Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 9
Bókanir erlendra sjóstangaveiðimanna á okkar vegum í sumar eru langtum meiri
en var í fyrra og framar okkar björtustu vonum. Markmiðið hjá okkur er að
veita sem allra besta og persónulegasta þjónustu og koma fram við sérhvern gest
eins og hann sé sá eini. Það er einmitt það sem gestir okkar kunna að meta og
með þessu búum við til mjög sterkan endurkomumarkað. Núna horfum við fram
á fyrsta alvöruárið eftir þessar hremmingar og framtíð félagsins er mjög björt.
irtækja.
Ytra umhverfi fyrirtækja
hér var okkur og er því miður
enn að mörgu leyti fjandsam-
legt, hvort sem það snertir
samgöngumál, flutningsmögu-
leika, afhendingu raforku eða
ýmislegt annað sem er ein-
göngu á valdi ríkisins að
breyta og sveitarstjórnir geta
ekki haft mikil áhrif á.
Með þessari fimm ára stefnu-
mörkun vildum við vega eins
og kostur væri á móti erfiðum
ytri skilyrðum fyrirtækja. Þar
á meðal var ákveðið að byggja
atvinnuhúsnæði og koma á
sérstökum atvinnumálastyrkj-
um vegna nýrra starfa. Jafn-
framt ákváðum við að gera
leikskólann gjaldfrjálsan til
þess að vekja athygli barna-
fjölskyldna á Súðavík sem
góðum stað til búsetu.“
Fjárfest í
nýjum störfum
„Stór hluti af því að efla
byggð er að fjölga atvinnu-
tækifærum. Þar sem sveitar-
félagið fær útsvarstekjur laun-
þega tókum við upp að koma
á sérstökum atvinnumála-
framlögum, sem eru í raun
tímabundin endurgreiðsla út-
svars til fyrirtækja sem geta
sýnt fram á fjölgun starfa. Við
getum horft á það sem fjár-
festingu sem skilar sér marg-
falt til baka þegar fram líða
stundir. Þetta var snjöll hug-
mynd að mínu viti, ekki síst
þegar horft er til baka. Einföld
í framkvæmd en mjög áhrifa-
rík. Við vorum með þriggja
milljóna króna þak á þessum
endurgreiðslum á ári, en fyrir
árið 2006 voru umsóknir upp
á fjórar og hálfa milljón, ein-
göngu vegna nýrra starfa.
Þetta var aðeins um ári eftir
að við töpuðum um fjörutíu
störfum í rækjunni. Ég tel að
þessi aðkoma okkar að at-
vinnulífinu hafi skilað sér vel
og hafi átt fyllilega rétt á sér.
Varðandi nýjungar í at-
vinnulífinu í Súðavík má ekki
síst nefna fiskeldið hjá Hrað-
frystihúsinu Gunnvöru hf., þar
sem störfum hefur fjölgað
mjög, bæði við eldið sjálft og
vinnslu úr lifur. Mörg önnur
smærri fyrirtæki hafa komið
til sögunnar í Súðavík á þess-
um tíma. Sum hafa gert það
gott hjá okkur og starfa ennþá,
en önnur ekki, eins og gengur
og gerist. Núna eru um níutíu
til hundrað manns á vinnu-
markaði í Súðavíkurhreppi og
þar af eru líklega um fimmtán
manns starfandi utan sveitar-
félagsins, ýmist á Ísafirði eða
sjómenn annars staðar. Lík-
lega eru hátt í þrjátíu og fimm
manns starfandi í fiskvinnslu-
tengdum störfum í Súðavík
um þessar mundir.“
Hugmyndin um
útlenda sjó-
stangaveiðimenn
– Er ekki vaxtarbroddur í
ferðaþjónustunni?
„Eftir flutning byggðarinn-
ar var Sumarbyggð hf. Súða-
vík stofnuð, lítið fyrirtæki um
nokkur hús í ytri byggðinni til
að leigja út yfir sumartímann,
sem Súðavíkurhreppur átti
stóran hlut í. Félagið hafði átt
í erfiðleikum við að koma
undir sig fótunum vegna þess
hversu stuttur rekstrartíminn
var á hverju ári, um einn og
hálfur mánuður yfir hásumar-
ið. Við ákváðum því að reyna
að finna því víðtækara hlut-
verk sem gæti fleytt því áfram.
Þar kom sjóstangaveiðin upp,
en hún er mjög vaxandi þjón-
ustugrein í heiminum. Í fram-
haldinu var komið af stað
verkefni, sem Tálknafjarðar-
hreppur og Súðavíkurhreppur
stóðu að, sem fólst í því að
skapa skilyrði hér til að taka á
móti erlendum sjóstangveiði-
mönnum.
