Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 200814
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Lýðheilsustöð stendur nú
fyrir keppni á landsvísu þar
sem krakkar í 7. og 8. bekk
keppast um að vekja sem mesta
athygli á skaðsemi reykinga.
Keppnin var fyrst haldin í
Finnlandi fyrir sautján árum
en Ísland er nú með í níunda
sinn. Allir 7. og 8. bekkir á
landinu geta tekið þátt, svo
fremi að enginn nemendanna
reyki. Á alþjóðavísu heitir
samkeppnin „Smokefree Class
Competition“. Í ár munu yfir
20 Evrópuþjóðir taka þátt í
keppninni.
Vigdís Pála Halldórsdóttir
og Skúli Pálsson eru fulltrúar
7. EJS í Grunnskólanum á Ísa-
firði og þau hafa fræðst vel
um hversu skaðlegur löstur
reykingar eru í gegnum þátt-
töku sína í keppninni.
„Verkefnið snýst um að
vekja sem mesta athygli hjá
bæjarbúum um hversu skað-
legar reykingar eru. Og þá sér-
staklega óbeinar reykingar.
Það gera sér ekki allir grein
fyrir því hversu skaðlegt þetta
er fyrir umhverfið“, segir Vig-
dís Pála.
„Ef kona sem er með barn í
maganum reykir aukast lík-
urnar á vöggudauða. Þetta er
eitthvað sem ekki allir vita.
Við reynum því að koma þeirri
vitneskju til fólksins. Það ger-
um við t.d. með því að koma í
þetta viðtal, í útvarpið og svo
ætlum við líka að ganga í hús
og gera könnun. Við höfum
búið til mynd sem við ætlum
að sýna í bás í Samkaupum
og dreifa um leið bæklingum.
Það er alls kyns eitur í síg-
arettum eins og t.d. kvikasilf-
ur, rottueitur, aceton og kveikj-
arabensín. Það eru alls konar
ógeðsleg efni í þessu“, segir
Skúli og hryllir sig.
Enginn reykir
í bekknum
– Hvernig kom það til að
þið fóruð út í þetta verkefni?
„Þetta er verkefni sem krakk-
ar taka þátt í á landsvísu sem
heitir Reyklaus bekkur og er
á vegum Lýðheilsustöðvar. Sá
bekkur sem nær að vekja
mestu athyglina á málstaðnum
fær vegleg verðlaun. Fyrstu
verðlaun eru utanlandsferð
fyrir allan bekkinn, í öðru verð-
laun er IpodNano fyrir alla í
bekknum og í þriðja sæti er
innanlandsferð. Það er mjög
misjafnt hvort skólar ákveði
að láta 7. eða 8. bekk taka
þátt. En langflestir eru í sjö-
unda bekk“, segir Vigdís Pála.
– Hversu langan tíma hefur
verkefnið tekið?
„Í allan vetur höfum við
þurft að skrifa undir plagg um
að við höfum ekki reykt og ef
einhver reykir í bekknum og
það kemst upp er það sent
beint til Lýðheilsustöðvar og
við erum dottin úr keppni“,
segir Vigdís Pála.
– Er algengt að krakkar séu
að byrja 12 ára gamlir að
reykja?
„Maður veit af einhverjum
tilfellum. Sérstaklega ef krakk-
ar dragast aftur úr félagslega
byrja þeir oft að fikta. En sem
betur fer reykir enginn í
bekknum okkar“, segir Skúli.
Krakkarnir segja að hver
bekkur í átakinu eigi að reyna
finna nýjar leiðir til að vekja
athygli á skaðsemi reykinga.
„Við ætlum að opna heima-
síðu þar sem öll verkefni sem
við höfum unnið í vetur verður
að finna. Verkefnið er rétt að
byrja núna sko en í allan vetur
hefur verið undirbúningur að
þessu. Tilkynnt verður svo um
miðjan maí hver verður sigur-
vegari. Þetta er mjög spenn-
andi“, segir Vigdís Pála.
„Allir, eða a.m.k. langflest-
ir, skólar á landinu taka þátt
og í mörgum skólum er fleiri
en einn 7. bekkur. Hjá okkur
er t.d. þrír bekkir svo það er
töluverð samkeppni“, segir
Skúli.
15 milljarðar af
sígarettum á dag
Vigdís Pála og Skúli segjast
hafa fræðst mikið um skað-
semi reykinga við vinnslu
verkefnisins.
„Flest öll efnin í sígarettum
geta valdið krabbameini. Við
viljum benda fólki sem vill
fræðast meira um þetta að
margar gagnlegar upplýsingar
er að finna á vefnum reyk-
laus.is. Þar getur maður t.d.
tekið próf sem segir til um
hvers konar reykingamaður
viðkomandi er og hversu mik-
ið hann langar til að hætta.
Svo fyrir þá sem eru í vand-
ræðum með að hætta er hægt
að hringja í síma 800 6030 og
fá aðstoð. Opið er fyrir símann
frá kl. 17-20 á kvöldin alla
virka daga.
