sem verður sýning, upplýsingaveita og einskonar fræðasetur um svæðið. Sýn- ingin sjálf verður ekki minja- sýning heldur á fólk að geta komið þangað og fengið nasa- þef af Hornströndum, náttúru þeirra og sögu. Þetta er jafnt fyrir þá sem eru á leiðinni á Hornstrandir og þá sem eru ekki á leiðinni en vilja samt fræðast um friðlandið. Sýn- ingar sem þessi er gagnvirkar og tölvutæknin spilar stóra rullu og þær eiga að höfða til allra skynfæra. Við erum að leita að húsnæði undir sýning- una en ætlum að gefa okkur smá tíma í þetta. Bæði þurfum við sýningarsal og starfsað- stöðu starfsmanns Hornstranda- stofu og húsnæðið verður á Ísafirði. Við veltum því vand- lega fyrir okkur hvort við ætt- um að vera annarsstaðar en ástæða þess að við teljum best að vera á Ísafirði er sú að vera nálægt ferðamönnunum sem eru að fara til Hornstranda. Þetta á að vera staður sem fólk getur heimsótt með litlum fyrirvara og þarf ekki að gera sér ferð og getur jafnvel litið inn áður en það fer í bátinn.“ Sýningin tilbúin á næsta ári „Við munum fá hönnuði til að hanna sýninguna og setja hana upp og höfum fengið fjár- magn til þess. Ef allt gengur eftir þá gæti hún verið tilbúin fyrri hluta næsta árs. En starf- stöðin verður tekinn til starfa strax í haust. Það er gert ráð fyrir einu og hálfu stöðugildi, heilt starf sérfræðings og hálf staða sumarstarfsfólks til að sinna sýningunni og land- vörslu í friðlandinu. Hugsunin er að sú að við horfum á þetta Hornstranda- verkefni sem samfélagslegt verkefni en ekki bara eitthvað sem er eingöngu á hendi opin- berra aðila. Friðlandið er á ábyrgð okkar allra sem hér bú- um. Því þurfa sem flestir að koma að því með einum eða öðrum hætti og þá ekki síst landeigendur.“ Verðum að fara varlega – Hvað er svona sérstakt við Hornstrandir sem verð- skuldar þessa athygli? „Hornstrandir eru mjög sér- stakt svæði. Þær hafa verið án búsetu í áratugi og álag af mannavöldum í algjöru lág- marki. Að svona stórt svæði nálægt sjó fái að vera í friði er einsdæmi ekki bara á Íslandi, heldur á heimsvísu. Ekki hefur verið nein beit á svæðinu í langan tíma og gróðurfar hefur tekið verulega við sér. Það hefur orðið mikil framþróun í framvindu gróðursamfélaga og er gróskan og fróðurfram- leiðni mjög mikil og við erum að sjá framvindu sem finnst vart annars staðar á Íslandi. Hornstrandir eru á mörkum túndrunnar og við sjáum sömu ferla og eiga sér stað á skil- greindum heimskautasvæð- um. Þetta sést ekki víðar á á Íslandi nema kannski á hluta Melrakkasléttu og á hálendis- svæðum, ekki síst Þjórsárver- um. Ég segi stundum í gamni að ef við viljum sjá hvernig Ísland leit út áður en það byggðist þá eru Hornstrand- irnar kjörinn vettvangur. Þessi friðun og náttúrufegurðin sem er óumdeilanleg eru ástæður þess svæðið er svona verð- mætt.“ Við verðum að fara varlega með svæðið. Forðast t.d að flytja inn nýjar plöntutegund- ir. Sumar tegundir gætu haft verulega slæm áhrif og náð samkeppnisforskoti á aðrar plöntur, s.s. lúpínan sem menn hafa þó stolist til flytja inn. Eins eigum við að forðast að sá grasfræjum og nota áburð heldur eigum við að leyfa nátt- úrunni að halda áfram sinni framþróun. Öll inngrip af okkar hálfu geta haft áhrif á framvinduna og um leið sér- stöðu Hornstranda. Landeigendur eru meðvitaðir – En er ekki erfitt að segja við eigendur jarða að þeir megi ekki nota áburð eða sá grasfræjum? „Ég held að langstærsti hluti landeigenda sé mjög meðvit- aður um svæðið og meðvitað- ur um náttúruna og hvað er að gerast í henni. Við erum að nota svæðið í fáeinar vikur á ári og það er vert að spyrja sig hver mikil og ásættanleg áhrif við megum hafa á náttúruna og umhverfi svæðisins fyrir þetta litla notkun. Ef sumar- húsaeigandi vill slá heilan fót- boltavöll sem hann ætlar að nota í tvær vikur á sumri, er það eðlilegt? Getur hann breytt vistkerfinu algjörlega fyrir tveggja vikna notkun á ári? Þetta er spurningin sem við stöndum frammi fyrir. Hvort það sé eðlilegt að leikjaþörf okkar örfáa daga á ári eigi að gjörbreyta og bylta heilu vistkerfi? Langstærsti hluti landeig- enda er meðvitaður um þetta og margir hafa samband við mig ef þeir vilja örva gróður í kringum hús sín eða laga til í kringum nýbyggingar. Þegar maður er búinn að spjalla við þá í stuttan tíma þá erum við yfirleitt sammála um að það borgi sig ekki að vera með utanaðkomandi inngrip held- ur gefa landinu kost á að vinna.