Það verkefni hefur tekist
frábærlega vel og nú í sumar
er gert ráð fyrir því að þrjú
þúsund erlendir sjóstanga-
veiðimenn komi til Vest-
fjarða. Ég gæti trúað því að
Vestfirðir geti tekið á móti
allt að 10 þúsund manns í sjó-
stangveiði yfir sumartímann.
Það er orðið mjög aðkallandi
að gerð verði úttekt á því hvað
svæðið þolir marga sjóstang-
veiðimenn í einu og að aðilar
síðan virði þau mörk um fjölda.
Svo eru einnig mikil tækifæri
fólgin í að selja vetrarferðir á
Vestfirði, sem er algjörlega
óplægður akur.“
Fjord Fishing
– Núna virðist sem tveir að-
ilar á Vestfjörðum séu í þess-
um nýja geira ferðaþjónust-
unnar en í fyrstu var lagt upp
með samvinnu allra. Mörgum
hefur gengið illa að skilja
hvernig þessu er háttað. Ágrein-
ingur við Hvíldarklett ehf. á
Suðureyri og klofningur og
ekki skilið í góðu, eða hvað?
„Mér virðist að ýmis mis-
skilningur sé í gangi varðandi
þessi mál. Að minnsta kosti
frá okkar hendi séð eru engin
illindi eða eftirmál vegna þess
aðskilnaðar sem varð snemma
árs 2007. Það er samt mikið
atriði að sagan sé sögð eins
og hún átti sér stað.
Í Þýskalandi er fyrirtæki
sem heitir Vögler´s Angelreis-
en og Tálknafjarðarhreppur og
Súðavíkurhreppur fóru í við-
ræður við árið 2005. Þeir voru
mjög spenntir fyrir Íslands-
ferðum. Það kom fram í við-
ræðunum að það var vilji
þeirra að sveitarfélög á Vest-
fjörðum myndu sameinast um
verkefnið, til að varna öðrum
inngang á svæðið þegar það
yrði markaðsett, þar sem það
hafði sýnt sig að það gæti eyði-
lagt fyrir þegar of margir væru
að selja of mörgum inn á sömu
svæðin. Okkur leist vel á hug-
myndina og buðum upp í dans
nánast öllum vestfirskum
sveitarfélögum sem komu til
greina.
Við héldum kynningarfundi
fyrir sveitarfélögin og buðum
þeim að gerast hluthafar og
síðan var haldinn stofnfundur
á Ísafirði 15. apríl árið 2005.
Félagið hlaut nafnið Fjord
Fishing ehf. og hluthafar voru
Súðavíkurhreppur, Tálkna-
fjarðarhreppur, Bolungarvík-
urkaupstaður, Vesturbyggð,
Elías Oddsson og Iceland Pro
Travel Holding ehf. sem var
nokkurs konar milligönguað-
ili milli Vögler´s Angelreisen
og Fjord Fishing.
Ákveðið var að taka á móti
fyrstu gestunum í Súðavík og
á Tálknafirði vorið 2006.
Síðan var ætlunin að sumarið
2007 tækju Bíldudalur og
Suðureyri einnig á móti gest-
um og sumarið 2008 myndu
gestir verða í Bolungarvík og
á Patreksfirði. Þannig ætluð-
um við að taka eitt skref í
einu, samhliða aukningu sem
fyrirsjáanleg var í fjölda sjó-
stangveiðimanna til Vest-
fjarða.
Þegar við gengum frá samn-
ingum fyrir árið 2006 sam-
þykktum við þau verð sem
Vögler´s Angelreisen og Ice-
land Pro Travel settu upp,
nánast án nokkurrar umræðu.
Ástæðan var sú að við þekkt-
um ekki þennan markað né
vissum hvernig þessar ferðir
kæmu út í samanburði við
ferðir til annarra landa. Ákváð-
um jafnframt að mynda okkur
ekki skoðun á verðum fyrir
ferðirnar fyrr en eftir fyrsta
sumarið og þá mundu öll verð
verða endurskoðuð í samráði
við þjónustuaðila og Iceland
Pro Travel og Vögler´s Angel-
reisen, en Iceland Pro Travel
hafði m.a. það hlutverk að sjá
um samningagerð fyrir Vögl-
er´s Angelreisen.