Það er ekkert smá mikið
sem maður hefur komist að í
tengslum verkefnið. T.d. að
ef ófrísk kona reykir eru miklu
meiri líkur á að börnin verði
fyrirburar eða mun minni að
stærð. Óbeinar reykingar eru
nánast jafn skaðlegar og reyk-
ingar. Þær minnka lungna-
virknina og börn sem þurfa
að þola óbeinar reykingar eru
mun viðkvæmari fyrir sýking-
um í öndunarfærum eins og
berkjabólgu, lungabólgu og
þess háttar. Í Bretlandi er áætl-
að að um 17.000 börn undir
fimm ára séu lögð inn á sjúkra-
hús á ári hverju vegna heilsu-
brests sem rekja má til óbeinna
reykinga. Börn reykingafólks
eru líka líklegri til að fá astma.
Það er mun hættulegra fyrir
sykursjúka að reykja því þá
aukast líkurnar á að þeir fái
áunna sykursjúki.“, segir Vig-
dís Pála.
„Sá sem reykir einn pakka
á dag miðað við að verðið sé
600 krónur, en pakkar kosta
frá 550-650 krónur, er að eyða
um 220.000 krónum á ári í
sígarettur. Og flestir reykinga-
menn eru að reykja meira en
pakka á dag“, segir Skúli.
„Já ef maður myndi safna
þessum pening í tvö ár væri
maður kominn með góða
utanlandsferð“, skýtur Vigdís
Pála að. „Samkvæmt upplýs-
ingum sem við fundum eru
reyktar um 5,5 þúsund millj-
arðar af sígarettum á ári í
heiminum. Það gerir 15 millj-
arða sígaretta á dag eða 750
milljónir pakka. Svo þetta er
nú orðið svolítið ógeðslegt“,
segir Vigdís Pála og grettir
sig.
„Við fengum að horfa á
fræðslumynd um reykingar í
skólanum en kennarinn þurfti
að slökkva á henni áður en
hún var búin því hún var svo
ljót. Maður lokaði augunum
þetta var svo ógeðslegt“, segir
Vigdís Pála og Skúli tekur
undir það með henni. Þau
segjast bæði ekki ætla að byrja
að reykja vitandi um skaðsemi
þess.
– thelma@bb.is
Vekja athygli á skaðsemi reykinga
Vigdís Pála Halldórsdóttir og Skúli Pálsson.
Súðavíkurskóli og GÍ fá styrki
Úthlutað hefur verið 900 þúsund krónum til tveggja vest-
firskra verkefna úr Þróunarsjóði grunnskóla. Súðavíkurskóli
fær 400 þúsund krónur til verkefnisins Göngum yfir brúna, -
samkennsla leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þá fær
Grunnskólinn á Ísafirði hálfa milljón til þróun verkefnisins
Læsi til framtíðar. Alls var úthlutað 18,5 milljónum króna til
30 verkefna, en umsóknir voru 63.
Alls svöruðu 614.
Já sögðu 498 eða 50%
Nei sögðu 463 eða 45%
Veit ekki sögðu 53 eða 5%
Spurning vikunnar
Eiga Ísafjarðarbær, Bol-
ungarvík og Súðavíkur-
hreppur að sameinast?
Óska eftir 4 herb. íbúð til leigu
á Ísafirði, í síðasta lagi fyrir 15.
júní. Meðmæli ef óskað er.
Uppl. í síma 587 3538 og 844
1870.
Óska eftir að kaupa einbýlishús
á 1 hæð. Staðir: Súðavík og
Bolungarvík æskileg en fleiri
koma til greina. Bílskúr. ATH!
Bein viðskipti án fasteignasala.
Uppl. í síma: 517 4692. (Leifur).
Vantar 3ja -4ra herb. íb. á
Ísafirði. Reglusemi og öruggar
greiðslur. Leiguskipti geta
komið til greina. Er með bjarta
og rúmgóða 4ra-5 herb. íbúð í
fjölbýli í hverfi 108 Reykjavík.
Sanngjörn leiga miðað við
markaðsverð í borginni. Nánari
uppl. í síma 696-4622 og 588-
0494.
Til sölu er árabátur 4,7m að
lengd. með 4ha utanborðs-
mótor. Tvær handsnúnar
færavindur. Uppl. í síma 863-
3591.
Fyrsta
íslenska
hljómsveitin
á Download
Þungarokkshljómsveitin
Sign hefur þegið boð um að
opna aðalsviðið á Download
tónlistarhátíðinni. Þetta er í
fyrsta skipti sem íslenskri
hljómsveit er boðið að koma
fram á þessari stærstu og
virtustu útihátíð þungarokks-
ins í Bretlandi. Sign, með
ísfirsku bræðurna Ragnar
Zolberg og Egil Rafnsson og
Hnífsdælinginn Heimi Hjart-
arson innanborðs, eru þar í
góðum félagsskap hljóm-
sveita á borð við Motörhead,
Lostprophets, Incubus, The
Offspring, Kiss, Judas Priest,
Ash og Him svo fáeinir séu
nefndir.
Download hátíðin fer fram
helgina 13. - 15. júní á Don-
ington Park kappakstursbraut-
inni. SIGN er í þann mund að
leggja af stað í þriggja vikna
tónleikaferð um Bretland til
að kynna útgáfu geisladisks
síns The HOPE. Frá þessu var
greint á mbl.is.
– thelma@bb.is
bb.is