“ Genetískt hatur á tófunni – Umdeildasta tegund frið- landsins er nú blessuð tófan... „Það er ágætt að benda á það að friðun tófunnar var ekki inni í friðlýsingunni. Hún var friðuð seinna með sérstök- um lögum. Tófan er búin að vera á Hornströndum í tugi alda og löngu áður en land var numið. Hún sveiflaðist með vistkerfinu í sátt við það. Það er gaman að fylgjast með Íslendingum fjargviðrast út í þetta eina upprunalega land- spendýr á sama tíma og Afr- íkubúar í sinni fátækt eru að friða heilu landsvæðin til að framvinda náttúrufars og dýralífs svo það fái að þróast óáreitt. Ég held að við séum með genetískt hatur á refnum. En það verður að fylgjast vel með fjölda refs en hvort við eigum að stjórna stofninum er erfitt að segja. En það er líka hægt að spyrja hvort við séum hætt að treysta náttúr- unni eða teljum okkur svo langt yfir hana hafna að við þurfum ekki ráð hennar leng- ur?“ – Þú ert búinn að vera á flandri í friðlandinu í tuttugu ár. Hefur fugli fækkað vegna tófu? „Sannarlega fækkar fugli þar sem mikið er af tófu og það er eðlilegt. Jafnframt bælir fuglinn sig meira og menn verða minna varir við hann. Eitt sem kemur iðulega upp í þessari umræðu er þegar fólk segir að það verði ekki vart við fugl. Fólk er yfirleitt að koma frekar seint á sumrin þegar fuglinn er komin með unga og lætur lítið fara fyrir sér. En vissulega drepur tófan fugl en það má ekki gleyma því að hann gerði það í tugi alda án þess að það dræpi fuglalíf á Íslandi. Fáir ferðamenn – Hvernig sérð þú framtíð friðlandsins? „Friðlandið er rúmlega þrjátíu ára og það hefur sára- lítið breyst í sjálfri stýringu friðlandsins á þessum tíma. Ennþá koma fáir ferðamenn inn á svæðið og þjónustu við þá er í lágmarki. Það er enginn skynsemi í því að hið opinbera haldi úti kostnaðarsamri þjón- ustu við fáa ferðamenn. Þar sem þjónusta er til staðar er hún rekin af einkaaðilum sem er jákvætt. Á meðan ferða- mönnum fjölgar ekki þá verð- ur sáralítið gert. Ef það yrði gríðarleg fjölgun ferðamanna þá þyrftum við grípa til að- gerða til að vernda vistkerfin og forðast of mikið álag á þau. Það yrði þá gert með þjón- ustutjaldsvæðum, stýringu á verði sem löggur og friðland sem þjófnað.“ – Gekk ríkið fram með of- forsi? „Það var tiltölulega fámenn- ur hópur sem vann við frið- lýsingar á þeim árum og það voru aðrar skoðanir ríkjandi og menn gengu harðar fram og höfðu minna samráð. Til dæmis mættu tveir menn og skelltu niður kamri við hliðina á sumarhúsi og merktu blett- inn sem tjaldsvæði án þess að hafa nokkurt samráð um slíkt. Auðvitað hleypir slíkt illu blóði í fólk en svona lagað látum við ekki gerast í dag.“ Hins vegar þarf að endurskoða verndarhugtakið og því fylgir einnig kostir. Hvað byggingar og landnot varðar heyrir sá málaflokkur undir sveitafélög og aðalskipulög þeirra. Um- hverfisstofnun er aðeins um- sagnaraðili en getur hvorki bannað né leyft fólki að byggja eða breyta húsum. Hinsvegar er á hendi stofnunarinnar að fylgjast með náttúrufari og sérstöðu svæða og grípa til aðgerða sem draga úr raski af manna völdum. Setjum sem dæmi að landeigandi gróður- setti í stóran hluta lands síns spánarkerfil. Kerfillinn spyr ekki um landamæri og sáir sér einnig í annarra lönd. Við slíku yrði brugðist innan frið- lands með sátt við landeig- anda. Þannig getur verndi sannarlega orðið til góðs og tryggt rétt annarra landeig- enda, ferðamanna o.s.frv. Í dag er vernd því fyrst og fremst samkomulag og sátt manna um náttúrunotkun og framtíð landssvæða, hvort sem um einkalönd eða almenn- inga er að ræða. – smari@bb.is gönguleiðum og þess háttar. Skoðanakönnun sem var gerð meðal ferðamanna á Horn- ströndum 2002 sýndi að það ár voru 70 prósent ferðamanna á því að við ættum að halda svæðinu eins og það er og gera ekki neitt.“ – Er það markmið að fjölga ferðamönnum sem fara til Hornstranda? „Það er ekki markmið Horn- strandastofu sem slíkrar og það getur aldrei verið mark- mið ríkisins að fjölga ferða- mönnum inn á einkalönd fólks. Það er hinsvegar hlut- verk Hornstrandastofu að bregð- ast við ef ferðamönnum fjölg- ar.“ Stækkun ekki innan seilingar – Verður friðlandið stækk- að? „Það hefur verið í umræð- unni en það er að stórum hluta á hendi og með samþykki landeigenda. Eins og staðan er í dag þá er það ekki innan seilingar. Menn eru hræddir við friðlönd og eru hræddir við orðið hugtakið vernd. Margir telja að með því sé verið að taka eitthvað af fólki. Hinsvegar hefur orðið mjög mikil breyting á verndarhug- takinu síðustu árin. Í dag er samstarf og samvinna við landeigendur og landnotendur miklu meira í umræðunni.“ – Það er kergja meðal ein- hverra landeigenda út af frið- lýsingunni „Já, ég held að menn hafi gengið fram með ákveðnu of- forsi árið 1975 þegar Horn- strandir voru friðlýstar. Þá voru allt önnur viðhorf ríkj- andi og menn horfðu á land- Jón Björnsson landvörður að störfum í Hrafnsfirði 29. maí á síðasta ári.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.