Frá miðjum apríl og fram
til 15. september 2006 komu
nærri þúsund manns til Súða-
víkur og Tálknafjarðar og við
skiluðum frá okkur frábærlega
ánægðum gestum. Þeir voru
ánægðir með veiðina, bátana,
húsin, þjónustuna og um-
hverfið, og margir sögðu: Við
skiljum bara veiðistangirnar
eftir, við ætlum að koma aftur
að ári.“
Sjálfstraustið gott
„Seinnipart sumars 2006
vorum við síðan að undirbúa
sumarið 2007. Sjálfstraustið
hjá okkur var gott enda vissum
við þá að það var góð vara
sem við vorum að bjóða. Jafn-
framt var orðið ljóst hver
kostnaður þjónustuaðila var
vegna þessarar nýju þjónustu
og umhverfi kvótaleigu hafði
skýrst mikið.
Mikill vinna var samhliða
þessu í því að aðlaga laga- og
reglugerðaumgjörðina að þess-
ari nýju atvinnugrein. Það var
gert í miklu og góðu samstarfi
við Siglingastofnun, sjávarút-
vegsráðuneytið og fleiri aðila
sem allir sem einn voru boðnir
og búnir að gera þessa þjón-
ustu við sjóstangveiðimenn
mögulega. Enn er í gangi vinna
sem felst í að aðlaga lagaum-
hverfið að greininni.
Stjórn Fjord Fishing settist
síðan að samningaborði með
Iceland Pro Travel og Vögl-
er´s Angelreisen seinnipart
sumars 2006. Við sögðumst
vilja hækka leiguverð á hús-
unum og einnig yrðum við að
fá inn tekjur fyrir leigu á fisk-
veiðikvóta, þar sem við töld-
um út úr kortinu að þjónustu-
aðilar yrðu að bera þann kostn-
að, en ætla mætti að leiguverð
á kvóta fyrir árið 2007 yrði
milli 10 og 15 milljónir króna.
Í byrjun árs 2007 voru um
1.300 sjóstangveiðimenn bún-
ir að festa sér ferð til Súðavík-
ur, Tálknafjarðar, Bíldudals
og Suðureyrar, þannig að það
voru miklir hagsmunir í húfi
fyrir báða aðila.“
Erfiðar samn-
ingaviðræður
Þetta voru erfiðar samn-
ingaviðræður. Þeir hjá Vögl-
er´s Angelreisen og Iceland
Pro Travel sættust á hækkun
á verðum á húsunum, en neit-
uðu að taka þátt í kostnaði
vegna leigu á kvóta og hótuðu
að rifta samningum. Sú staða
sem þarna var komin upp var
slæm, þar sem samvinnan
hafði fram að þessu gengið
nokkuð vel og töldum um-
ræðu um kostnað vegna kvóta-
leigu og sameiginlega niður-
stöðu í það mál vera sann-
girnismál sem yrði að leysa.
Stjórn Fjord Fishing kom fram
með ákveðnar tillögur um
hvernig mætti leysa málið.
Þeim tillögum var ekki vel
tekið og kergja var hlaupin í
málið.
Síðan þróast málin á þann
hátt að það verður ákveðinn
trúnaðarbrestur. Vögler´s
Angelreisen og Iceland Pro
Travel leita leiða til að sprengja
samstarfið milli þjónustuað-
ilanna undir merkjum Fjord
Fishing og vilja þannig semja
beint við hvern og einn þjón-
ustuaðila. Þessi staða var
slæm, því þeir sáu sér þann
leik á borði að að semja beint
við hvern og einn og geta á
þann hátt stýrt betur verðum.
Við reyndum hins vegar að
halda hópinn og mynda sam-
stöðu, sem við trúðum að
mundi skila sér í betri verðum
fyrir alla þjónustuaðilana á
Vestfjörðum.
Samstaðan hjá okkur var al-
gjör og þegar það sýndi sig
funduðu aðilar frá Vögler´s
Angelreisen og Iceland Pro
Travel í byrjun febrúar 2006
með stjórnarmönnum Fjord
Fishing hverjum fyrir sig og
þá var krafan að Fjord Fishing
sliti samstarfi við Próton ehf.,
fyrirtækið sem átti bátana.
Samningaviðræður milli
Fjord Fishing og Vögler´s
Angelreisen og Iceland Pro
Travel annaðist stjórnarfor-
maður Fjord Fishing fyrir
hönd stjórnar, en hann var
jafnframt annar eiganda Prót-
on ehf. Aðilar frá Vögler´s
Angelreisen og Iceland Pro
Travel töldu að með því að fá
annan samningsaðila innan
Fjord Fishing að samninga-
borðinu myndu þeir geta sam-
ið við Fjord Fishing á þeirra
forsendum.
Á fundi stjórnar Fjord Fish-
ing stuttu seinna eða þann 9.
febrúar 2007 var stjórnin sam-
mála um að það væri engin
lausn að rifta samningi við
Próton ehf. og að stjórnarfor-
maður nyti fulls traust stjórnar
Fjord Fishing og það sem
hann legði á borð í samninga-
viðræðum væri vilji stjórnar
Fjord Fishing. Jafnframt kom
fram á þeim fundi, að áætlaður
kostnaður vegna kvótaleigu
Fjord Fishing sumarið 2007
væri áætlaður 11,3 milljónir
og jafnframt voru lagðar fram
tillögur frá stjórn Fjord Fish-
ing að lausn málsins. Þeim
tillögum ásamt beiðni um
viðræður um lausn á málinu
var komið á framfæri við
Vögler´s Angelreisen og Ice-
land Pro Travel án þess að
svör bærust.
Stjórn Fjord Fishing var í
miklu samstarfi við Elías Guð-
mundsson hjá Hvíldarkletti
ehf. á Suðureyri við að undir-
búa sumarið 2007 áður en til
slita samstarfsins kom. Meðal
annars var hann á símafundum
með stjórn Fjord Fishing og
fylgdist með gangi viðræðna
um verðin við Vögler´s Ang-
elreisen.
Iceland Pro Travel og Vögl-
er´s Angelreisen þjörmuðu
síðan enn frekar að þjónustu-
aðilum innan Fjord Fishing
um að slíta samstarfinu. Þar
hafði ekki góð áhrif á sam-
stöðuna innan Fjord Fishing
að þjónustuaðili Angelreisen,
þ.e. Iceland Pro Travel, hélt
eftir greiðslum til Fjord Fish-
ing vegna ferðanna 2006,
þannig að Fjord Fishing átti í
erfiðleikum við að gera upp
við eigendur húsa og báta
vegna sumarsins 2006. Í sjálfu
sér var það samningsbrot þar
sem skýrt var kveðið á um
greiðslufyrirkomulag í samn-
ingi, en ítrekað voru vand-
kvæði á að fá greitt meðan á
samstarfinu stóð, sem bitnaði
mikið á Fjord Fishing ehf.“
Samstaðan brestur
„Rétt áður en kom til samn-
ingsslita milli Fjord Fishing
og Vögler´s Angelreisen upp-
lýsti Elías Guðmundsson
framkvæmdastjóri Hvíldar-
kletts á stjórnarfundi Fjord
Fishing, að Hvíldarklettur
væri kominn í viðræður við
Iceland Pro Travel og Vögl-
er´s Angelreisen og til greina
kæmi að hann myndi semja
beint við þá og kljúfa sig frá
frekara samstarfi við Fjord
Fishing. Stjórnin lýsti yfir
miklum vonbrigðum með þá
hugmynd Elíasar og ítrekaði
mikilvægi þess að standa sam-
an að lausn málsins.
Í tölvupósti þann 30. janúar
2007 tilkynnir síðan fram-
kvæmdastjóri Vögler´s Ang-
elreisen, Holger Ellerbrock,
að samningi við Fjord Fishing
sé slitið, m.a. vegna þess að
ekki hafi fengist niðurstaða í
hver eigi að bera kostnaðinn
af kvótakaupum. Stuttu seinna
kemur í ljós að Hvíldarklettur
og Iceland Pro Travel og
Vögler´s Angelreisen hafi gert
samning um að Hvíldarklettur
muni taka við öllum hópunum
sem áttu bókað sumarið 2007.
Af hverju fór sem fór er að
sjálfsögðu vegna þess að
Hvíldarklettur sá hag sínum
betur borgið að semja beint
við Iceland Pro Travel og
Vögler´s Angelreisen heldur
en í samvinnu við Fjord Fish-
ing eða með öðrum þjónustu-
aðilum á Vestfjörðum.
Þetta voru að sjálfsögðu
mikil vonbrigði, en staðreynd
sem taka varð á. Ég held að til
lengri tíma litið sé þetta ekki
slæmt fyrir ferðaþjónustu á
Vestfjörðum. Í sjálfu sér er
ekki hægt að tala um sam-
keppni á þessum markaði, sem
þessi tvö félög eru að bítast á
um, þar sem markaðurinn er
það gríðarlega stór, en það er
að sjálfsögðu sameiginlegt
hagsmunamál fyrir báða aðila
að standa sig vel í þjónustunni
og þróa þjónustuna enn frekar
og auka tekjur greinarinnar.
Samkeppnin snýst fyrst og
fremst um viðskiptavini sem
hafa kost á að sækja til annarra
landa í sjóstangveiði. Meðal
annars í þeirri samkeppni er
samleið beggja félagana.“
Samið við Andree´s
Angelreisen
„Við í stjórn Fjord Fishing
reyndum að vinna eins vel úr
þessu eins og hægt væri og
komumst í samband við næst-
stærsta fyrirtækið á þessu